Gummi Gumm: Mikilvægasta ákvörðunin að taka Tedda inn Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 22:25 Guðmundur Guðmundsson þjálfar landslið Íslands. vísir/getty Ísland er komið á HM í handbolta á næsta ári eftir 34-31 sigur á Litháen í Laugardalshöll í kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega mjög ánægður í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við. Enda er andstæðingurinn með mjög gott lið. Ég var alveg búinn að búa mig undir svona viðureignir á móti þeim þegar ég var búinn að greina þá en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var frábær barátta í liðinu og við spiluðum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn hann datt aðeins niður á köflum og þeir skoruðu of mikið á línu. En á endanum get ég ekki annað en hrósað liðinu mínu fyrir frábæran leik og frábæra baráttu.“ „Svo verð ég bara að taka það fram að ég hef ekki upplifað svona frábæra stemmingu hjá áhorfendum í áraraðir og það var ómetanlegur stuðningur sem við fengum frá íslensku áhorfendunum hér í kvöld,“ sagði landsliðsþjálfarinn en meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í fótbolta, voru mættir að styðja strákana áfram í troðfullri Laugardalshöll. Guðmundur gerði breytingu á leikmannahópnum í dag, Theodór Sigurbjörnsson kom inn fyrir Ragnar Jóhannsson. Theodór fékk stórt hlutverk í dag þar sem Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald snemma leiks og Theodór þurfti að taka stöðu hans í horninu. Það gerði hann af listibrag og skilaði fimm mörkum, næst markahæstur í liði Íslands. Var ákvörðunin að skipta Theodóri inn fyrir Ragnar taktísk hjá Guðmundi? „Já hún var það. Þetta var ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tókum fyrir leikinn og er ég mjög ánægður með hana. Hann stóð sig frábærlega. Við lendum í því að hann dettur út og fær rauða spjaldið hann Addi og þá erum við komnir í svolítil erfið mál. Hann kemur inn Teddi og klárar þetta alveg stórkostlega. Mjög mikilvægt að hafa hann til staðar.“ Arnór Þór fékk beint rautt fyrir að þruma boltanum í höfuðið á Aistis Pazemeckas, markmanni Litháa, úr vítakasti. Það var lítið hægt að segja við þeim dómi. „Líklega ekki. Mér fannst markvörðurinn hreyfa sig en ég get ekki dæmt um það, maður sér þetta ekki þegar það gerist. Þetta eru góðir dómarar og ég verð að treysta þeim fyrir þessari ákvörðun.“ Ísland hefur verið nokkuð reglulegur gestur á stórmótum undan farin ár en þó hefur það farið þannig að á árunum 1999 og 2009 vorum við ekki með á HM. Sú „bölvun“ er þó brotin og við verðum með 2019. „Nú er þetta spennandi verkefni fyrir okkur alla og liðið að takast á við það að fara á HM. HM verður sérstaklega stórt og skemmtilegt, bæði haldið í Þýskalandi og Danmörku, og ég held það verði einstakt að taka þátt í því.“ „Ég er náttúrulega einstaklega ánægður að vera þjálfari íslenska landsliðsins og vera búinn að taka þátt í því að koma því á HM. Svo er smá bónus að Barein er komið líka á HM, það er skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
Ísland er komið á HM í handbolta á næsta ári eftir 34-31 sigur á Litháen í Laugardalshöll í kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega mjög ánægður í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við. Enda er andstæðingurinn með mjög gott lið. Ég var alveg búinn að búa mig undir svona viðureignir á móti þeim þegar ég var búinn að greina þá en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var frábær barátta í liðinu og við spiluðum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn hann datt aðeins niður á köflum og þeir skoruðu of mikið á línu. En á endanum get ég ekki annað en hrósað liðinu mínu fyrir frábæran leik og frábæra baráttu.“ „Svo verð ég bara að taka það fram að ég hef ekki upplifað svona frábæra stemmingu hjá áhorfendum í áraraðir og það var ómetanlegur stuðningur sem við fengum frá íslensku áhorfendunum hér í kvöld,“ sagði landsliðsþjálfarinn en meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í fótbolta, voru mættir að styðja strákana áfram í troðfullri Laugardalshöll. Guðmundur gerði breytingu á leikmannahópnum í dag, Theodór Sigurbjörnsson kom inn fyrir Ragnar Jóhannsson. Theodór fékk stórt hlutverk í dag þar sem Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald snemma leiks og Theodór þurfti að taka stöðu hans í horninu. Það gerði hann af listibrag og skilaði fimm mörkum, næst markahæstur í liði Íslands. Var ákvörðunin að skipta Theodóri inn fyrir Ragnar taktísk hjá Guðmundi? „Já hún var það. Þetta var ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tókum fyrir leikinn og er ég mjög ánægður með hana. Hann stóð sig frábærlega. Við lendum í því að hann dettur út og fær rauða spjaldið hann Addi og þá erum við komnir í svolítil erfið mál. Hann kemur inn Teddi og klárar þetta alveg stórkostlega. Mjög mikilvægt að hafa hann til staðar.“ Arnór Þór fékk beint rautt fyrir að þruma boltanum í höfuðið á Aistis Pazemeckas, markmanni Litháa, úr vítakasti. Það var lítið hægt að segja við þeim dómi. „Líklega ekki. Mér fannst markvörðurinn hreyfa sig en ég get ekki dæmt um það, maður sér þetta ekki þegar það gerist. Þetta eru góðir dómarar og ég verð að treysta þeim fyrir þessari ákvörðun.“ Ísland hefur verið nokkuð reglulegur gestur á stórmótum undan farin ár en þó hefur það farið þannig að á árunum 1999 og 2009 vorum við ekki með á HM. Sú „bölvun“ er þó brotin og við verðum með 2019. „Nú er þetta spennandi verkefni fyrir okkur alla og liðið að takast á við það að fara á HM. HM verður sérstaklega stórt og skemmtilegt, bæði haldið í Þýskalandi og Danmörku, og ég held það verði einstakt að taka þátt í því.“ „Ég er náttúrulega einstaklega ánægður að vera þjálfari íslenska landsliðsins og vera búinn að taka þátt í því að koma því á HM. Svo er smá bónus að Barein er komið líka á HM, það er skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30