Sumarbúðir biðjast afsökunar á „þekkingarskorti starfsmanna“ í myndavali Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 13:02 Nicole Leigh Mosty er ein þeirra sem hefur gagnrýnt myndbirtinguna. Skjáskot - Vísir/Eyþór Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa beðist afsökunar á mynd sem birtist á Facebook síðunni Ölver skemmtilegar sumarbúðir. Myndin hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum. Samkvæmt tilkynningunni varð atvikið vegna þekkingarskorts starfsmanna. Það var Martina K. Williams, sem vakti fyrst athygli á myndinni á Facebook. Dóttir hennar átti að fara í sumarbúðirnar í sumar og var hún virkilega ósátt við myndina. Margir hafa sagt að myndin sé fordómafull og móðgandi. „Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt. Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu,“ segir í tilkynningunni frá KFUM og KFUK. Myndin var fjarlægð af Facebook síðu sumarbúðanna. Martina fagnar því að myndin hafi verið fjarlægð en skrifar þó að skaðinn sé nú þegar skeður. Í tilkynningunni frá sumarbúðunum kemur fram að KFUK og KFUM þakki fyrir allar ábendingarnar vegna málsins, þær séu teknar alvarlega. „Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.” Nicole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður og verkefnastjóri hjá WOMEN, samtökum kvenna af erlendum uppruna, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún atvikið ekki bara sorglegt heldur einfaldlega sjúkt. „Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? Black face var hætt fyrir þó nokkrum nokkrum árum! Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþáttar og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM!” Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa beðist afsökunar á mynd sem birtist á Facebook síðunni Ölver skemmtilegar sumarbúðir. Myndin hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum. Samkvæmt tilkynningunni varð atvikið vegna þekkingarskorts starfsmanna. Það var Martina K. Williams, sem vakti fyrst athygli á myndinni á Facebook. Dóttir hennar átti að fara í sumarbúðirnar í sumar og var hún virkilega ósátt við myndina. Margir hafa sagt að myndin sé fordómafull og móðgandi. „Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt. Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu,“ segir í tilkynningunni frá KFUM og KFUK. Myndin var fjarlægð af Facebook síðu sumarbúðanna. Martina fagnar því að myndin hafi verið fjarlægð en skrifar þó að skaðinn sé nú þegar skeður. Í tilkynningunni frá sumarbúðunum kemur fram að KFUK og KFUM þakki fyrir allar ábendingarnar vegna málsins, þær séu teknar alvarlega. „Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.” Nicole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður og verkefnastjóri hjá WOMEN, samtökum kvenna af erlendum uppruna, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún atvikið ekki bara sorglegt heldur einfaldlega sjúkt. „Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? Black face var hætt fyrir þó nokkrum nokkrum árum! Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþáttar og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM!”
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira