Áralöngu stríði Apple og Samsung lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 14:27 Um það bil svona litu snjallsímar fyrirtækjanna út þegar deilan hófst. Vísir Tæknirisarnir Apple og Samsung hafa náð samkomulagi um ljúka árangri deilu einkaleyfadeilu fyrirtækjanna sem staðið hefur yfir síðastliðin sjö ár. Apple stefndi Samsung árið 2011 en bandaríski tæknirisinn taldi að suður-kóreski tæknirisinn hefði stolið hönnun á iPhone síma Apple með tilteknum snjallsímum frá Samsung. Financial Times greinir frá því að samkvæmt dómsskjölum hafi fyrirtækin sæst á að ljúka öllum málum sem tengdust stefnunni í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvað felst í samkomulaginu en fyrirtækin höfðu áður náð saman vegna deilunnar utan Bandaríkjanna. Í frétt Financial Times segir að Apple geti nú frekar beint kröftum lögfræðinga sinna að deilu fyrirtækisins við Qualcomm. Apple og Samsung framleiða vinsælustu símtæki heims og hafa eldað saman grátt silfur undanfarin ár. Hefur Samsung til að mynda verið dæmt til að greiða Apple háar fjárhæðir vegna brota á einkaleyfum bandaríska tæknirisans. Sérfræðingar telja þó að samkomulagið muni ekki hafa teljandi áhrif á fyrirtækin, þar sem Samsung-símtækin sem Apple kvartaði yfir eru löngu farin af markaði. Apple Samsung Tengdar fréttir Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tæknirisarnir Apple og Samsung hafa náð samkomulagi um ljúka árangri deilu einkaleyfadeilu fyrirtækjanna sem staðið hefur yfir síðastliðin sjö ár. Apple stefndi Samsung árið 2011 en bandaríski tæknirisinn taldi að suður-kóreski tæknirisinn hefði stolið hönnun á iPhone síma Apple með tilteknum snjallsímum frá Samsung. Financial Times greinir frá því að samkvæmt dómsskjölum hafi fyrirtækin sæst á að ljúka öllum málum sem tengdust stefnunni í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvað felst í samkomulaginu en fyrirtækin höfðu áður náð saman vegna deilunnar utan Bandaríkjanna. Í frétt Financial Times segir að Apple geti nú frekar beint kröftum lögfræðinga sinna að deilu fyrirtækisins við Qualcomm. Apple og Samsung framleiða vinsælustu símtæki heims og hafa eldað saman grátt silfur undanfarin ár. Hefur Samsung til að mynda verið dæmt til að greiða Apple háar fjárhæðir vegna brota á einkaleyfum bandaríska tæknirisans. Sérfræðingar telja þó að samkomulagið muni ekki hafa teljandi áhrif á fyrirtækin, þar sem Samsung-símtækin sem Apple kvartaði yfir eru löngu farin af markaði.
Apple Samsung Tengdar fréttir Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50