„Inngróna tánögl skal ekki lækna með því að taka fótinn af“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2018 12:15 Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla Vísir/Egill Adalsteinsson Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.Verið að skemma kerfið Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur var í samtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að verið væri að eyðileggja kerfið. „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum,“ sagði Þórarinn. Hann segir afar óskýrt hver stefna heilbrigðisráðherra sé í málefnum sérfræðilækna á einkareknum stofum og óskar eftir svörum. Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga,“ sagði Þórarinn. Verið að fara eftir ráðgjöfKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær að meðal annars væri verið að fara eftir ráðgjöf og enn sé ekki komin niðurstaða. „Við erum með allt litrófið í íslenska heiðbrigðiskerfinu. Það er engin að tala um að hverfa frá því það er hins vegar verið að tala um að fylgja þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið hjá þeim sem hafa verið að taka út heilbrigðiskerfið. Auðvitað erum við ekki sammála um það í ríkisstjórn eða á Alþingi hver áherslan á að vera á opinbera kerfið og síðan því einkarekna. Það gerir verkefnið krefjandi en líka skemmtilegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Hér fyrir neðan má sjá Katrínu ræða málið í Víglínunni í gær. Umræðan hefst eftir rúmar sex mínútur. Heilbrigðismál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.Verið að skemma kerfið Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur var í samtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að verið væri að eyðileggja kerfið. „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum,“ sagði Þórarinn. Hann segir afar óskýrt hver stefna heilbrigðisráðherra sé í málefnum sérfræðilækna á einkareknum stofum og óskar eftir svörum. Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga,“ sagði Þórarinn. Verið að fara eftir ráðgjöfKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær að meðal annars væri verið að fara eftir ráðgjöf og enn sé ekki komin niðurstaða. „Við erum með allt litrófið í íslenska heiðbrigðiskerfinu. Það er engin að tala um að hverfa frá því það er hins vegar verið að tala um að fylgja þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið hjá þeim sem hafa verið að taka út heilbrigðiskerfið. Auðvitað erum við ekki sammála um það í ríkisstjórn eða á Alþingi hver áherslan á að vera á opinbera kerfið og síðan því einkarekna. Það gerir verkefnið krefjandi en líka skemmtilegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Hér fyrir neðan má sjá Katrínu ræða málið í Víglínunni í gær. Umræðan hefst eftir rúmar sex mínútur.
Heilbrigðismál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira