Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 12:28 Vel virtist fara á með Trump og Kim á fundi þeirra í Singapúr, betur en Trump og leiðtogum bandalagsríkja Bandaríkjanna á G7-fundinum um helgina. Vísir/EPA Norður-Kórea elskar Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og þjóðin er full ákafa. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali eftir fund hans og Kim í Singapúr. Löndin byrjuðu frá grunni, þrátt fyrir harðræði einræðisstjórnar Kim. Trump var að svara spurningu Georges Stephanopoulos, fréttamanns ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, varðandi hvers konar tryggingar hann hefði gefið Kim í viðræðum þeirra þegar hann fullyrti að Kim, sem stýrir heimlandinu með harðri hendi, væri elskaður heima fyrir. „Hann verður glaður. Landið hann elskar hann. Þjóðin hans, maður sér ákafann. Þau hafa mikinn ákafa,“ sagði Bandaríkjaforseti sem lofaði jafnframt dugnað norður-kóresku þjóðarinnar. Stephanopoulos hermdi þá fyrri orð Trump um Kim upp á hann. Forsetinn hefði til dæmis sakað Kim um að svelta eigin þjóð. „Kim er hrottalegur einræðisherra. Hann rekur lögregluríki, nauðungarsvelti, þrælkunarbúðir. Hann hefur myrt meðlimi eigin fjölskyldu. Hvernig treystir þú slíkum morðingja?“ spurði Stephanopoulos. Trump sagðist vinna með það sem hann hefði fengið upp í hendurnar. Hann teldi að Kim vildi standa sig vel fyrir Norður-Kóreu og afkjarnavopnavæðast. „Við erum að byrja frá byrjun. Við erum að byrja núna og við verðum að losna við þessi kjarnavopn,“ sagði forsetinn. Áður hafði hann lofað greind Kim og hæfileika. Þá hefur hann lýst honum sem heiðvirðum. Ekki er hins vegar langt síðan Trump ögraði leiðtoga Norður-Kóreu ítrekað á Twitter með uppnefninu „Litli eldflaugarmaðurinn“ vegna eldflaugatilrauna hans.EXCLUSIVE: President Trump tells @GStephanopoulos "I wanted to stop the war games, I thought they were very provocative, but I also think they're very expensive," when asked if he discussed pulling U.S. troops out of South Korea with Kim Jong Un. https://t.co/ANdmOzpPd9 pic.twitter.com/k015aM4PH9— ABC News (@ABC) June 12, 2018 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Norður-Kórea elskar Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og þjóðin er full ákafa. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali eftir fund hans og Kim í Singapúr. Löndin byrjuðu frá grunni, þrátt fyrir harðræði einræðisstjórnar Kim. Trump var að svara spurningu Georges Stephanopoulos, fréttamanns ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, varðandi hvers konar tryggingar hann hefði gefið Kim í viðræðum þeirra þegar hann fullyrti að Kim, sem stýrir heimlandinu með harðri hendi, væri elskaður heima fyrir. „Hann verður glaður. Landið hann elskar hann. Þjóðin hans, maður sér ákafann. Þau hafa mikinn ákafa,“ sagði Bandaríkjaforseti sem lofaði jafnframt dugnað norður-kóresku þjóðarinnar. Stephanopoulos hermdi þá fyrri orð Trump um Kim upp á hann. Forsetinn hefði til dæmis sakað Kim um að svelta eigin þjóð. „Kim er hrottalegur einræðisherra. Hann rekur lögregluríki, nauðungarsvelti, þrælkunarbúðir. Hann hefur myrt meðlimi eigin fjölskyldu. Hvernig treystir þú slíkum morðingja?“ spurði Stephanopoulos. Trump sagðist vinna með það sem hann hefði fengið upp í hendurnar. Hann teldi að Kim vildi standa sig vel fyrir Norður-Kóreu og afkjarnavopnavæðast. „Við erum að byrja frá byrjun. Við erum að byrja núna og við verðum að losna við þessi kjarnavopn,“ sagði forsetinn. Áður hafði hann lofað greind Kim og hæfileika. Þá hefur hann lýst honum sem heiðvirðum. Ekki er hins vegar langt síðan Trump ögraði leiðtoga Norður-Kóreu ítrekað á Twitter með uppnefninu „Litli eldflaugarmaðurinn“ vegna eldflaugatilrauna hans.EXCLUSIVE: President Trump tells @GStephanopoulos "I wanted to stop the war games, I thought they were very provocative, but I also think they're very expensive," when asked if he discussed pulling U.S. troops out of South Korea with Kim Jong Un. https://t.co/ANdmOzpPd9 pic.twitter.com/k015aM4PH9— ABC News (@ABC) June 12, 2018
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45