„Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2018 17:49 Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víða áhrif. Vísir/VIlhelm Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á hjúkrunarfræðingum. Þá brýnir ráðið fyrir stjórnvöldum að standa við orð sín og bæta stöðu hjúkrunar á spítalanum. Í tilkynningu segir að skortur á hjúkrunarfræðingum hafi margvíslegar afleiðingar. Opnum sjúkrarúmum á Landspítala fækki til að mynda stöðugt, sem hafi einkum áhrif á öryggi sjúklinga og þjónustu. 49 þessara sjúkrarýma voru lokuð um mánaðamótin. Þar sem mönnun er ábótavant aukist jafnframt bæði tíðni endurinnlagna og dánartíðni sjúklinga og þá auki mannekla hættu á kulnun, mistökum og brottfalli úr starfi. Þá hefur verið greint frá því að einu sérhæfðu bráðamóttöku landsins fyrir hjartasjúklinga verði lokað í sumar og starfsemin flutt í Fossvog. Í tilkynningu hjúkrunarráðs segir að lokunin sé afleiðing skorts á á hjúkrunarfræðingum. Ráðið segir stjórnendur Landspítala þó hafa lagt mikla vinnu í umbætur á spítalanum en nú sé tími til að stjórnvöld geri eitthvað í málunum þar eð Landspítali þurfi að vera samkeppnisfær við aðra atvinnurekendur sem kunna að meta færni hjúkrunarfræðinga. „Stjórnvöld á Íslandi hafa lýst því yfir að þau vilji standa með heilbrigðiskerfinu, nú er tími til að standa við yfirlýsingarnar. Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala vill brýna við ráðamenn til að standa við orð sín og gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að bæta stöðu hjúkrunar á Landspítala!“ segir í yfirlýsingu. Fréttir hafa verið fluttar af alvarlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á Landspítala undanfarin misseri, sérstaklega í samhengi við sumarlokanir á spítalanum. Þá sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli sínum í dag að spítalinn finni rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skorti tilfinnanlega hjúkrunarfræðinga. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á hjúkrunarfræðingum. Þá brýnir ráðið fyrir stjórnvöldum að standa við orð sín og bæta stöðu hjúkrunar á spítalanum. Í tilkynningu segir að skortur á hjúkrunarfræðingum hafi margvíslegar afleiðingar. Opnum sjúkrarúmum á Landspítala fækki til að mynda stöðugt, sem hafi einkum áhrif á öryggi sjúklinga og þjónustu. 49 þessara sjúkrarýma voru lokuð um mánaðamótin. Þar sem mönnun er ábótavant aukist jafnframt bæði tíðni endurinnlagna og dánartíðni sjúklinga og þá auki mannekla hættu á kulnun, mistökum og brottfalli úr starfi. Þá hefur verið greint frá því að einu sérhæfðu bráðamóttöku landsins fyrir hjartasjúklinga verði lokað í sumar og starfsemin flutt í Fossvog. Í tilkynningu hjúkrunarráðs segir að lokunin sé afleiðing skorts á á hjúkrunarfræðingum. Ráðið segir stjórnendur Landspítala þó hafa lagt mikla vinnu í umbætur á spítalanum en nú sé tími til að stjórnvöld geri eitthvað í málunum þar eð Landspítali þurfi að vera samkeppnisfær við aðra atvinnurekendur sem kunna að meta færni hjúkrunarfræðinga. „Stjórnvöld á Íslandi hafa lýst því yfir að þau vilji standa með heilbrigðiskerfinu, nú er tími til að standa við yfirlýsingarnar. Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala vill brýna við ráðamenn til að standa við orð sín og gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að bæta stöðu hjúkrunar á Landspítala!“ segir í yfirlýsingu. Fréttir hafa verið fluttar af alvarlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á Landspítala undanfarin misseri, sérstaklega í samhengi við sumarlokanir á spítalanum. Þá sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli sínum í dag að spítalinn finni rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skorti tilfinnanlega hjúkrunarfræðinga.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39