Borgarlistamaðurinn varð HM-sérfræðingur á þremur korterum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júní 2018 06:00 Edda Björgvinsdóttir við athöfnina í Höfða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég get ekki fullþakkað að hann skuli fá að upplifa að einkadóttir hans skyldi vera valin borgarlistamaður og fá heiðursorðu,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, nýr handhafi fálkaorðu og nafnbótarinnar borgarlistamaður Reykjavíkur, um 95 ára gamlan föður sinn. Listaferill Eddu er öllum kunnur, en hún hefur að undanförnu einbeitt sér æ meir að jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum. Það stendur ekki á svörum þegar hún er innt eftir fræðilegri úttekt á gengi íslenska karlalandsliðsins. „Alvöru hamingjumælingar sýna að undirstaðan er að eiga alvöru tengsl við fólk. Í íþrótta- og listaheiminum þar sem virkilega er lögð áhersla á þessar mannlegu tengingar sést að það ræður úrslitum í öllu sem maður gerir,“ segir Edda og bætir við: „Af því við erum svo fá og smá þá erum með svo miklu sterkari og betri svona tengingar. Ég er gersamlega handviss um að þetta er lykillinn að því hvað við eigum mikið af ótrúlega frábæru afreksfólki.“Sjá einnig: Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Edda segir ekkert yfirnáttúrulegt við þetta heldur sé um líkamlegt, hormónatengt fyrirbæri að ræða. „Svo er lögð mikil áhersla á þetta hér bæði hjá þjálfurum og stjórnendum í listum, að vera kærleiksríkur og umfaðma aðra. Það bætir líka sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust.“ Edda er nýorðin sérfræðingur í knattspyrnu eftir hraðsoðinn þriggja kortera kúrs þegar sjúkraþjálfarinn hennar varð þess áskynja að hún var ekki nægilega vel inni í æðinu sem nú gengur yfir þjóðina. „Ég var bara komin með utanbókarlærða rullu eftir þennan kúrs hjá honum og gat náttúrulega slegið um mig á leiksýningu um kvöldið og svo náttúrulega öskraði ég svoleiðis af gleði yfir leiknum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Menning Tengdar fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Ég get ekki fullþakkað að hann skuli fá að upplifa að einkadóttir hans skyldi vera valin borgarlistamaður og fá heiðursorðu,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, nýr handhafi fálkaorðu og nafnbótarinnar borgarlistamaður Reykjavíkur, um 95 ára gamlan föður sinn. Listaferill Eddu er öllum kunnur, en hún hefur að undanförnu einbeitt sér æ meir að jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum. Það stendur ekki á svörum þegar hún er innt eftir fræðilegri úttekt á gengi íslenska karlalandsliðsins. „Alvöru hamingjumælingar sýna að undirstaðan er að eiga alvöru tengsl við fólk. Í íþrótta- og listaheiminum þar sem virkilega er lögð áhersla á þessar mannlegu tengingar sést að það ræður úrslitum í öllu sem maður gerir,“ segir Edda og bætir við: „Af því við erum svo fá og smá þá erum með svo miklu sterkari og betri svona tengingar. Ég er gersamlega handviss um að þetta er lykillinn að því hvað við eigum mikið af ótrúlega frábæru afreksfólki.“Sjá einnig: Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Edda segir ekkert yfirnáttúrulegt við þetta heldur sé um líkamlegt, hormónatengt fyrirbæri að ræða. „Svo er lögð mikil áhersla á þetta hér bæði hjá þjálfurum og stjórnendum í listum, að vera kærleiksríkur og umfaðma aðra. Það bætir líka sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust.“ Edda er nýorðin sérfræðingur í knattspyrnu eftir hraðsoðinn þriggja kortera kúrs þegar sjúkraþjálfarinn hennar varð þess áskynja að hún var ekki nægilega vel inni í æðinu sem nú gengur yfir þjóðina. „Ég var bara komin með utanbókarlærða rullu eftir þennan kúrs hjá honum og gat náttúrulega slegið um mig á leiksýningu um kvöldið og svo náttúrulega öskraði ég svoleiðis af gleði yfir leiknum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Menning Tengdar fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04
Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15