Nýtt diskastell forsetahjónanna skapar illdeilur í Frakklandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 16:30 Forsetahjúin í Frakklandi. Vísir/Getty Forsetahjónin í Frakklandi eru nú miðpunktur illdeilna í Frakklandi vegna ásakana um að forsetahöllinn sé að eyða háum fjárhæðum í nýtt diskastell fyrir höllina. Á sama tíma er forsetinn sagður hafa kvartað yfir háum fjárhæðum sem fara í franska velferðarkerfið. BBC greinir frá. Það var Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands og eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem valdi hið nýja stell. Samanstendur það af 1.200 hlutum og er sagt kosta 50 þúsund evrur, um sex milljónir króna.Þörfin fyrir endurnýjun diskastellsins er sögð vera mikil enda elstu hlutar þess taldir vera frá sjötta áratug síðustu aldar. Embættismenn segja mjög mikilvægt að endurnýja það sökum aldurs og að margir hlutar þess séu týndir.Í gegnum tíðina hefur postulínsverksmiðjan Sèvres framleitt diskastell fyrir forsetahöllina og á því verður engin breyting nú. Diskarnir eru sagðir vera mikil listaverk en mörgum þykir þeir þó vera dýrir og að ekki sé öll sagan sögð þegar kemur að verðinu á hinum handmáluðu diskum. „Endalaust“ af fjármunum í velferðarkerfið Hefur satírublaðið Le Canard enchaîné reiknað út að raunverulegur kostnaður diskanna sé um 400 evrur á disk, sem myndi tífalda verðið sem gefið hefur verið upp. Líklega væri þetta ekki mikið vandamál ef myndband af Macron að ræða um kostnaðinn við velferðarkerfið væri ekki í töluverðri dreifingu í Frakklandi. „Sjáið þið bara hvar við stöndum í velferðarmálum. Við setjum endalaust af pening í niðurgreiðslu og bætur og fólk er ennþá fátækt,“ heyrist Macton segja í myndbandinu, sem dreift var af samskiptastjóra Macron. Enn fremur segir hann að eitthvað þurfi að breytast svo fólk geti brotist út úr vítahring fátæktar.Le Président ? Toujours exigeant. Pas encore satisfait du discours qu'il prononcera demain au congrès de la Mutualité, il nous précise donc le brief ! Au boulot ! pic.twitter.com/2mjy1JmOVv— Sibeth Ndiaye (@SibNdiaye) June 12, 2018 Voru franskir Twitter-notendur fljótir að grípa ummæli Macron á lofti og setja í samhengi við umdeilda diskastell, líkt og sjá má hér að neðan. „Þú setur bílfarma af peningum í diskastell og fólk er enn ekki ánægt,“ segir í tístinu hér að neðan.On met un pognon de dingue dans la vaisselle et les gens ne sont pas contents #aidesSociales pic.twitter.com/36RqaRIimK— jmc (@nabotine974) June 13, 2018 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Forsetahjónin í Frakklandi eru nú miðpunktur illdeilna í Frakklandi vegna ásakana um að forsetahöllinn sé að eyða háum fjárhæðum í nýtt diskastell fyrir höllina. Á sama tíma er forsetinn sagður hafa kvartað yfir háum fjárhæðum sem fara í franska velferðarkerfið. BBC greinir frá. Það var Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands og eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem valdi hið nýja stell. Samanstendur það af 1.200 hlutum og er sagt kosta 50 þúsund evrur, um sex milljónir króna.Þörfin fyrir endurnýjun diskastellsins er sögð vera mikil enda elstu hlutar þess taldir vera frá sjötta áratug síðustu aldar. Embættismenn segja mjög mikilvægt að endurnýja það sökum aldurs og að margir hlutar þess séu týndir.Í gegnum tíðina hefur postulínsverksmiðjan Sèvres framleitt diskastell fyrir forsetahöllina og á því verður engin breyting nú. Diskarnir eru sagðir vera mikil listaverk en mörgum þykir þeir þó vera dýrir og að ekki sé öll sagan sögð þegar kemur að verðinu á hinum handmáluðu diskum. „Endalaust“ af fjármunum í velferðarkerfið Hefur satírublaðið Le Canard enchaîné reiknað út að raunverulegur kostnaður diskanna sé um 400 evrur á disk, sem myndi tífalda verðið sem gefið hefur verið upp. Líklega væri þetta ekki mikið vandamál ef myndband af Macron að ræða um kostnaðinn við velferðarkerfið væri ekki í töluverðri dreifingu í Frakklandi. „Sjáið þið bara hvar við stöndum í velferðarmálum. Við setjum endalaust af pening í niðurgreiðslu og bætur og fólk er ennþá fátækt,“ heyrist Macton segja í myndbandinu, sem dreift var af samskiptastjóra Macron. Enn fremur segir hann að eitthvað þurfi að breytast svo fólk geti brotist út úr vítahring fátæktar.Le Président ? Toujours exigeant. Pas encore satisfait du discours qu'il prononcera demain au congrès de la Mutualité, il nous précise donc le brief ! Au boulot ! pic.twitter.com/2mjy1JmOVv— Sibeth Ndiaye (@SibNdiaye) June 12, 2018 Voru franskir Twitter-notendur fljótir að grípa ummæli Macron á lofti og setja í samhengi við umdeilda diskastell, líkt og sjá má hér að neðan. „Þú setur bílfarma af peningum í diskastell og fólk er enn ekki ánægt,“ segir í tístinu hér að neðan.On met un pognon de dingue dans la vaisselle et les gens ne sont pas contents #aidesSociales pic.twitter.com/36RqaRIimK— jmc (@nabotine974) June 13, 2018
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira