Fljúga drónum í þágu vísinda og atvinnulífs Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2018 20:45 Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Svarma ehf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fljúgandi drónar eru að sanna sig sem ákjósanlegt vinnutæki við margs kyns rannsóknar-, eftirlits- og vísindastörf hér á landi. Þannig tók það dróna aðeins tíu mínútur að safna vísindagögnum um jarðhitasvæði við Krýsuvík sem tekið hefði gangandi mann fleiri klukkustundir. Fjallað var um dróna í fréttum Stöðvar 2. Þeir Daniel Ben-Yehoshua og Tryggvi Stefánsson frá fyrirtækinu Svarma á Keldnaholti eru að senda flygildi á loft, sem ætlað er til myndatöku úr lofti. Flygildið nota þeir þegar komast þarf langar vegalengdir yfir víðfemt svæði en þyrildin þegar taka þarf nákvæmari myndir á minni hraða.Dróna sem líta út eins og flugvél kjósa þeir hjá Svarma að nefna flygildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Svarma eru drónar aðalatvinnutækið en sex starfsmenn þess sérhæfa sig í fjarkönnun með drónum. Dæmi um útkomuna eru þrívíðar myndir af Mógilshöfða á Fjallabaki en þar var verið að rannsaka stóra sprungu sem stutt virðist í að bresti fram með miklu berghlaupi. „Við erum sem sagt að búa til landlíkön, hæðarlíkön, þrívíddargögn af landi. Við erum líka að gera hitakort, gróðurfarskort, og erum að gera allskyns úrvinnslu á þessum gögnum líka um leið,“ segir Tryggvi Stefánsson, sem er framkvæmdastjóri Svarma. Jóhann Mar Ólafsson, nemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík, nýtti dróna við meistaraprófsrannsókn á jarðhitasvæði sunnan Kleifarvatns.Jóhann Mar Ólafsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þú ert kannski nokkra klukkutíma að labba um og skrá svona svæði meðan við flugum þetta á tíu mínútum, og fengum 268 ljósmyndir, sem við bjuggum síðan til úr kort,“ segir Jóhann Mar. Dróninn flaug sjálfstýrður yfir rannsóknarsvæðið og bar tvær myndavélar, venjulega og hitamyndavél, og kom glöggt fram hvar jarðhitinn er. „Og bjuggum til fyrsta hitakort, að við höldum, af jarðhitasvæði á Íslandi,“ segir Jóhann.Dróna með þyrluspöðum vilja þeir hjá Svarma nefna þyrildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við höfum séð í fréttum og þáttum á Stöð 2 hvernig drónar eru að veita okkur nýja sýn á landið og svo vill til að starfsmenn Svarma eru einmitt þessa dagana á Skeiðarársandi að mynda útbreiðslu birkis á sandinum. En það er víðar en við náttúrufarsrannsóknir sem drónar koma sér vel. Í atvinnulífinu hafa verkfræðifræðistofur og orkufyrirtæki meðal annarra uppgötvað notagildið. „Maður er svona rétt að sjá toppinn af ísjakanum í hvað hægt er að nota þetta annað en kvikmyndatöku. Það er til dæmis mikið verið að sinna eftirliti með mannvirkjum, hitaveitulögnum, gufulögnum, háspennulínum og fleira,“ segir Tryggvi hjá Svarma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Fljúgandi drónar eru að sanna sig sem ákjósanlegt vinnutæki við margs kyns rannsóknar-, eftirlits- og vísindastörf hér á landi. Þannig tók það dróna aðeins tíu mínútur að safna vísindagögnum um jarðhitasvæði við Krýsuvík sem tekið hefði gangandi mann fleiri klukkustundir. Fjallað var um dróna í fréttum Stöðvar 2. Þeir Daniel Ben-Yehoshua og Tryggvi Stefánsson frá fyrirtækinu Svarma á Keldnaholti eru að senda flygildi á loft, sem ætlað er til myndatöku úr lofti. Flygildið nota þeir þegar komast þarf langar vegalengdir yfir víðfemt svæði en þyrildin þegar taka þarf nákvæmari myndir á minni hraða.Dróna sem líta út eins og flugvél kjósa þeir hjá Svarma að nefna flygildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Svarma eru drónar aðalatvinnutækið en sex starfsmenn þess sérhæfa sig í fjarkönnun með drónum. Dæmi um útkomuna eru þrívíðar myndir af Mógilshöfða á Fjallabaki en þar var verið að rannsaka stóra sprungu sem stutt virðist í að bresti fram með miklu berghlaupi. „Við erum sem sagt að búa til landlíkön, hæðarlíkön, þrívíddargögn af landi. Við erum líka að gera hitakort, gróðurfarskort, og erum að gera allskyns úrvinnslu á þessum gögnum líka um leið,“ segir Tryggvi Stefánsson, sem er framkvæmdastjóri Svarma. Jóhann Mar Ólafsson, nemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík, nýtti dróna við meistaraprófsrannsókn á jarðhitasvæði sunnan Kleifarvatns.Jóhann Mar Ólafsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þú ert kannski nokkra klukkutíma að labba um og skrá svona svæði meðan við flugum þetta á tíu mínútum, og fengum 268 ljósmyndir, sem við bjuggum síðan til úr kort,“ segir Jóhann Mar. Dróninn flaug sjálfstýrður yfir rannsóknarsvæðið og bar tvær myndavélar, venjulega og hitamyndavél, og kom glöggt fram hvar jarðhitinn er. „Og bjuggum til fyrsta hitakort, að við höldum, af jarðhitasvæði á Íslandi,“ segir Jóhann.Dróna með þyrluspöðum vilja þeir hjá Svarma nefna þyrildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við höfum séð í fréttum og þáttum á Stöð 2 hvernig drónar eru að veita okkur nýja sýn á landið og svo vill til að starfsmenn Svarma eru einmitt þessa dagana á Skeiðarársandi að mynda útbreiðslu birkis á sandinum. En það er víðar en við náttúrufarsrannsóknir sem drónar koma sér vel. Í atvinnulífinu hafa verkfræðifræðistofur og orkufyrirtæki meðal annarra uppgötvað notagildið. „Maður er svona rétt að sjá toppinn af ísjakanum í hvað hægt er að nota þetta annað en kvikmyndatöku. Það er til dæmis mikið verið að sinna eftirliti með mannvirkjum, hitaveitulögnum, gufulögnum, háspennulínum og fleira,“ segir Tryggvi hjá Svarma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00
Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30