Denver í gær og Dallas í dag│Tryggvi til skoðunar víða Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. júní 2018 10:00 Tryggvi æfði hjá Phoenix Suns á dögunum Tryggvi Snær Hlinason æfði með Denver Nuggets í gær en nú styttist óðum í nýliðavalið í NBA körfuboltanum. Það fer fram þann 21.júní næstkomandi og eru flest lið deildarinnar að nýta tímann til að skoða hvað er í boði. Nuggets eiga valrétti númer 14, 43 og 58 en gárungar vestanhafs telja töluverðar líkur á að Tryggvi verði valinn á seinni stigum nýliðavalsins.Tryggvi Snær æfði með Phoenix Suns á dögunum og hefur íslenski landsliðsmiðherjinn vakið athygli fleiri liða.Benedikt Guðmundsson, körfuknattleiksþjálfari, þekkir vel til Tryggva eftir að hafa þjálfað hann hjá Þór á Akureyri þar sem Tryggvi steig sín fyrstu skref í körfuboltanum. Benedikt birti skemmtilega færslu á Twitter síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann greinir jafnframt frá því að Tryggvi muni æfa hjá Dallas Mavericks í dag. Færslu Benedikts má sjá hér fyrir neðanFyrir 14 árum lét @jonstef9 mig hafa nokkrar Dallas treyjur þegar hann var þar. Ég gaf @lubjark eina sem var 4XL. Þegar ég tók við Þór Ak var þessi treyja í notkun af ungum leikmanni liðsins sem var nýbyrjaður. Þessi drengur er að fara á æfingu hjá Dallas á morgun. #NBADraft pic.twitter.com/0ysAHroq7O— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) June 14, 2018 Verður Tryggvi annar Íslendingurinn til að spila í NBA?Fari svo að Tryggvi nái alla leið og muni spila í NBA verður hann aðeins annar Íslendingurinn til að ná því magnaða afreki. Hinn er Pétur Guðmundsson sem var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins árið 1981 af Portland Trail Blazers. Hann lék svo síðar með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs. Þá var Jón Arnór Stefánsson á mála hjá Dallas Mavericks árið 2003 en hann lék ekki deildarleik með liðinu. NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason æfði með Denver Nuggets í gær en nú styttist óðum í nýliðavalið í NBA körfuboltanum. Það fer fram þann 21.júní næstkomandi og eru flest lið deildarinnar að nýta tímann til að skoða hvað er í boði. Nuggets eiga valrétti númer 14, 43 og 58 en gárungar vestanhafs telja töluverðar líkur á að Tryggvi verði valinn á seinni stigum nýliðavalsins.Tryggvi Snær æfði með Phoenix Suns á dögunum og hefur íslenski landsliðsmiðherjinn vakið athygli fleiri liða.Benedikt Guðmundsson, körfuknattleiksþjálfari, þekkir vel til Tryggva eftir að hafa þjálfað hann hjá Þór á Akureyri þar sem Tryggvi steig sín fyrstu skref í körfuboltanum. Benedikt birti skemmtilega færslu á Twitter síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann greinir jafnframt frá því að Tryggvi muni æfa hjá Dallas Mavericks í dag. Færslu Benedikts má sjá hér fyrir neðanFyrir 14 árum lét @jonstef9 mig hafa nokkrar Dallas treyjur þegar hann var þar. Ég gaf @lubjark eina sem var 4XL. Þegar ég tók við Þór Ak var þessi treyja í notkun af ungum leikmanni liðsins sem var nýbyrjaður. Þessi drengur er að fara á æfingu hjá Dallas á morgun. #NBADraft pic.twitter.com/0ysAHroq7O— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) June 14, 2018 Verður Tryggvi annar Íslendingurinn til að spila í NBA?Fari svo að Tryggvi nái alla leið og muni spila í NBA verður hann aðeins annar Íslendingurinn til að ná því magnaða afreki. Hinn er Pétur Guðmundsson sem var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins árið 1981 af Portland Trail Blazers. Hann lék svo síðar með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs. Þá var Jón Arnór Stefánsson á mála hjá Dallas Mavericks árið 2003 en hann lék ekki deildarleik með liðinu.
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira