Aron: Eigum að vinna svona lið með stærri mun á heimavelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 23:06 Aron skoraði fimm mörk í kvöld vísir/ernir Ísland er komið á HM 2019 í handbolta eftir 34-31 sigur á Litháum í Laugardalshöll. Aron Pálmarsson sagðist finna fyrir létti í leikslok að hafa klárað verkefnið. „Þetta var erfitt, en þetta tókst. Þvílíkur léttir,“ sagði Aron eftir leikinn. Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði til leiksloka? „Hún var góð. Þegar það voru tvær mínútur eftir þá vissi maður að þetta var komið og það var gríðarlegur léttir. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við gera okkur erfitt fyrir.“ „Vorum að klikka mikið á dauðafærum og við hefðum átt að vera búnir að klára þetta. Þeir eru drullu seigir og svo voru þeir að skora skítamörk, úr blokkinni inn og Bjöggi var í þeim. Það er svolítið vont að fá það upp á hausinn en við sýndum karakter og héldum þetta út. Auðvitað áttum við að fara áfram í gegnum þetta lið.“ Íslenska liðið gerði Litháunum frekar auðvelt fyrir með því að hleypa inn auðveldum mörkum og voru oft á tíðum hálf klaufalegir í vörninni. „Mér fannst við vera með þá sóknarlega. Þeir komu framar í seinni og þá vorum við með smá tvist í okkar kerfum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum alltaf að opna þá og klikka á dauðafærum sem eru byrjendamistök sem við eigum ekki að gera.“ „Að sama skapi þá skorum við yfir þrjátíu mörk sem er allt í lagi en mér finnst við eiga að vinna svona lið á heimavelli með stærri mun. En mér er alveg sama, við erum komnir á HM.“ Ísland hefur aðeins misst af einu stórmóti á þessari öld, að undanskildum Ólympíuleikum, en það er alltaf jafn sætt að komast þangað inn. „Þetta er alltaf, sérstaklega svona leikir, smá léttir en maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut að komast inn á þessi mót. Maður er þakklátur fyrir það og ég er ánægður með að við þurfum að halda þessum standard. Megum ekki vera að detta niður og ég er ánægður með „professionalismann“ í okkur í kringum allt, nýju leikmennina og starfsfólkið.“ „Það á bara að vera eðlilegt fyrir íslenskan handbolta að vera með landslið á stórmótum.“ Strákarnir fara nú í sumarfrí, en verður Aron ekki með augun á skjánum á laugardaginn þegar hinir „strákarnir okkar“ mæta Argentínu á HM í fótbolta? „Klárlega. Ég verð „all in“ á HM. Fer reyndar ekki á HM en ég fylgist með strákunum og verð þeirra aðal stuðningsmaður,“ sagði Aron Pálmarsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Ísland er komið á HM 2019 í handbolta eftir 34-31 sigur á Litháum í Laugardalshöll. Aron Pálmarsson sagðist finna fyrir létti í leikslok að hafa klárað verkefnið. „Þetta var erfitt, en þetta tókst. Þvílíkur léttir,“ sagði Aron eftir leikinn. Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði til leiksloka? „Hún var góð. Þegar það voru tvær mínútur eftir þá vissi maður að þetta var komið og það var gríðarlegur léttir. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við gera okkur erfitt fyrir.“ „Vorum að klikka mikið á dauðafærum og við hefðum átt að vera búnir að klára þetta. Þeir eru drullu seigir og svo voru þeir að skora skítamörk, úr blokkinni inn og Bjöggi var í þeim. Það er svolítið vont að fá það upp á hausinn en við sýndum karakter og héldum þetta út. Auðvitað áttum við að fara áfram í gegnum þetta lið.“ Íslenska liðið gerði Litháunum frekar auðvelt fyrir með því að hleypa inn auðveldum mörkum og voru oft á tíðum hálf klaufalegir í vörninni. „Mér fannst við vera með þá sóknarlega. Þeir komu framar í seinni og þá vorum við með smá tvist í okkar kerfum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum alltaf að opna þá og klikka á dauðafærum sem eru byrjendamistök sem við eigum ekki að gera.“ „Að sama skapi þá skorum við yfir þrjátíu mörk sem er allt í lagi en mér finnst við eiga að vinna svona lið á heimavelli með stærri mun. En mér er alveg sama, við erum komnir á HM.“ Ísland hefur aðeins misst af einu stórmóti á þessari öld, að undanskildum Ólympíuleikum, en það er alltaf jafn sætt að komast þangað inn. „Þetta er alltaf, sérstaklega svona leikir, smá léttir en maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut að komast inn á þessi mót. Maður er þakklátur fyrir það og ég er ánægður með að við þurfum að halda þessum standard. Megum ekki vera að detta niður og ég er ánægður með „professionalismann“ í okkur í kringum allt, nýju leikmennina og starfsfólkið.“ „Það á bara að vera eðlilegt fyrir íslenskan handbolta að vera með landslið á stórmótum.“ Strákarnir fara nú í sumarfrí, en verður Aron ekki með augun á skjánum á laugardaginn þegar hinir „strákarnir okkar“ mæta Argentínu á HM í fótbolta? „Klárlega. Ég verð „all in“ á HM. Fer reyndar ekki á HM en ég fylgist með strákunum og verð þeirra aðal stuðningsmaður,“ sagði Aron Pálmarsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30