Opinbert einelti hjá Hafnarfjarðarbæ? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Í vikunni hófst Vinnuskólinn í Hafnarfirði. Þar eiga að vera boðnir velkomnir allir unglingar sem eru á fjórtánda ári og eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Þetta eru tímamót, vekja með unglingunum eftirvæntingu og skrá dýrmæta minningu. En ekki fyrir alla þegar á reynir. Sonarsonur minn á þessum aldri, sem er hreyfihamlaður í hjólastól, fékk þau skilaboð frá hafnfirska stjórnsýslukerfinu, að hann væri ekki velkominn alveg strax, skyldi bíða heima, en hafa samband og athuga hvernig staðan verði eftir helgina. Fótfrár tvíburabróðir hans fékk aftur á móti skilaboð frá kerfinu hálfum mánuði áður en vinnan hófst, að hann væri strax velkominn. Nú hefur kerfissýslan í Hafnarfirði haft allan veturinn til að undirbúa Vinnuskólann. En gleymt að gera ráð fyrir að í bænum búa líka hreyfihamlaðir unglingar í hjólastól. Örfáir einstaklingar skipta líklega engu máli fyrir opinbert kerfi, sérstaklega ef þeir eigi við fötlun að stríða. Það snertir samt og særir viðkvæmt barnshjartað sem hefur lengi hlakkað til að fara á vinnumarkaðinn og fylgja jafnöldrum sínum í lífi og leik. Er ekki tímabært að kerfið átti sig á að hér á fólk hlut að máli með tilfinningar og þrár? Vonandi gildir það víðast fyrir fólkið í landinu. En ekki í stjórnsýslunni hjá Hafnarfjarðarbæ gagnvart hreyfihömluðum unglingum í hjólastól. Gæti það kallast opinbert einelti?Höfundur býr að Heydölum í Breiðdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hófst Vinnuskólinn í Hafnarfirði. Þar eiga að vera boðnir velkomnir allir unglingar sem eru á fjórtánda ári og eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Þetta eru tímamót, vekja með unglingunum eftirvæntingu og skrá dýrmæta minningu. En ekki fyrir alla þegar á reynir. Sonarsonur minn á þessum aldri, sem er hreyfihamlaður í hjólastól, fékk þau skilaboð frá hafnfirska stjórnsýslukerfinu, að hann væri ekki velkominn alveg strax, skyldi bíða heima, en hafa samband og athuga hvernig staðan verði eftir helgina. Fótfrár tvíburabróðir hans fékk aftur á móti skilaboð frá kerfinu hálfum mánuði áður en vinnan hófst, að hann væri strax velkominn. Nú hefur kerfissýslan í Hafnarfirði haft allan veturinn til að undirbúa Vinnuskólann. En gleymt að gera ráð fyrir að í bænum búa líka hreyfihamlaðir unglingar í hjólastól. Örfáir einstaklingar skipta líklega engu máli fyrir opinbert kerfi, sérstaklega ef þeir eigi við fötlun að stríða. Það snertir samt og særir viðkvæmt barnshjartað sem hefur lengi hlakkað til að fara á vinnumarkaðinn og fylgja jafnöldrum sínum í lífi og leik. Er ekki tímabært að kerfið átti sig á að hér á fólk hlut að máli með tilfinningar og þrár? Vonandi gildir það víðast fyrir fólkið í landinu. En ekki í stjórnsýslunni hjá Hafnarfjarðarbæ gagnvart hreyfihömluðum unglingum í hjólastól. Gæti það kallast opinbert einelti?Höfundur býr að Heydölum í Breiðdal
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun