Sendiherra vill að sínir menn fái vald yfir orkumálum á Íslandi Haraldur Ólafsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Sendiherra Evrópusambandsins, Michael Mann, skrifar um orkulöggjöf í Fréttablaðið 7. júní sl. Sendiherrann leggur áherslu á að allt í svokölluðum þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins sé til hinna mestu hagsbóta og valdaframsal frá stjórnvöldum á Íslandi til sinna manna sé ósköp lítið, eiginlega ekki neitt. Nógu mikið er það samt til að sendiherranum er í mun að málið nái fram að ganga á Alþingi. Hér er því fyrst að svara að valdaframsal er valdaframsal, þótt færa megi fyrir því rök að það gæti verið meira en það er. Margir litlir skammtar gera stóran bita, og þegar búið er að færa hluta valdsins til útlanda, er viðbúið, að upp komi álitamál um hver mörk framseldra valdheimilda eru. Í svoleiðis deilu úrskurðar Evrópusambandið sjálft, ekki yfirvald á Íslandi. Enginn getur svarað því hvaða afleiðingar valdaframsalið getur haft þegar til lengri tíma er litið.Orkuverð mun hækka Sendiherrann segir að megintilgangur orkubálksins sé að veita neytendum ódýra og örugga orku. Það á ef til vill við um neytendur í Evrópusambandinu, en ekki á Íslandi. Engum vafa er undirorpið að orkuverð á Íslandi mun hækka mjög mikið daginn sem sæstreng verður stungið í samband. Svo vill reyndar til að sæstrengur milli Íslands og Bretlands er einmitt á kerfisáætlun Evrópusambandsins og vitaskuld er ætlast til að þeir sem eigi aðild að áætlun framfylgi henni. Líklega veit fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi þetta allt saman, því hann tekur á sig krók til að tilkynna að Bretland sé á leið úr Evrópusambandinu og einmitt þess vegna sé ekkert að óttast þótt sæstrengur verði lagður til Bretlands. Því er til að svara að raforkuviðskipti munu halda áfram á milli Bretlands og meginlands Evrópu og enginn veit hvort Skotland eða England verða í Evrópusambandi eftir tvö eða tíu ár. Snúra til Írlands sem er ekki á leið úr Evrópusambandinu yrði auk þess aðeins litlu lengri en snúra til Skotlands. Ef og þegar tenging af þessu tagi kemst á verður of seint að iðrast þess að hafa, fullkomlega að nauðsynjalausu, afsalað sér stjórnvaldinu úr landi til erlends ríkjasambands. Ekki sakar í þessu samhengi að rifja upp að hér er um að ræða sama ríkjasamband sem reyndi af alefli að knýja Íslendinga til að samþykkja fjárkröfu sem nam hálfum öðrum ríkisfjárlögum fyrir örfáum árum síðan. Það vill þetta enginn Sendiherrann gleðst yfir því að ráðgjafi ráðherra orkumála á Íslandi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá ESA, skuli vera honum sammála. Í því sambandi ber að rifja upp að landsfundur flokks ráðherrans samþykkti í mars sl. eindregna yfirlýsingu gegn frekara framsali yfirráða yfir íslenskum orkumálum. Um það bil allir kjósendur sama flokks eru andvígir framsali valds í orkumálum til útlanda, sem og stór meirihluti kjósenda þeirra flokka sem finnst Evrópusambandið vera áhugaverður kostur. Svo mikill vafi leikur á lögmæti valdaframsalsins í þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins og svo mikil er andstaða Íslendinga við valdaframsal í orkumálum að varla verður hjá því komist að leita fulltingis dómstóla eða forseta Íslands til að hrinda lögunum, fari svo ógæfulega að þau verði samþykkt á Alþingi.Höfundur er formaður Heimssýnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00 Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland Þökk sé sendiherra ESB fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. 12. júní 2018 07:00 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sendiherra Evrópusambandsins, Michael Mann, skrifar um orkulöggjöf í Fréttablaðið 7. júní sl. Sendiherrann leggur áherslu á að allt í svokölluðum þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins sé til hinna mestu hagsbóta og valdaframsal frá stjórnvöldum á Íslandi til sinna manna sé ósköp lítið, eiginlega ekki neitt. Nógu mikið er það samt til að sendiherranum er í mun að málið nái fram að ganga á Alþingi. Hér er því fyrst að svara að valdaframsal er valdaframsal, þótt færa megi fyrir því rök að það gæti verið meira en það er. Margir litlir skammtar gera stóran bita, og þegar búið er að færa hluta valdsins til útlanda, er viðbúið, að upp komi álitamál um hver mörk framseldra valdheimilda eru. Í svoleiðis deilu úrskurðar Evrópusambandið sjálft, ekki yfirvald á Íslandi. Enginn getur svarað því hvaða afleiðingar valdaframsalið getur haft þegar til lengri tíma er litið.Orkuverð mun hækka Sendiherrann segir að megintilgangur orkubálksins sé að veita neytendum ódýra og örugga orku. Það á ef til vill við um neytendur í Evrópusambandinu, en ekki á Íslandi. Engum vafa er undirorpið að orkuverð á Íslandi mun hækka mjög mikið daginn sem sæstreng verður stungið í samband. Svo vill reyndar til að sæstrengur milli Íslands og Bretlands er einmitt á kerfisáætlun Evrópusambandsins og vitaskuld er ætlast til að þeir sem eigi aðild að áætlun framfylgi henni. Líklega veit fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi þetta allt saman, því hann tekur á sig krók til að tilkynna að Bretland sé á leið úr Evrópusambandinu og einmitt þess vegna sé ekkert að óttast þótt sæstrengur verði lagður til Bretlands. Því er til að svara að raforkuviðskipti munu halda áfram á milli Bretlands og meginlands Evrópu og enginn veit hvort Skotland eða England verða í Evrópusambandi eftir tvö eða tíu ár. Snúra til Írlands sem er ekki á leið úr Evrópusambandinu yrði auk þess aðeins litlu lengri en snúra til Skotlands. Ef og þegar tenging af þessu tagi kemst á verður of seint að iðrast þess að hafa, fullkomlega að nauðsynjalausu, afsalað sér stjórnvaldinu úr landi til erlends ríkjasambands. Ekki sakar í þessu samhengi að rifja upp að hér er um að ræða sama ríkjasamband sem reyndi af alefli að knýja Íslendinga til að samþykkja fjárkröfu sem nam hálfum öðrum ríkisfjárlögum fyrir örfáum árum síðan. Það vill þetta enginn Sendiherrann gleðst yfir því að ráðgjafi ráðherra orkumála á Íslandi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá ESA, skuli vera honum sammála. Í því sambandi ber að rifja upp að landsfundur flokks ráðherrans samþykkti í mars sl. eindregna yfirlýsingu gegn frekara framsali yfirráða yfir íslenskum orkumálum. Um það bil allir kjósendur sama flokks eru andvígir framsali valds í orkumálum til útlanda, sem og stór meirihluti kjósenda þeirra flokka sem finnst Evrópusambandið vera áhugaverður kostur. Svo mikill vafi leikur á lögmæti valdaframsalsins í þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins og svo mikil er andstaða Íslendinga við valdaframsal í orkumálum að varla verður hjá því komist að leita fulltingis dómstóla eða forseta Íslands til að hrinda lögunum, fari svo ógæfulega að þau verði samþykkt á Alþingi.Höfundur er formaður Heimssýnar
Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00
Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland Þökk sé sendiherra ESB fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. 12. júní 2018 07:00
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun