Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 14:37 Donald Trump og Justin Trudeau. Vísir/AP Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, hefur sakað Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að svíkja Donald Trump og stinga hann í bakið eftir fund G7 ríkjanna í gær. Þetta sagði Kudlow í viðtali á CNN í dag þar sem hann sagði einnig að Trump hefði ekki viljað sýna veikleika í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Það sé ástæðan fyrir því að Trump hafi kallað Trudeau „óheiðarlegan“ og „auman“ í tístum í nótt, eftir að Trudeau lýsti því yfir að Kanada myndi bregðast við tollum Bandaríkjanna á innflutt stál og ál. Kanada myndi ekki láta ráðskast með sig.Kudlow sagði að ummæli Trudeau hefði í rauninni verið óleikur gagnvart öllum G7 ríkjunum. Að þau hefðu verið „barnalegur leikur“ og þeim hefði verið ætlað að skora pólitísk stig heima fyrir. Þó sagðist Trudeau hafa sagt þetta við Trump á fundinum og sömuleiðis á undanförnum dögum. Allt virðist þetta þó vera hægt að rekja til fundar Trump og Kim en báðir eru nú staddir í Singapúr þar sem þeir munu hittast á þriðjudaginn. Kudlow sagði að Trump ætlaði alls ekki að „láta kanadískan forsætisráðherra ráðskast með sig“ í aðdraganda fundarins. „Hann mun ekki leyfa veikleika að sjást á leiðinni á samningafund við Norður-Kóreu,“ sagði Kudlow.Canadian PM Justin Trudeau "went rogue" at the G7 summit and is "pouring collateral damage on this whole Korean trip," says White House economic adviser Larry Kudlow #CNNSOTUhttps://t.co/YwLz8zsQaRhttps://t.co/2uQV1WIB9I — CNN (@CNN) June 10, 2018 Annar ráðgjafi Trump, Peter Navarro, var á Fox í morgun þar sem hann vandaði Trudeau ekki kveðjurnar. Navarro sagði það rétt af Trump að draga undirskrift sína við sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna sjö til baka. Það hefði verið „sósíalista-plagg“. Þá sagði hann „sérstakan stað í helvíti“ fyrir erlenda þjóðarleiðtoga sem reyndu að semja við Trump í „slæmri trú“ og ræki svo rýting í bakið á honum á leiðinni út. Það hefði Trudeau gert um helgina.White House trade adviser Peter Navarro, speaking for Trump, accuses Canada of “an attack on our political system” and declares “a special place in hell” for the PM. https://t.co/L4rRgdgtyW pic.twitter.com/34R7va8tcj— Will Saletan (@saletan) June 10, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, hefur sakað Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að svíkja Donald Trump og stinga hann í bakið eftir fund G7 ríkjanna í gær. Þetta sagði Kudlow í viðtali á CNN í dag þar sem hann sagði einnig að Trump hefði ekki viljað sýna veikleika í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Það sé ástæðan fyrir því að Trump hafi kallað Trudeau „óheiðarlegan“ og „auman“ í tístum í nótt, eftir að Trudeau lýsti því yfir að Kanada myndi bregðast við tollum Bandaríkjanna á innflutt stál og ál. Kanada myndi ekki láta ráðskast með sig.Kudlow sagði að ummæli Trudeau hefði í rauninni verið óleikur gagnvart öllum G7 ríkjunum. Að þau hefðu verið „barnalegur leikur“ og þeim hefði verið ætlað að skora pólitísk stig heima fyrir. Þó sagðist Trudeau hafa sagt þetta við Trump á fundinum og sömuleiðis á undanförnum dögum. Allt virðist þetta þó vera hægt að rekja til fundar Trump og Kim en báðir eru nú staddir í Singapúr þar sem þeir munu hittast á þriðjudaginn. Kudlow sagði að Trump ætlaði alls ekki að „láta kanadískan forsætisráðherra ráðskast með sig“ í aðdraganda fundarins. „Hann mun ekki leyfa veikleika að sjást á leiðinni á samningafund við Norður-Kóreu,“ sagði Kudlow.Canadian PM Justin Trudeau "went rogue" at the G7 summit and is "pouring collateral damage on this whole Korean trip," says White House economic adviser Larry Kudlow #CNNSOTUhttps://t.co/YwLz8zsQaRhttps://t.co/2uQV1WIB9I — CNN (@CNN) June 10, 2018 Annar ráðgjafi Trump, Peter Navarro, var á Fox í morgun þar sem hann vandaði Trudeau ekki kveðjurnar. Navarro sagði það rétt af Trump að draga undirskrift sína við sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna sjö til baka. Það hefði verið „sósíalista-plagg“. Þá sagði hann „sérstakan stað í helvíti“ fyrir erlenda þjóðarleiðtoga sem reyndu að semja við Trump í „slæmri trú“ og ræki svo rýting í bakið á honum á leiðinni út. Það hefði Trudeau gert um helgina.White House trade adviser Peter Navarro, speaking for Trump, accuses Canada of “an attack on our political system” and declares “a special place in hell” for the PM. https://t.co/L4rRgdgtyW pic.twitter.com/34R7va8tcj— Will Saletan (@saletan) June 10, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00
Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49