Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2018 10:30 Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. Þá styttist í að byggja þurfi önnur göng undir Hvalfjörð vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda. Þúsundir bíla fara um Hvalfjarðargöngin á hverjum degi. En það var árið 1991 sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi samgönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra skrifuðu undir fyrsta samninginn við Spöl um byggingu Hvalfjarðarganga. Á vígsludeginum árið 1998 var það síðan Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sem ók fyrstur manna í gegnum göngin. Eftir tæpa þrjá mánuði verður þetta mikla mannvirki afhent ríkissjóði til eignar. En eftir að göngin verða full greidd og afhent ríkinu í september verða þau gjaldfrjáls. Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir göngin hafa haft mikil áhrif á tuttugu árum meðal annars fyrir Akranes þaðan sem fjöldi fólks sæki vinnu eða nám utan bæjarins. „Snæfellsnesið kom sterkt inn sem ferðaþjónustustaður. Miklu sterkari en hafði verið. Starfsemin á Grundartanga hefur vaxið og í rauninni hefur þetta búið til sameiginlegt atvinnusvæði við höfuðborgarsvæðið.“ Nú er mikið rætt um einkaframkvæmd á stórum og aðkallandi verkefnum í vegakerfinu og segir Gísli hugmyndafræði Hvalfjarðarganga geta nýst þar sem fyrirmynd. „Ef menn ætla að nýta svona verkefni þarf markmiðið að vera skýrt. Ávinningurinn augljós og tíminn afmarkaður. Ég held að Hvalfjarðargöngin standi undir því. En vafalaust önnur verkefni líka sem menn gætu horft til í þessu efni.“ Þá sé líka lykilatriði að ríkið eignist mannvirkin að lokum. Og ekki skortir verkefnin að mati Gísla sem nefnir Sundabraut, brú yfir Ölfusá sem dæmi.Hér erum við við Kjalarnesveg sem mikið er talað um og liggur að gangamunanum? „Já, hér er vegur í ruslflokki sem bíður verulegra endurbóta. Það eru víða verkefni sem fara verður í hjá ríkinu,“ segir Gísli. Þá hafi verið augljóst lengi að nausynlegt verði að leggja ný göng undir Hvalfjörð. Nú fari um sjö þúsund bílar á dag að meðaltali um Hvalfjarðargöng og fleiri á annamestu dögunum en öryggismörkin liggi við átta þúsund bíla. „Og það er lykilatriði núna þegar við afhendum göngin að ríkið tryggi að öryggi vegfarenda verði eins og best verði á kosið. Þannig að ný göng eru eina lausnin í því samhengi,“ segir Gísli Gíslason. Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. Þá styttist í að byggja þurfi önnur göng undir Hvalfjörð vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda. Þúsundir bíla fara um Hvalfjarðargöngin á hverjum degi. En það var árið 1991 sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi samgönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra skrifuðu undir fyrsta samninginn við Spöl um byggingu Hvalfjarðarganga. Á vígsludeginum árið 1998 var það síðan Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sem ók fyrstur manna í gegnum göngin. Eftir tæpa þrjá mánuði verður þetta mikla mannvirki afhent ríkissjóði til eignar. En eftir að göngin verða full greidd og afhent ríkinu í september verða þau gjaldfrjáls. Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir göngin hafa haft mikil áhrif á tuttugu árum meðal annars fyrir Akranes þaðan sem fjöldi fólks sæki vinnu eða nám utan bæjarins. „Snæfellsnesið kom sterkt inn sem ferðaþjónustustaður. Miklu sterkari en hafði verið. Starfsemin á Grundartanga hefur vaxið og í rauninni hefur þetta búið til sameiginlegt atvinnusvæði við höfuðborgarsvæðið.“ Nú er mikið rætt um einkaframkvæmd á stórum og aðkallandi verkefnum í vegakerfinu og segir Gísli hugmyndafræði Hvalfjarðarganga geta nýst þar sem fyrirmynd. „Ef menn ætla að nýta svona verkefni þarf markmiðið að vera skýrt. Ávinningurinn augljós og tíminn afmarkaður. Ég held að Hvalfjarðargöngin standi undir því. En vafalaust önnur verkefni líka sem menn gætu horft til í þessu efni.“ Þá sé líka lykilatriði að ríkið eignist mannvirkin að lokum. Og ekki skortir verkefnin að mati Gísla sem nefnir Sundabraut, brú yfir Ölfusá sem dæmi.Hér erum við við Kjalarnesveg sem mikið er talað um og liggur að gangamunanum? „Já, hér er vegur í ruslflokki sem bíður verulegra endurbóta. Það eru víða verkefni sem fara verður í hjá ríkinu,“ segir Gísli. Þá hafi verið augljóst lengi að nausynlegt verði að leggja ný göng undir Hvalfjörð. Nú fari um sjö þúsund bílar á dag að meðaltali um Hvalfjarðargöng og fleiri á annamestu dögunum en öryggismörkin liggi við átta þúsund bíla. „Og það er lykilatriði núna þegar við afhendum göngin að ríkið tryggi að öryggi vegfarenda verði eins og best verði á kosið. Þannig að ný göng eru eina lausnin í því samhengi,“ segir Gísli Gíslason.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira