Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2018 12:00 Oddvitar flokkanna voru með bros á vor þegar málefnasamningur þeirra var kynntur í dag. Vísir/Jói K. Stefnt er að því að framkvæmdir í tengslum við Borgarlínu hefjist á kjörtímabilinu, eyða á kynbundnum launamum hjá Reykjavíkurborg, fjölga á ungbarnadeildum og dagforeldum og lögð er áhersla á lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í húsnæðismálum.Þetta er meðal þess sem kemur fram í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem undirritaður var í dag af oddvitum flokkanna.„Við ætlum að byggja öflugt og þétt borgarlíf fyrir okkur öll með nægu framboði af húsnæði, sjálfbærum hverfum, heilnæmu umhverfi, skilvirkum samgöngum, fjölbreyttu atvinnulífi og einfaldri, aðgengilegri og lýðræðislegri umsýslu,“ segir í inngangi sáttmálans sem lesa má hér. Fjölmiðlar fylgdust grannt með.Vísir/Jói K.Skoða hvort leggja megi hjólahraðbrautir en ekkert minnst á Miklubraut í stokk Það er til marks um mikilvægi umhverfis, skipulags og samgöngumála að fyrsti kafli sáttmálans snýr að þeim málaflokkum en kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar snerist að miklu leyti um þessi mál.„Áfram verður unnið að Borgarlínu, skipulagsvinnu vegna fyrsta áfanga hennar lokið og framkvæmdir hafnar. Samningum verði náð við ríkið um Borgarlínu og aðrar nauðsynlegar fjárfestingar til að létta á umferðinni og breyta ferðavenjum,“ segir í sáttmálanum.Sjá einnig:Dagur áfram borgarstjóriÞá er meðal annars stefnt að því að tíðni á helstu stofnleiðum Strætó verði aukin í 7,5 mínútur á háannatíma. Þá er stefnt að nýrri bílastæðastefnu, að gjaldskyld stæði verði stækkuð og gjaldskyldutími lengdur.Hjólreiðum er gert hátt undir höfði í sáttmálanum en meirihlutinn vill skoða að leggja sérstakar hjólahraðbrautir og að lykilhjólastígar fái nöfn.Þá er einnig stefnt að því að Laugavegur verði að göngugötu allt árið um kring en athygli vekur að ekki er minnst á eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar í sáttmálanum, að leggja Miklubraut í stokk.Meirihlutinn vill að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið er að undirbúningi nýs flugvallar. Þá verði lokun flugvallarins seinkað þegar samningar hafa náðst við ríkið um Borgarlínu sem styðja á við „nauðsynlega uppbyggingu á Ártúnshöfða, í Elliðaárvogi, á Keldum og í Keldnaholti.“Oddvitar flokkanna sem mynda hinn nýja meirihluta.Vísir/Jói K.Einföldun ferlis og þétting byggðar „Markvissar aðgerðir í húsnæðismálum og hraðari uppbygging íbúðarhúsnæðis er eitt stærsta verkefni kjörtímabilsins,“ segir í sáttmálanum.Lögð verður sérstök áhersla á á hagkvæmar og nútímalegar lausnir íhúsnæðisuppbyggingu og setja á aukinn kraft í lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars í tengslum við Borgarlínu.Þá segir einnig að lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingu verði fjölbreyttir þéttingarreitir auk nýrrar byggðar í Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Stefnt er að því að einfalda skipulags- og byggingarferla hjá borginni og þrýsta á ríkið að einfalda laga- og regluumhverfi þess.Einn leikskóli í hverju hverfi verði opinn á sumrin Meirihlutinn vill brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða á aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.Í tilraunskyni er stefnt að því einn leikskóli í hverju hverfi verði opinn yfir sumartímann sem tryggja eigi að fjölskyldur hafi meiri sveigjanleika um hvenær þær fari í frí.Þá á að bæta kjör starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinsku og auka faglegt frelsi starfsfólks.Fækka fagráðum Fagráðum og nefndum borgarinnar verður fækkað en Mannréttindaráð og stjórnkerfis- og lýðræðisráð verða sameinuð í nýtt Mannréttinda- og lýðræðisráð.Menningar- og ferðamálaráð og Íþrótta- og tómstundaráð verða sameinuð í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Ferðamálin munu heyra undirborgarráð, líkt og atvinnuþróun og atvinnumál.Loftslagsmál, loftgæði, úrgangsmál, sorphirða, málefni grænna svæða og umhirða, ásamt málefnum heilbrigðisnefndar munu heyra undir Umhverfis- og heilbrigðisráð, en Umhverfis- og skipulagsráð fær heitið Skipulags- og samgönguráð.Alls er málefnasamningurinn 16 blaðsíður sem skiptist í 10 kafla en samninginn má nálgast hér. Útsendingu frá undirrituninni má sjá hér að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í borginni kynntur til leiks Bein útsending frá kynningu á njum borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Pírata og Viðreisnar. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Stefnt er að því að framkvæmdir í tengslum við Borgarlínu hefjist á kjörtímabilinu, eyða á kynbundnum launamum hjá Reykjavíkurborg, fjölga á ungbarnadeildum og dagforeldum og lögð er áhersla á lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í húsnæðismálum.Þetta er meðal þess sem kemur fram í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem undirritaður var í dag af oddvitum flokkanna.„Við ætlum að byggja öflugt og þétt borgarlíf fyrir okkur öll með nægu framboði af húsnæði, sjálfbærum hverfum, heilnæmu umhverfi, skilvirkum samgöngum, fjölbreyttu atvinnulífi og einfaldri, aðgengilegri og lýðræðislegri umsýslu,“ segir í inngangi sáttmálans sem lesa má hér. Fjölmiðlar fylgdust grannt með.Vísir/Jói K.Skoða hvort leggja megi hjólahraðbrautir en ekkert minnst á Miklubraut í stokk Það er til marks um mikilvægi umhverfis, skipulags og samgöngumála að fyrsti kafli sáttmálans snýr að þeim málaflokkum en kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar snerist að miklu leyti um þessi mál.„Áfram verður unnið að Borgarlínu, skipulagsvinnu vegna fyrsta áfanga hennar lokið og framkvæmdir hafnar. Samningum verði náð við ríkið um Borgarlínu og aðrar nauðsynlegar fjárfestingar til að létta á umferðinni og breyta ferðavenjum,“ segir í sáttmálanum.Sjá einnig:Dagur áfram borgarstjóriÞá er meðal annars stefnt að því að tíðni á helstu stofnleiðum Strætó verði aukin í 7,5 mínútur á háannatíma. Þá er stefnt að nýrri bílastæðastefnu, að gjaldskyld stæði verði stækkuð og gjaldskyldutími lengdur.Hjólreiðum er gert hátt undir höfði í sáttmálanum en meirihlutinn vill skoða að leggja sérstakar hjólahraðbrautir og að lykilhjólastígar fái nöfn.Þá er einnig stefnt að því að Laugavegur verði að göngugötu allt árið um kring en athygli vekur að ekki er minnst á eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar í sáttmálanum, að leggja Miklubraut í stokk.Meirihlutinn vill að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið er að undirbúningi nýs flugvallar. Þá verði lokun flugvallarins seinkað þegar samningar hafa náðst við ríkið um Borgarlínu sem styðja á við „nauðsynlega uppbyggingu á Ártúnshöfða, í Elliðaárvogi, á Keldum og í Keldnaholti.“Oddvitar flokkanna sem mynda hinn nýja meirihluta.Vísir/Jói K.Einföldun ferlis og þétting byggðar „Markvissar aðgerðir í húsnæðismálum og hraðari uppbygging íbúðarhúsnæðis er eitt stærsta verkefni kjörtímabilsins,“ segir í sáttmálanum.Lögð verður sérstök áhersla á á hagkvæmar og nútímalegar lausnir íhúsnæðisuppbyggingu og setja á aukinn kraft í lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars í tengslum við Borgarlínu.Þá segir einnig að lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingu verði fjölbreyttir þéttingarreitir auk nýrrar byggðar í Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Stefnt er að því að einfalda skipulags- og byggingarferla hjá borginni og þrýsta á ríkið að einfalda laga- og regluumhverfi þess.Einn leikskóli í hverju hverfi verði opinn á sumrin Meirihlutinn vill brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða á aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.Í tilraunskyni er stefnt að því einn leikskóli í hverju hverfi verði opinn yfir sumartímann sem tryggja eigi að fjölskyldur hafi meiri sveigjanleika um hvenær þær fari í frí.Þá á að bæta kjör starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinsku og auka faglegt frelsi starfsfólks.Fækka fagráðum Fagráðum og nefndum borgarinnar verður fækkað en Mannréttindaráð og stjórnkerfis- og lýðræðisráð verða sameinuð í nýtt Mannréttinda- og lýðræðisráð.Menningar- og ferðamálaráð og Íþrótta- og tómstundaráð verða sameinuð í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Ferðamálin munu heyra undirborgarráð, líkt og atvinnuþróun og atvinnumál.Loftslagsmál, loftgæði, úrgangsmál, sorphirða, málefni grænna svæða og umhirða, ásamt málefnum heilbrigðisnefndar munu heyra undir Umhverfis- og heilbrigðisráð, en Umhverfis- og skipulagsráð fær heitið Skipulags- og samgönguráð.Alls er málefnasamningurinn 16 blaðsíður sem skiptist í 10 kafla en samninginn má nálgast hér. Útsendingu frá undirrituninni má sjá hér að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í borginni kynntur til leiks Bein útsending frá kynningu á njum borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Pírata og Viðreisnar. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Nýr meirihluti í borginni kynntur til leiks Bein útsending frá kynningu á njum borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Pírata og Viðreisnar. 12. júní 2018 10:00