Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs. Kjararáð neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðum sínum. Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. Því eigi stjórnsýslu- og upplýsingalög ekki við um störf þess. Fréttablaðið hefur kært synjun kjararáðs sem ítrekað slær því á frest að svara úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU). Fréttablaðið bað þann 28. nóvember á síðasta ári um afrit af fundargerðum ráðsins frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag. Tæpum þremur vikum síðar var beiðnin ítrekuð og að auki beðið um afrit af bréfum frá þeim sem undir ráðið heyrðu til þess á sama tímabili. 20. desember barst svar frá skrifstofustjóra ráðsins þess efnis að ekki hefði gefist tími til að taka afstöðu til erindisins vegna fyrirhugaðra og yfirstandandi flutninga. Það myndi hins vegar verða „gert á nýju ári“. Á nýju ári bað blaðamaður um að það yrði afmarkað nánar hvenær árið 2018 von gæti verið á svari. Ítrekun þess efnis var send 24. janúar. Svar kjararáðs barst 12. febrúar þar sem beiðninni var hafnað þar sem hún var of víðtæk. Í milltíðinni hafði Fréttablaðið leitað milligöngu ÚNU. Sama dag og synjun kjararáðs barst var því sent nýtt erindi þar sem aðeins var óskað eftir afritum af fundargerðum frá ársbyrjun 2013 og til dagsins í dag. Þegar ekkert svar hafði borist eftir tvær vikur var á ný leitað til ÚNU.Sjá einnig: Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þann 14. mars barst svar kjararáðs þar sem synjað var um afrit af fundargerðunum. Í svari ráðsins kom fram að gögnin sem beðið var um hefðu orðið til í tíð eldri laga um ráðið en ný lög um kjararáð tóku gildi í júlí 2017. Því yrði farið með gagnabeiðnina samkvæmt þeim. Í nýjum lögum um kjararáð er kveðið á um að upplýsinga- og stjórnsýslulög gildi um það en svo er ekki í þeim eldri. Í svarinu kom fram að ráðið væri sjálfstætt í störfum sínum, skipan þess reifuð og bent á að úrskurðum þess yrði ekki skotið til annarra en stjórnvalda. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að „kjararáð [heyrði] ekki undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.“ Því gildi upplýsinga- og stjórnsýslulög ekki um störf þess. Ráðið hefði þó „leitast við í störfum sínum að horfa til ákvæða nefndra laga“. Fréttablaðið kærði niðurstöðu þessa til ÚNU. ÚNU veitti ráðinu frest til 5. apríl til að skila frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni en fékk síðar frest til 11. maí til að svara. Síðar óskaði ráðið eftir fresti til 28. maí en sá frestur fékkst ekki. Í fyrradag bárust þau skilaboð að ráðið hygðist skila umsögn sinni þann 4. júní. Það gekk ekki eftir og er umsögn boðuð í dag, 11. júní. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32 Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Kjararáð neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðum sínum. Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. Því eigi stjórnsýslu- og upplýsingalög ekki við um störf þess. Fréttablaðið hefur kært synjun kjararáðs sem ítrekað slær því á frest að svara úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU). Fréttablaðið bað þann 28. nóvember á síðasta ári um afrit af fundargerðum ráðsins frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag. Tæpum þremur vikum síðar var beiðnin ítrekuð og að auki beðið um afrit af bréfum frá þeim sem undir ráðið heyrðu til þess á sama tímabili. 20. desember barst svar frá skrifstofustjóra ráðsins þess efnis að ekki hefði gefist tími til að taka afstöðu til erindisins vegna fyrirhugaðra og yfirstandandi flutninga. Það myndi hins vegar verða „gert á nýju ári“. Á nýju ári bað blaðamaður um að það yrði afmarkað nánar hvenær árið 2018 von gæti verið á svari. Ítrekun þess efnis var send 24. janúar. Svar kjararáðs barst 12. febrúar þar sem beiðninni var hafnað þar sem hún var of víðtæk. Í milltíðinni hafði Fréttablaðið leitað milligöngu ÚNU. Sama dag og synjun kjararáðs barst var því sent nýtt erindi þar sem aðeins var óskað eftir afritum af fundargerðum frá ársbyrjun 2013 og til dagsins í dag. Þegar ekkert svar hafði borist eftir tvær vikur var á ný leitað til ÚNU.Sjá einnig: Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þann 14. mars barst svar kjararáðs þar sem synjað var um afrit af fundargerðunum. Í svari ráðsins kom fram að gögnin sem beðið var um hefðu orðið til í tíð eldri laga um ráðið en ný lög um kjararáð tóku gildi í júlí 2017. Því yrði farið með gagnabeiðnina samkvæmt þeim. Í nýjum lögum um kjararáð er kveðið á um að upplýsinga- og stjórnsýslulög gildi um það en svo er ekki í þeim eldri. Í svarinu kom fram að ráðið væri sjálfstætt í störfum sínum, skipan þess reifuð og bent á að úrskurðum þess yrði ekki skotið til annarra en stjórnvalda. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að „kjararáð [heyrði] ekki undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.“ Því gildi upplýsinga- og stjórnsýslulög ekki um störf þess. Ráðið hefði þó „leitast við í störfum sínum að horfa til ákvæða nefndra laga“. Fréttablaðið kærði niðurstöðu þessa til ÚNU. ÚNU veitti ráðinu frest til 5. apríl til að skila frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni en fékk síðar frest til 11. maí til að svara. Síðar óskaði ráðið eftir fresti til 28. maí en sá frestur fékkst ekki. Í fyrradag bárust þau skilaboð að ráðið hygðist skila umsögn sinni þann 4. júní. Það gekk ekki eftir og er umsögn boðuð í dag, 11. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32 Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32
Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00
Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20