Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2018 17:02 Björn Ingi Hrafnsson. Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Vefprsessuna ehf. gjaldþrota. Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn og var Kristján B. Thorlacius, hæstaréttarlögmaður, skipaður skiptastjóri yfir því. Í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla þá sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu að lýsa þeim kröfum til skiptastjóra innan tveggja mánaða. Verður skiptafundur búsins svo þann 23. ágúst næstkomandi. Björn Ingi Hrafnsson var stjórnarformaður Pressunnar ehf. og Vefpressunnar ehf. þegar Pressan keypti útgáfu DV og dv.is haustið 2014, en Vefpressan, sem gaf út og rak vefmiðlana Pressan.is, Eyjan.is og Bleikt.is, var í Pressunnar. Þegar Pressan keypti DV ehf. varð Björn Ingi jafnframt stjórnarformaður þess félags. Það var síðan í apríl 2017 sem nýir hluthafar komu inn í Pressuna og Björn Ingi hætti sem stjórnarformaður. Í tilkynningu frá Pressunni á sínum tíma kom fram að auka ætti hlutafé í félaginu um 300 milljónir króna en á meðal þeirra sem áttu að koma með hlutafé inn í félagið voru þeir fjárfestarnir Árni Harðarson og Róbert Wessman í gegnum félag sitt Dalinn. Haustið 2017 keypti Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, síðan DV, Pressuna og fleiri fjölmiðla sem eru reknir undir merkjum Frjálsrar fjölmiðlunar. Fékk Frjáls fjölmiðlun um leið útgáfurétt DV sem og Pressunnar, sem úrskurðað var gjaldþrota nokkrum mánuðum síðar, eða í desember 2017, en miklar deilur voru á milli Björns Inga og stjórnar Pressunnar í aðdraganda gjaldþrotsins. Í mars síðastliðnum var síðan DV ehf. úrskurðað gjaldþrota. Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Segist beittur blekkingum og þvingunum af Dalsmönnum Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn fjárfestingafélagsins Dalsins til héraðssaksóknara fyrir meint fjársvik, fjárkúgun og ýmis skjalabrot. Segir þá hafa beitt blekkingum og ólögmætum þvingunum til að eignast Birting. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Vefprsessuna ehf. gjaldþrota. Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn og var Kristján B. Thorlacius, hæstaréttarlögmaður, skipaður skiptastjóri yfir því. Í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla þá sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu að lýsa þeim kröfum til skiptastjóra innan tveggja mánaða. Verður skiptafundur búsins svo þann 23. ágúst næstkomandi. Björn Ingi Hrafnsson var stjórnarformaður Pressunnar ehf. og Vefpressunnar ehf. þegar Pressan keypti útgáfu DV og dv.is haustið 2014, en Vefpressan, sem gaf út og rak vefmiðlana Pressan.is, Eyjan.is og Bleikt.is, var í Pressunnar. Þegar Pressan keypti DV ehf. varð Björn Ingi jafnframt stjórnarformaður þess félags. Það var síðan í apríl 2017 sem nýir hluthafar komu inn í Pressuna og Björn Ingi hætti sem stjórnarformaður. Í tilkynningu frá Pressunni á sínum tíma kom fram að auka ætti hlutafé í félaginu um 300 milljónir króna en á meðal þeirra sem áttu að koma með hlutafé inn í félagið voru þeir fjárfestarnir Árni Harðarson og Róbert Wessman í gegnum félag sitt Dalinn. Haustið 2017 keypti Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, síðan DV, Pressuna og fleiri fjölmiðla sem eru reknir undir merkjum Frjálsrar fjölmiðlunar. Fékk Frjáls fjölmiðlun um leið útgáfurétt DV sem og Pressunnar, sem úrskurðað var gjaldþrota nokkrum mánuðum síðar, eða í desember 2017, en miklar deilur voru á milli Björns Inga og stjórnar Pressunnar í aðdraganda gjaldþrotsins. Í mars síðastliðnum var síðan DV ehf. úrskurðað gjaldþrota.
Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Segist beittur blekkingum og þvingunum af Dalsmönnum Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn fjárfestingafélagsins Dalsins til héraðssaksóknara fyrir meint fjársvik, fjárkúgun og ýmis skjalabrot. Segir þá hafa beitt blekkingum og ólögmætum þvingunum til að eignast Birting. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Segist beittur blekkingum og þvingunum af Dalsmönnum Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn fjárfestingafélagsins Dalsins til héraðssaksóknara fyrir meint fjársvik, fjárkúgun og ýmis skjalabrot. Segir þá hafa beitt blekkingum og ólögmætum þvingunum til að eignast Birting. 20. febrúar 2018 06:00