Reiknum með Aroni gegn Argentínu Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2018 08:00 Aron Einar Gunnarsson rölti um grasið með Magnúsi Gylfasyni í gær. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti á fyrstu æfingu sína í Karbardinka í gær en tæplega tvö þúsund manns voru á opinni æfingu liðsins að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Aðstæður voru hinar bestu en það voru nokkrir leikmenn auk fyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar sem tóku létta æfingu í gær. Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason tóku létta æfingu í sólinni enda langt ferðalag að baki daginn áður. Aron Einar tók aðeins létta upphitun með liðsfélögum sínum en fylgdist vandlega með æfingaleik sem fór fram á æfingasvæðinu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins, sagði að fjarvera leikmannanna ætti sér eðlilega skýringu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Það var stífleiki og þreyta ennþá eftir leikinn gegn Gana, það fengu nokkrir leikmenn krampa þann daginn og við vildum ekki taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Heimir og bætti við: „Fyrsta æfingin er alltaf svolítið hættuleg, leikmenn eru eins og beljur á vorin. Það er gott gras, góðar aðstæður og menn verða full ákafir en það var mjög klókt af þeim að taka bara létta æfingu og vera með sjúkraþjálfaranum í dag. Ég á svo von á því að þeir taki fullan þátt á morgun.“ Hann er enn vongóður um að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson taki þátt í leiknum gegn Argentínu í Moskvu eftir sex daga. „Ég er mjög vongóður, miðað við hvernig staðan er í dag eru allar líkur á því að hann spili. Hins vegar þurfum við að fara varlega með æfingarnar hans, ef við förum of geyst af stað getur komið eitthvert bakslag í þetta. Eins og staðan er í dag reiknum við með að hann spili gegn Argentínu.“ Heimir hrósaði Rússum fyrir uppbygginguna á æfingasvæðinu en hann segir miklar framfarir hafa orðið á einu ári. „Það verður að hrósa þeim fyrir það, fyrir ári var þetta svæði einfaldlega í rúst en það er allt í toppstandi í dag, völlurinn og allt saman. Fyrstu viðbrögð okkar eru góð og það situr oft í manni og það er gott að það var jákvæð upplifun,“ sagði Heimir sem tók góða veðrinu fagnandi. „Ég hef komið hingað áður og kann vel við allt saman hérna en ég verð að segja að þetta lítur betur út að sumri til. Maður kann betur við allt saman þegar sólin kemur fram og hitastigið hækkar,“ sagði Heimir glaðbeittur að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti á fyrstu æfingu sína í Karbardinka í gær en tæplega tvö þúsund manns voru á opinni æfingu liðsins að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Aðstæður voru hinar bestu en það voru nokkrir leikmenn auk fyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar sem tóku létta æfingu í gær. Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason tóku létta æfingu í sólinni enda langt ferðalag að baki daginn áður. Aron Einar tók aðeins létta upphitun með liðsfélögum sínum en fylgdist vandlega með æfingaleik sem fór fram á æfingasvæðinu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins, sagði að fjarvera leikmannanna ætti sér eðlilega skýringu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Það var stífleiki og þreyta ennþá eftir leikinn gegn Gana, það fengu nokkrir leikmenn krampa þann daginn og við vildum ekki taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Heimir og bætti við: „Fyrsta æfingin er alltaf svolítið hættuleg, leikmenn eru eins og beljur á vorin. Það er gott gras, góðar aðstæður og menn verða full ákafir en það var mjög klókt af þeim að taka bara létta æfingu og vera með sjúkraþjálfaranum í dag. Ég á svo von á því að þeir taki fullan þátt á morgun.“ Hann er enn vongóður um að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson taki þátt í leiknum gegn Argentínu í Moskvu eftir sex daga. „Ég er mjög vongóður, miðað við hvernig staðan er í dag eru allar líkur á því að hann spili. Hins vegar þurfum við að fara varlega með æfingarnar hans, ef við förum of geyst af stað getur komið eitthvert bakslag í þetta. Eins og staðan er í dag reiknum við með að hann spili gegn Argentínu.“ Heimir hrósaði Rússum fyrir uppbygginguna á æfingasvæðinu en hann segir miklar framfarir hafa orðið á einu ári. „Það verður að hrósa þeim fyrir það, fyrir ári var þetta svæði einfaldlega í rúst en það er allt í toppstandi í dag, völlurinn og allt saman. Fyrstu viðbrögð okkar eru góð og það situr oft í manni og það er gott að það var jákvæð upplifun,“ sagði Heimir sem tók góða veðrinu fagnandi. „Ég hef komið hingað áður og kann vel við allt saman hérna en ég verð að segja að þetta lítur betur út að sumri til. Maður kann betur við allt saman þegar sólin kemur fram og hitastigið hækkar,“ sagði Heimir glaðbeittur að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Blaðamennirnir sem voru reknir af hóteli íslenska liðsins sverja af sér sakirnar Við reyndum að taka myndir á hótelinu en fengum það ekki. Við erum ekki á þessu hóteli og því henti löggan okkur út, segja tveir blaðamenn frá Argentínu. 11. júní 2018 07:30
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti