Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 07:45 Kim og Trump tóku höndum saman um yfirlýsingu þar sem stefnt er að friði á Kóreuskaga. Vísir/EPA Fögur fyrirheit um frið á Kóreuskaga eru að finna í sameiginlegri yfirlýsingu sem Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifuðu undir eftir fund þeirra í nótt. Sérfræðingar gagnrýna hins vegar að engar nýjar skuldbindingar séu að finna í skjalinu. Trump heitir Norður-Kóreu griðum og Kim ítrekaði skuldbindingu sína um „algera afkjarnavopnun“ Kóreuskagans í yfirlýsingunni sem þeir skrifuðu undir í Singapúr. Þá eru ríkin tvö sögð ætla að vinna saman að varanlegum friði og viðræðum verður haldið áfram. Bandaríkjaforseti fullyrti að afvopnunin hefðist „mjög fljótlega“. Fátt er þó fast í hendi í yfirlýsingunni. Ekki er gerð grein fyrir því hvernig afvopnunin eigi að fara fram og ekkert er fjallað um alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna kjarnavopnatilrauna þess. Ennfremur kom ekkert fram um mögulega friðarsamninga en tæknilega ríkir enn stríð á milli nágrannaþjóðanna á Kóreuskaga, að því er segir í frétt Reuters. AP-fréttastofan segir að í yfirlýsingunni sé fyrst og fremst ítrekaðar fyrri opinberar yfirlýsingar og skuldbindingar. Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fyrstu viðbrögð sérfræðinga í málefnum heimshlutans við yfirlýsingunni á Twitter. Þeir hafa áhyggjur af því hversu innihaldsrýr yfirlýsingin er með þeim fyrirvara að Trump gæti kynnt ítarlegra samkomulag síðar. „Ef þetta er allt og sumt…þetta er niðurdrepandi. Þetta er jafnvel þynnra en flestir efasemdamenn áttu von á,“ skrifar Robert E. Kelly, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í málefnum Kóreuskaga. Hann bendir á að Trump hafi ekki einu sinni tryggt sér loforð frá Kim um eyðingu eldflauga eða lokunar tilraunastöðvar.Wow. If this is it... this is depressing. This is even thinner than most skeptics anticipated. I figured Trump wd at least get some missiles or a site closure or something concrete: https://t.co/tvhLVnlXpj. This looks pretty generic. Maybe there will be some surprise in presser? https://t.co/BbzZaeCzo0— Robert E Kelly (@Robert_E_Kelly) June 12, 2018 Meiriháttar sigur fyrir Kim Aðrir sérfræðingar hafa gagnrýnt að með því að fallast á fundinn sögulega hafi Trump gefið Kim meiriháttar sigur. Bandaríkjaforseti væri í reynd að veita leiðtoga einangraðasta einræðisríkis heims lögmæti og viðurkenna hann sem jafningja sinn. „Þetta er meiriháttar sigur fyrir Kim Jong-un sem hefur núna, ef ekkert annað, orðstírinn og áróðurssigurinn í að hitta forsetann í einrúmi vopnaður kjarnorkufælingarmætti,“ segir Michael Kovrig, sérfræðingur í norðaustur Asíu, við AP-fréttastofuna. Jenny Town, sérfræðingur í málefnum Kóreu, segir að ferð Kim til Singapúr og fundurinn við Trump sé pólitískur sigur fyrir hann. Myndaaugnablikin í ferðinni hafi ekki geta verið betri þó að Kim hefði sett þau sjálfur á svið. „Staðreyndin er sú að þetta er Kim Jong-un, fyrir sex mánuðum var hann einn hataðasti leiðtogi heims, nú er komið fram við hann eins og pólitíska rokkstjörnu,“ segir Town við BBC. Trump fór lofsamlegum orðum um Kim við fréttamenn þegar þeir hittust í Singapúr í nótt. Sagði hann Kim „mjög gáfaðan“ og „mjög verðugan, mjög harðan samningamann“. „Ég lærði að hann er mjög hæfileikaríkur maður. Ég lærði líka að hann elskar landið sitt mjög mikið,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Sjá meira
Fögur fyrirheit um frið á Kóreuskaga eru að finna í sameiginlegri yfirlýsingu sem Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifuðu undir eftir fund þeirra í nótt. Sérfræðingar gagnrýna hins vegar að engar nýjar skuldbindingar séu að finna í skjalinu. Trump heitir Norður-Kóreu griðum og Kim ítrekaði skuldbindingu sína um „algera afkjarnavopnun“ Kóreuskagans í yfirlýsingunni sem þeir skrifuðu undir í Singapúr. Þá eru ríkin tvö sögð ætla að vinna saman að varanlegum friði og viðræðum verður haldið áfram. Bandaríkjaforseti fullyrti að afvopnunin hefðist „mjög fljótlega“. Fátt er þó fast í hendi í yfirlýsingunni. Ekki er gerð grein fyrir því hvernig afvopnunin eigi að fara fram og ekkert er fjallað um alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna kjarnavopnatilrauna þess. Ennfremur kom ekkert fram um mögulega friðarsamninga en tæknilega ríkir enn stríð á milli nágrannaþjóðanna á Kóreuskaga, að því er segir í frétt Reuters. AP-fréttastofan segir að í yfirlýsingunni sé fyrst og fremst ítrekaðar fyrri opinberar yfirlýsingar og skuldbindingar. Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fyrstu viðbrögð sérfræðinga í málefnum heimshlutans við yfirlýsingunni á Twitter. Þeir hafa áhyggjur af því hversu innihaldsrýr yfirlýsingin er með þeim fyrirvara að Trump gæti kynnt ítarlegra samkomulag síðar. „Ef þetta er allt og sumt…þetta er niðurdrepandi. Þetta er jafnvel þynnra en flestir efasemdamenn áttu von á,“ skrifar Robert E. Kelly, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í málefnum Kóreuskaga. Hann bendir á að Trump hafi ekki einu sinni tryggt sér loforð frá Kim um eyðingu eldflauga eða lokunar tilraunastöðvar.Wow. If this is it... this is depressing. This is even thinner than most skeptics anticipated. I figured Trump wd at least get some missiles or a site closure or something concrete: https://t.co/tvhLVnlXpj. This looks pretty generic. Maybe there will be some surprise in presser? https://t.co/BbzZaeCzo0— Robert E Kelly (@Robert_E_Kelly) June 12, 2018 Meiriháttar sigur fyrir Kim Aðrir sérfræðingar hafa gagnrýnt að með því að fallast á fundinn sögulega hafi Trump gefið Kim meiriháttar sigur. Bandaríkjaforseti væri í reynd að veita leiðtoga einangraðasta einræðisríkis heims lögmæti og viðurkenna hann sem jafningja sinn. „Þetta er meiriháttar sigur fyrir Kim Jong-un sem hefur núna, ef ekkert annað, orðstírinn og áróðurssigurinn í að hitta forsetann í einrúmi vopnaður kjarnorkufælingarmætti,“ segir Michael Kovrig, sérfræðingur í norðaustur Asíu, við AP-fréttastofuna. Jenny Town, sérfræðingur í málefnum Kóreu, segir að ferð Kim til Singapúr og fundurinn við Trump sé pólitískur sigur fyrir hann. Myndaaugnablikin í ferðinni hafi ekki geta verið betri þó að Kim hefði sett þau sjálfur á svið. „Staðreyndin er sú að þetta er Kim Jong-un, fyrir sex mánuðum var hann einn hataðasti leiðtogi heims, nú er komið fram við hann eins og pólitíska rokkstjörnu,“ segir Town við BBC. Trump fór lofsamlegum orðum um Kim við fréttamenn þegar þeir hittust í Singapúr í nótt. Sagði hann Kim „mjög gáfaðan“ og „mjög verðugan, mjög harðan samningamann“. „Ég lærði að hann er mjög hæfileikaríkur maður. Ég lærði líka að hann elskar landið sitt mjög mikið,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Sjá meira
Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30
Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00
Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55