New York ríki höfðar mál gegn Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 15:01 Donald Trump Bandaríkjaforseti Vísir/AFP New York ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans vegna „ólöglegs athæfis“ í tengslum við góðgerðarsamtök Trump. Washington Post greinir frá. Í stefnunni er því haldið fram að Trump og börn hans hafi reglulega misnotað samtökin til þess að greiða skuldir fyrirtækja Trump, notað fé samtakanna til þess að standsetja golfvöll og í tengslum við forsetaframbið Trumnp árið 2016. Fer ríkið fram á það að góðgerðarsamtökin, Donald J. Trump Foundation, verði leyst upp, eignum samtakanna verði dreift til annarra góðgerðarasamtaka og að Trump greiði 2,8 milljónir dollara í skaðabætur og sekt. Rannsókn New York ríkis hefur staðið yfir í tæplega tvö ár og hófst hún eftir umfjöllun Washington Post. Segir í stefnunni að Trump hafi þverbrotið lög sem gilda um skattfrelsi góðgerðarsamtaka, þá sérstaklega þau um að fjármunir góðgerðarsamtaka séu nýttir til almannaheilla, en ekki til persónulegs hagnaðar stofnenda þeirra. Trump hefur verið forseti samtakanna frá stofnun þeirra árið 1987. Áður en hann tók við embætti forseta lofaði hann því að leggja samtökin niður, en sökum þess að rannsókn ríkisins á þeim stóði yfir gat hann það ekki. Þrjú elstu börn Trump eru einnig nefnd í stefnunni, þau Donald Trump yngri, Ivanka Trump og Eric Trump. Eru þau stjórnarmeðlimir í samtökunum en stjórn samtakanna hefur ekki komið saman frá árinu 1999.We are suing the Donald J. Trump Foundation and its directors @realDonaldTrump, Donald J. Trump Jr., Ivanka Trump, and Eric Trump for extensive and persistent violations of state and federal law. https://t.co/aP2ui0tOTo pic.twitter.com/geSMA3fx2x— New York Attorney General (@NewYorkStateAG) June 14, 2018 Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
New York ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans vegna „ólöglegs athæfis“ í tengslum við góðgerðarsamtök Trump. Washington Post greinir frá. Í stefnunni er því haldið fram að Trump og börn hans hafi reglulega misnotað samtökin til þess að greiða skuldir fyrirtækja Trump, notað fé samtakanna til þess að standsetja golfvöll og í tengslum við forsetaframbið Trumnp árið 2016. Fer ríkið fram á það að góðgerðarsamtökin, Donald J. Trump Foundation, verði leyst upp, eignum samtakanna verði dreift til annarra góðgerðarasamtaka og að Trump greiði 2,8 milljónir dollara í skaðabætur og sekt. Rannsókn New York ríkis hefur staðið yfir í tæplega tvö ár og hófst hún eftir umfjöllun Washington Post. Segir í stefnunni að Trump hafi þverbrotið lög sem gilda um skattfrelsi góðgerðarsamtaka, þá sérstaklega þau um að fjármunir góðgerðarsamtaka séu nýttir til almannaheilla, en ekki til persónulegs hagnaðar stofnenda þeirra. Trump hefur verið forseti samtakanna frá stofnun þeirra árið 1987. Áður en hann tók við embætti forseta lofaði hann því að leggja samtökin niður, en sökum þess að rannsókn ríkisins á þeim stóði yfir gat hann það ekki. Þrjú elstu börn Trump eru einnig nefnd í stefnunni, þau Donald Trump yngri, Ivanka Trump og Eric Trump. Eru þau stjórnarmeðlimir í samtökunum en stjórn samtakanna hefur ekki komið saman frá árinu 1999.We are suing the Donald J. Trump Foundation and its directors @realDonaldTrump, Donald J. Trump Jr., Ivanka Trump, and Eric Trump for extensive and persistent violations of state and federal law. https://t.co/aP2ui0tOTo pic.twitter.com/geSMA3fx2x— New York Attorney General (@NewYorkStateAG) June 14, 2018
Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira