Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2018 12:22 Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi visir/jói k Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, segir að grænu málin verði í öndvegi í borginni á komandi kjörtímabili. Áhersla á umhverfismálin sé lykilatriði í uppbyggingu Reykjavíkurborgar til framtíðar. Á blaðamannafundi sem lauk fyrir skömmu tilkynnti Líf að meirihlutinn hefði stofnað nýtt ráð sem heldur utan um umhverfis-og heilbrigðismál. Spurð að því hvað felist í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði svarar Líf: „Við höfum myndað nýtt ráð þar sem við gerum umhverfismálunum og grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði. Þar er auðvitað allt undir, eins og heilbrigðiseftirlitið. Í því felst vatnsvernd, loftgæði, loftslagsmál, umhverfismál, orkuskipti í samgöngum, grænar ofanvatnslausnir og líffræðileg fjölbreytni. Þetta er mikið, stórt og víðfeðmt.“ Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi. „Grænu málin mega ekki vera undanskilin þegar við erum að byggja Reykjavík til framtíðar.“ Aðspurð hvort nýr meirihluti hyggist taka svifryksmálin föstum tökum, segir Líf að svo verði. Málaflokkurinn heyri að mestu undir nýtt umhverfis-og heilbrigðisráð en hann sé þó „þvert á allt saman því við þurfum að gera áætlanir um hvernig við ætlum að minnka svifryk og auka loftgæði.“ Í því felst meðal annars að leggja áherslu á vistvæna ferðamáta og að breyta ferðavenjum borgarbúa.Líf Magneudóttir í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en flokkarnir hafa fundað stíft í FB á undanförnum dögum.vísir/vilhelmVinstri hreyfingin – grænt framboð á í ríkisstjórnarsamstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Aðspurð hvort hún sjái fram á góða samvinnu á milli borgarstjórnar og ríkisstjórnar segist Líf hafa fulla trú á því. „Borgarlínan er ein af þessum stóru málum en það eru líka orkuskipti í samgöngum sem eru mikilvæg og þar getur borgin komið inn með mjög afgerandi hætti til þess að auðvelda borgarbúum að fara yfir í vistvæna ferðamáta, meðal annars að kaupa vistvæna bíla.“Þú hefur ekkert viljað verða borgarstjóri í Reykjavík?„Ég verð það bara næst,“ segir Líf glöð í bragði og bætir við „Það er gott að geta sinnt mörgum hlutverkum og fengið reynslu. Ég verð það bara næst.“Hvað með minnihlutann? Ætlið þið að ástunda samræðustjórnmál?„Við erum fjölskipað stjórnvald og þar skiptir aðkoma allra flokka máli. Við höfum opnað á samstarf við hina flokkana um að þeir fái að leiða eitthvað og stýra einhverju, þannig að allir fái að gera það sem þeir eru góðir í. Enginn getur gert allt en við getum öll gert eitthvað og ég held við getum orðið breið og sterk ríkisstjórn þar sem við erum í góðri samvinnu þvert á flokka, það er allavega það sem ég vil,“ segir Líf Magneudóttir sem mun gegna formennsku í nýstofnuðu umhverfis-og heilbrigðisráði auk þess sem hún verður varaformaður borgarráðs.Oddvitar flokkanna fjögurra sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.vísir/Jói KHér að neðan er hægt að hlusta á viðtal sem fréttamaður okkar, Jóhann K. Jóhannsson, tók við Líf Magneudóttur að loknum blaðamannafundi. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, segir að grænu málin verði í öndvegi í borginni á komandi kjörtímabili. Áhersla á umhverfismálin sé lykilatriði í uppbyggingu Reykjavíkurborgar til framtíðar. Á blaðamannafundi sem lauk fyrir skömmu tilkynnti Líf að meirihlutinn hefði stofnað nýtt ráð sem heldur utan um umhverfis-og heilbrigðismál. Spurð að því hvað felist í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði svarar Líf: „Við höfum myndað nýtt ráð þar sem við gerum umhverfismálunum og grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði. Þar er auðvitað allt undir, eins og heilbrigðiseftirlitið. Í því felst vatnsvernd, loftgæði, loftslagsmál, umhverfismál, orkuskipti í samgöngum, grænar ofanvatnslausnir og líffræðileg fjölbreytni. Þetta er mikið, stórt og víðfeðmt.“ Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi. „Grænu málin mega ekki vera undanskilin þegar við erum að byggja Reykjavík til framtíðar.“ Aðspurð hvort nýr meirihluti hyggist taka svifryksmálin föstum tökum, segir Líf að svo verði. Málaflokkurinn heyri að mestu undir nýtt umhverfis-og heilbrigðisráð en hann sé þó „þvert á allt saman því við þurfum að gera áætlanir um hvernig við ætlum að minnka svifryk og auka loftgæði.“ Í því felst meðal annars að leggja áherslu á vistvæna ferðamáta og að breyta ferðavenjum borgarbúa.Líf Magneudóttir í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en flokkarnir hafa fundað stíft í FB á undanförnum dögum.vísir/vilhelmVinstri hreyfingin – grænt framboð á í ríkisstjórnarsamstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Aðspurð hvort hún sjái fram á góða samvinnu á milli borgarstjórnar og ríkisstjórnar segist Líf hafa fulla trú á því. „Borgarlínan er ein af þessum stóru málum en það eru líka orkuskipti í samgöngum sem eru mikilvæg og þar getur borgin komið inn með mjög afgerandi hætti til þess að auðvelda borgarbúum að fara yfir í vistvæna ferðamáta, meðal annars að kaupa vistvæna bíla.“Þú hefur ekkert viljað verða borgarstjóri í Reykjavík?„Ég verð það bara næst,“ segir Líf glöð í bragði og bætir við „Það er gott að geta sinnt mörgum hlutverkum og fengið reynslu. Ég verð það bara næst.“Hvað með minnihlutann? Ætlið þið að ástunda samræðustjórnmál?„Við erum fjölskipað stjórnvald og þar skiptir aðkoma allra flokka máli. Við höfum opnað á samstarf við hina flokkana um að þeir fái að leiða eitthvað og stýra einhverju, þannig að allir fái að gera það sem þeir eru góðir í. Enginn getur gert allt en við getum öll gert eitthvað og ég held við getum orðið breið og sterk ríkisstjórn þar sem við erum í góðri samvinnu þvert á flokka, það er allavega það sem ég vil,“ segir Líf Magneudóttir sem mun gegna formennsku í nýstofnuðu umhverfis-og heilbrigðisráði auk þess sem hún verður varaformaður borgarráðs.Oddvitar flokkanna fjögurra sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.vísir/Jói KHér að neðan er hægt að hlusta á viðtal sem fréttamaður okkar, Jóhann K. Jóhannsson, tók við Líf Magneudóttur að loknum blaðamannafundi.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12. júní 2018 12:28
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti Eftir því sem fréttastofa kemst næst verður nýr meirihluti kynntur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Breiðholti. 12. júní 2018 00:45