Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júní 2018 11:00 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty „Ég er í besta starfi í heimi,“ sagði svekktur en stoltur Heimir Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Króatíu í gær. Fyrir leikinn var ljóst að ætlaði Ísland að eygja einhverja möguleika á að komast áfram dygði ekkert nema sigur. Í fyrri hálfleik var íslenska liðið betri aðilinn og var það helst króatíska markverðinum að þakka að staðan í hálfleik var markalaus. Það var því högg í magann þegar Króatarnir skoruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Aukið púður var sett í sóknarleikinn sem skilaði sér í skalla í slá og síðar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar, og fimm mínútum fyrir leikslok, bárust þær fregnir frá Sankti Pétursborg að Argentína hefði komist yfir á nýjan leik gegn Nígeríu. Vantaði Ísland því aðeins eitt mark til að komast í 16-liða úrslit. Ivan Perisic gerði hins vegar út um þann draum á lokamínútunum. Svekkjandi úrslit í ljósi þess að liðið fékk færi til að skora fleiri mörk. „Við báðum strákana um það fyrir leik að skilja allt eftir hér í Rostov og þeir gerðu það. Það var ekki mikið eftir á batteríunum í leikslok,“ sagði Heimir. „Við erum allir saman í þessu, leikmenn sætta sig við það hvernig við spilum og vinna sem einn utan vallar sem innan. Við höfum fundið út hvernig við getum unnið fótboltaleiki. Ef við reyndum að herma eftir Spáni eða Brasilíu yrðum við slæm eftirlíking. Við viljum hins vegar vera besta útgáfan af okkur,“ Samningur Heimis við KSÍ rennur sitt skeið eftir mótið og var hann þráspurður um það hvað tæki við. Svar hans var ávallt hið sama. Hann hygðist taka sér viku til tvær til að hugsa og ræða málin við fjölskyldu sína áður en rætt yrði við KSÍ. Hann viðurkenndi þó að það yrði erfitt að hætta með liðið nú. Fyrir leik sást til Heimis í faðmi fjölskyldunnar uppi í stúku en slíkt er sennilega einsdæmi á svo háu stigi knattspyrnunnar. „Það var mikið hjá mér að gera í [fyrradag og gær] og ég gat ekki hitt þau. Við vorum að fara yfir það hvernig við ætluðum að vinna leikinn. Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Við tökum lífinu eins og það á að vera og reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Sjá meira
„Ég er í besta starfi í heimi,“ sagði svekktur en stoltur Heimir Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Króatíu í gær. Fyrir leikinn var ljóst að ætlaði Ísland að eygja einhverja möguleika á að komast áfram dygði ekkert nema sigur. Í fyrri hálfleik var íslenska liðið betri aðilinn og var það helst króatíska markverðinum að þakka að staðan í hálfleik var markalaus. Það var því högg í magann þegar Króatarnir skoruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Aukið púður var sett í sóknarleikinn sem skilaði sér í skalla í slá og síðar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar, og fimm mínútum fyrir leikslok, bárust þær fregnir frá Sankti Pétursborg að Argentína hefði komist yfir á nýjan leik gegn Nígeríu. Vantaði Ísland því aðeins eitt mark til að komast í 16-liða úrslit. Ivan Perisic gerði hins vegar út um þann draum á lokamínútunum. Svekkjandi úrslit í ljósi þess að liðið fékk færi til að skora fleiri mörk. „Við báðum strákana um það fyrir leik að skilja allt eftir hér í Rostov og þeir gerðu það. Það var ekki mikið eftir á batteríunum í leikslok,“ sagði Heimir. „Við erum allir saman í þessu, leikmenn sætta sig við það hvernig við spilum og vinna sem einn utan vallar sem innan. Við höfum fundið út hvernig við getum unnið fótboltaleiki. Ef við reyndum að herma eftir Spáni eða Brasilíu yrðum við slæm eftirlíking. Við viljum hins vegar vera besta útgáfan af okkur,“ Samningur Heimis við KSÍ rennur sitt skeið eftir mótið og var hann þráspurður um það hvað tæki við. Svar hans var ávallt hið sama. Hann hygðist taka sér viku til tvær til að hugsa og ræða málin við fjölskyldu sína áður en rætt yrði við KSÍ. Hann viðurkenndi þó að það yrði erfitt að hætta með liðið nú. Fyrir leik sást til Heimis í faðmi fjölskyldunnar uppi í stúku en slíkt er sennilega einsdæmi á svo háu stigi knattspyrnunnar. „Það var mikið hjá mér að gera í [fyrradag og gær] og ég gat ekki hitt þau. Við vorum að fara yfir það hvernig við ætluðum að vinna leikinn. Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Við tökum lífinu eins og það á að vera og reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Sjá meira