Stefnir forstjóra Hvals fyrir Félagsdóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2018 15:44 Kristján Loftsson. Fréttablaðið/anton brink Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú stefnu á hendur Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum Hvals að vera meðlimir í verkalýðsfélaginu. Málinu verður stefnt fyrir Félagsdóm og verður stefnan lögð fram í dag eða eftir helgi.Þetta kemur fram í frétt á vef verkalýðsfélagsins en þar segir að Kristján Loftsson hafi meinað starfsmönnum sínum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness, öll iðgjöld verði greidd til Stéttarfélags Vesturlands. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins Akraness hefur sagt að aðgerðir Hvals séu hefndaraðgerð í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðirVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/Anton Brink„Það er morgunljóst að þetta er ekki bara gróf hefndaraðgerð af hálfu forstjóra Hvals hf. heldur er þessi krafa Kristjáns Loftssonar kolólögleg. Nægir að nefna í því samhengi að Verkalýðsfélag Akraness ásamt Stéttarfélagi Vesturlands eru með kjarasamning um þau störf sem gilda við vinnslu á Hvalaafurðum í Hvalfirði, einnig er rétt að geta þess að Hvalfjarðasveit er hluti af félagssvæði VLFA,“ segir í frétt á vef verkalýðsfélagsins. Ljóst sé að þegar tvö eða fleiri félög séu með kjarasamning um sömu störf á sama svæði sé starfsfólkið frjálst að velja til hvaða félags iðgjöldum skal skilað. „Ef atvinnurekendur ætla sér að hlutast til um það og beina starfsfólki í eitt félag frekar en annað er verið að vega að réttindum launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar með ósvífnum hætti,“ segir í fréttinni. „Það er morgunljóst að Verkalýðsfélag Akraness lætur ekki vaða yfir sína félagsmenn á skítugum skónum og verður öllum slíkum aðgerðum mætt af fullri hörku!“ Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22 Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú stefnu á hendur Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum Hvals að vera meðlimir í verkalýðsfélaginu. Málinu verður stefnt fyrir Félagsdóm og verður stefnan lögð fram í dag eða eftir helgi.Þetta kemur fram í frétt á vef verkalýðsfélagsins en þar segir að Kristján Loftsson hafi meinað starfsmönnum sínum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness, öll iðgjöld verði greidd til Stéttarfélags Vesturlands. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins Akraness hefur sagt að aðgerðir Hvals séu hefndaraðgerð í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðirVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/Anton Brink„Það er morgunljóst að þetta er ekki bara gróf hefndaraðgerð af hálfu forstjóra Hvals hf. heldur er þessi krafa Kristjáns Loftssonar kolólögleg. Nægir að nefna í því samhengi að Verkalýðsfélag Akraness ásamt Stéttarfélagi Vesturlands eru með kjarasamning um þau störf sem gilda við vinnslu á Hvalaafurðum í Hvalfirði, einnig er rétt að geta þess að Hvalfjarðasveit er hluti af félagssvæði VLFA,“ segir í frétt á vef verkalýðsfélagsins. Ljóst sé að þegar tvö eða fleiri félög séu með kjarasamning um sömu störf á sama svæði sé starfsfólkið frjálst að velja til hvaða félags iðgjöldum skal skilað. „Ef atvinnurekendur ætla sér að hlutast til um það og beina starfsfólki í eitt félag frekar en annað er verið að vega að réttindum launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar með ósvífnum hætti,“ segir í fréttinni. „Það er morgunljóst að Verkalýðsfélag Akraness lætur ekki vaða yfir sína félagsmenn á skítugum skónum og verður öllum slíkum aðgerðum mætt af fullri hörku!“
Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22 Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22
Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15
ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15