Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason á Keflavíkurflugvelli skrifar 27. júní 2018 21:09 Ragnar Sigurðsson fagnar með stuðningsmönnum eftir jafnteflið gegn Argentínu í Moskvu. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson tilkynnti á Instagram í dag að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Ragnar setti færsluna í loftið um það leyti sem landsliðið flaug til Íslands frá Kaliningrad í Rússlandi síðdegis í dag og virðist hafa komið öllum að óvörum. Reyndustu leikmenn landsliðsins sátu fremst í vélinni og svo þeir reynsluminni aftar. Þar fyrir aftan starfsfólk KSÍ og aftast íslenskir fjölmiðlamenn. Töluverður erill var um vélina þar sem salerni eru fremst og aftast. Allir þeir starfsmenn og þjálfarar sem blaðamenn Vísis ræddu við í vélinni höfðu ekki heyrt af tilkynningu Ragnars og hún kom þeim á óvart. Aron Einar Gunnarsson tilkynnti á Instagram í gær að Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir með landsliðinu. Kári segist ekki munu gefa út neina yfirlýsingu þess efnis en telur ekki ólíklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik. Þeir eru fæddir árið 1982 og því 36 ára á árinu, aldursforsetar liðsins. Emil Hallfreðsson er fæddur árið 1984, 34 ára, en segist svo sannarlega ekki vera hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Það kom því mjög á óvart þegar Ragnar, fæddur árið 1986, tilkynnti þetta á Instagram í dag. Hann spilaði í hjarta varnarinnar með Sverri Inga Ingasyni, framtíðarmiðverði landsliðsins, í gær í 2-1 tapinu gegn Króötum.Samherjar hjá FC Rostov Ragnar og Sverrir Ingi spila í vörninni hjá FC Rostov og var talið að þeir myndu standa vaktina saman í vörninni næstu árin. Ekki amalegt að geta teflt fram miðvarðarpari sem spilar saman vikulega. Nú er það í uppnámi en yngri menn banka sömuleiðis á dyrnar, svo sem Hólmar Örn Eyjólfsson sem var í leikmannahópi Íslands í Rússlandi. Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa farið í lágflugi yfir Reykjavík. Leikmenn snæddu nautalund um borð og fóru beint í gegnum flugstöðina og upp í rútu en efnt verður til hófs þeim til heiðurs í Reykjavík í kvöld. Ekki náðist í Ragnar við komuna til Keflavíkur í dag þar sem landsliðsmenn fóru frá borði á undan fjölmiðlamönnum. Þá er samkomulag milli fjölmiðla og KSÍ um að fjölmiðlar ónáði ekki landsliðsmenn þegar þeir fljúga saman í landsliðsverkefnum. Félagar Ragnars í landsliðinu setja „like“ við færsluna, leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason svo einhverjir séu nefndir. Albert Guðmundsson segist hissa með þar til gerðum emoji-kalli og Eiður Smári Guðjohnsen segir „respect“. What a ride we’ve had for a long time now.. We wanted more out of this World Cup but fortune was not on our side. It’s been an honor to play for my country with my friends, with all the success we’ve had. Now it’s time for some young guns to take over the defence. Big thanks to everyone involved on this amazing journey #fyririsland A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Jun 27, 2018 at 9:26am PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Ragnar Sigurðsson tilkynnti á Instagram í dag að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Ragnar setti færsluna í loftið um það leyti sem landsliðið flaug til Íslands frá Kaliningrad í Rússlandi síðdegis í dag og virðist hafa komið öllum að óvörum. Reyndustu leikmenn landsliðsins sátu fremst í vélinni og svo þeir reynsluminni aftar. Þar fyrir aftan starfsfólk KSÍ og aftast íslenskir fjölmiðlamenn. Töluverður erill var um vélina þar sem salerni eru fremst og aftast. Allir þeir starfsmenn og þjálfarar sem blaðamenn Vísis ræddu við í vélinni höfðu ekki heyrt af tilkynningu Ragnars og hún kom þeim á óvart. Aron Einar Gunnarsson tilkynnti á Instagram í gær að Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir með landsliðinu. Kári segist ekki munu gefa út neina yfirlýsingu þess efnis en telur ekki ólíklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik. Þeir eru fæddir árið 1982 og því 36 ára á árinu, aldursforsetar liðsins. Emil Hallfreðsson er fæddur árið 1984, 34 ára, en segist svo sannarlega ekki vera hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Það kom því mjög á óvart þegar Ragnar, fæddur árið 1986, tilkynnti þetta á Instagram í dag. Hann spilaði í hjarta varnarinnar með Sverri Inga Ingasyni, framtíðarmiðverði landsliðsins, í gær í 2-1 tapinu gegn Króötum.Samherjar hjá FC Rostov Ragnar og Sverrir Ingi spila í vörninni hjá FC Rostov og var talið að þeir myndu standa vaktina saman í vörninni næstu árin. Ekki amalegt að geta teflt fram miðvarðarpari sem spilar saman vikulega. Nú er það í uppnámi en yngri menn banka sömuleiðis á dyrnar, svo sem Hólmar Örn Eyjólfsson sem var í leikmannahópi Íslands í Rússlandi. Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa farið í lágflugi yfir Reykjavík. Leikmenn snæddu nautalund um borð og fóru beint í gegnum flugstöðina og upp í rútu en efnt verður til hófs þeim til heiðurs í Reykjavík í kvöld. Ekki náðist í Ragnar við komuna til Keflavíkur í dag þar sem landsliðsmenn fóru frá borði á undan fjölmiðlamönnum. Þá er samkomulag milli fjölmiðla og KSÍ um að fjölmiðlar ónáði ekki landsliðsmenn þegar þeir fljúga saman í landsliðsverkefnum. Félagar Ragnars í landsliðinu setja „like“ við færsluna, leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason svo einhverjir séu nefndir. Albert Guðmundsson segist hissa með þar til gerðum emoji-kalli og Eiður Smári Guðjohnsen segir „respect“. What a ride we’ve had for a long time now.. We wanted more out of this World Cup but fortune was not on our side. It’s been an honor to play for my country with my friends, with all the success we’ve had. Now it’s time for some young guns to take over the defence. Big thanks to everyone involved on this amazing journey #fyririsland A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Jun 27, 2018 at 9:26am PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn