Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. júní 2018 07:00 Donald Trump tollar Kína í botn. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. Ákvörðunin gæti verið upphafið að hörðu viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína sem forstjóri AGS hefur áhyggjur af. Hinir íþyngjandi tollar munu frá 6. júlí leggjast á um 800 vörur. Viðskipti með þær á ári nema nú 34 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 3.600 milljörðum króna. Kínversku vörurnar, sem Trump vill koma böndum á innflutning á, eru allt frá dekkjum flugvéla og túrbínum til uppþvottavéla. Stjórnvöld útiloka ekki frekari tollaálögur á fleiri vörur að andvirði 16 milljarða dala til viðbótar. „Þessir tollar eru nauðsynlegir til að koma í veg fyrir frekari ósanngjarnan flutning á bandarískri tækni og hugverki til Kína og munu verja bandarísk störf. Bandaríkjamenn geta ekki lengur búið við að tapa tækni og hugverkum okkar vegna ósanngjarnra viðskiptahátta,“ lét Trump hafa eftir sér. Trump hefur þar að auki varað kínversk stjórnvöld við að ef þau svari í sömu mynt muni Bandaríkin leggja á enn frekari tolla. Kínverjar hafa sömuleiðis verið vígreifir í tali og Geng Shuang, utanríkisráðherra Kína, ítrekað að viðskiptaþvinganir muni þýða að samningaviðræðum Kína og Bandaríkjanna verði sjálfhætt. „Taki Bandaríkin upp einhliða verndartollastefnu gegn kínverskum hagsmunum munum við bregðast umsvifalaust við með nauðsynlegum aðgerðum til að verja þá,“ sagði Geng Shuang. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. Ákvörðunin gæti verið upphafið að hörðu viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína sem forstjóri AGS hefur áhyggjur af. Hinir íþyngjandi tollar munu frá 6. júlí leggjast á um 800 vörur. Viðskipti með þær á ári nema nú 34 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 3.600 milljörðum króna. Kínversku vörurnar, sem Trump vill koma böndum á innflutning á, eru allt frá dekkjum flugvéla og túrbínum til uppþvottavéla. Stjórnvöld útiloka ekki frekari tollaálögur á fleiri vörur að andvirði 16 milljarða dala til viðbótar. „Þessir tollar eru nauðsynlegir til að koma í veg fyrir frekari ósanngjarnan flutning á bandarískri tækni og hugverki til Kína og munu verja bandarísk störf. Bandaríkjamenn geta ekki lengur búið við að tapa tækni og hugverkum okkar vegna ósanngjarnra viðskiptahátta,“ lét Trump hafa eftir sér. Trump hefur þar að auki varað kínversk stjórnvöld við að ef þau svari í sömu mynt muni Bandaríkin leggja á enn frekari tolla. Kínverjar hafa sömuleiðis verið vígreifir í tali og Geng Shuang, utanríkisráðherra Kína, ítrekað að viðskiptaþvinganir muni þýða að samningaviðræðum Kína og Bandaríkjanna verði sjálfhætt. „Taki Bandaríkin upp einhliða verndartollastefnu gegn kínverskum hagsmunum munum við bregðast umsvifalaust við með nauðsynlegum aðgerðum til að verja þá,“ sagði Geng Shuang.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira