Tekist hefur að ráða í fimmtíu stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkurborgar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. júní 2018 19:00 Tekist hefur að ráða í fimmtíu stöðugildi af þeim rúmu tvö hundruð sem ráða þarf í, í leikskólum Reykjavíkurborgar fyrir komandi skólaár. Formaður skóla- og frístundasviðs segir nýjan borgarstjórnarmeirihluta ætlað sér að efna kosningaloforðin. Fyrr í vikunni var greint frá því að leikskólastjórnendur í Reykjavík hafi undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa hafi gengið að manna lausar stöður í leikskólum borgarinnar. Könnun skóla- og frístundasviðs í lok apríl sýndi fram á að ráð þyrfti tvö hundruð stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Önnur sambærileg könnun var gerð í byrjun júní og sú könnun sýnd fram á að ráð þyrfti í hundrað sjötíu og fimm stöðugildi og er þar átt við starfsfólk í hundrað prósent vinnu. „Það er alveg klárt að við þurfum að vera með upp brettar ermar áfram í að fylla lausar stöður. Þetta gerist alltaf þegar það er þensla að þá er erfiðara að fylla stöðurnar en útlitið er samt betra, finnst okkur, núna. Það er betra hljóð í leikskólastjórum og það eru fleiri umsóknir að koma inn en á sama tíma og í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Leikskólastjórnar hafa einnig áhyggjur yfir lélegri nýliðun í starfinu og að hlutfall menntaðra leikskólakennara sé lægst í Reykjavík.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir/Stöð 2„Við höfum brugðist við því með því að horfa mjög nákvæmlega á starfsumhverfið og hvað við getum gert til þess að bæta það. Gera það eftirsóknarverðara að koma og vinna í leikskólum borgarinnar og það eru ýmsar tillögur þar sem að við samþykktum fyrr á árinu og koma til framkvæmda núna 1. Ágúst og inn í haustinu,“ segir Skúli. Þar verður gert meðal annars með því að fækka börnum inn á leikskóladeildum, fjölga starfsfólki á elstu deildum, auka undirbúningsvinnu og styðja við liðsheild með aukni fjármagni.Væri það ásættanleg ef að einungis 25% væru menntaðir kennarar í grunnskólum borgarinnar?„Nei alls ekki og þetta er það sem við höfum skrifað inn í okkar tillögur. Við erum byrjuð að vinna þetta með ríkisvaldinu, með Mennamálaráðuneytinu í tillögum um hvernig ríki og borg og sveitarfélögin í heild sinni geti unnið saman í þessu að fá fleiri til þess að sjá hvað þetta er spennandi starf“ segir Skúli. Skúli segir nýjan borgarstjórnarmeirihluta ætla sér að standa við kosningaloforðin. „Ég er sannfærður um það, útlitið er betra á mörgum sviðum,“ segir Skúli Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. 12. júní 2018 15:12 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tekist hefur að ráða í fimmtíu stöðugildi af þeim rúmu tvö hundruð sem ráða þarf í, í leikskólum Reykjavíkurborgar fyrir komandi skólaár. Formaður skóla- og frístundasviðs segir nýjan borgarstjórnarmeirihluta ætlað sér að efna kosningaloforðin. Fyrr í vikunni var greint frá því að leikskólastjórnendur í Reykjavík hafi undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa hafi gengið að manna lausar stöður í leikskólum borgarinnar. Könnun skóla- og frístundasviðs í lok apríl sýndi fram á að ráð þyrfti tvö hundruð stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Önnur sambærileg könnun var gerð í byrjun júní og sú könnun sýnd fram á að ráð þyrfti í hundrað sjötíu og fimm stöðugildi og er þar átt við starfsfólk í hundrað prósent vinnu. „Það er alveg klárt að við þurfum að vera með upp brettar ermar áfram í að fylla lausar stöður. Þetta gerist alltaf þegar það er þensla að þá er erfiðara að fylla stöðurnar en útlitið er samt betra, finnst okkur, núna. Það er betra hljóð í leikskólastjórum og það eru fleiri umsóknir að koma inn en á sama tíma og í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Leikskólastjórnar hafa einnig áhyggjur yfir lélegri nýliðun í starfinu og að hlutfall menntaðra leikskólakennara sé lægst í Reykjavík.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir/Stöð 2„Við höfum brugðist við því með því að horfa mjög nákvæmlega á starfsumhverfið og hvað við getum gert til þess að bæta það. Gera það eftirsóknarverðara að koma og vinna í leikskólum borgarinnar og það eru ýmsar tillögur þar sem að við samþykktum fyrr á árinu og koma til framkvæmda núna 1. Ágúst og inn í haustinu,“ segir Skúli. Þar verður gert meðal annars með því að fækka börnum inn á leikskóladeildum, fjölga starfsfólki á elstu deildum, auka undirbúningsvinnu og styðja við liðsheild með aukni fjármagni.Væri það ásættanleg ef að einungis 25% væru menntaðir kennarar í grunnskólum borgarinnar?„Nei alls ekki og þetta er það sem við höfum skrifað inn í okkar tillögur. Við erum byrjuð að vinna þetta með ríkisvaldinu, með Mennamálaráðuneytinu í tillögum um hvernig ríki og borg og sveitarfélögin í heild sinni geti unnið saman í þessu að fá fleiri til þess að sjá hvað þetta er spennandi starf“ segir Skúli. Skúli segir nýjan borgarstjórnarmeirihluta ætla sér að standa við kosningaloforðin. „Ég er sannfærður um það, útlitið er betra á mörgum sviðum,“ segir Skúli
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. 12. júní 2018 15:12 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. 12. júní 2018 15:12