Umdeild ummæli þingkonu reita Trump til reiði Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2018 07:49 Maxine Waters. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn og aftur vakið athygli fyrir ummæli á Twitter en hann þykir hafa gengið nokkuð hart að þingkonu Demókrataflokksins, Maxine Waters, í kjölfar þess að Söruh Sanders, talskonu Hvíta hússins, var sagt að yfirgefa veitingastað í vikunni. Waters hvatti til sambærilegra aðgerða í garð annarra meðlima ríkisstjórnar Trumps er hún ávarpaði stuðningsmenn sína á fjöldafundi á laugardag. „Segið þeim að þau séu ekki velkomin neins staðar,“ var m.a. haft eftir Waters á fundinum en tilefnið er stefna ríkisstjórnar Trumps í innflytjendamálum, þar sem fjölskyldur ólöglegra innflytjenda hafa verið aðskildar við komuna yfir suðurlandamæri Bandaríkjanna. Í viðtali, sem Waters veitti sjónvarpsstöðinni MSNBC eftir fundinn, beindi hún því einnig til Bandaríkjamanna að þeir skyldu „áreita“ embættismenn Trumpstjórnarinnar þangað til að þeir segðu skilið við forsetann.Trump gagnrýndi þessar tillögur Waters harðlega á Twitter í gær og sagði henni að stíga varlega til jarðar. „Gættu þín á því hvers þú óskar þér, Max,“ skrifaði Trump. Þá kallaði forsetinn þingkonuna „einstakling með ótrúlega lága greindarvísitölu“ og sakaði hana um að kalla eftir því að stuðningsmönnum sínum yrði gert mein.Congresswoman Maxine Waters, an extraordinarily low IQ person, has become, together with Nancy Pelosi, the Face of the Democrat Party. She has just called for harm to supporters, of which there are many, of the Make America Great Again movement. Be careful what you wish for Max!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018 Ummæli bæði Trumps og Waters hafa reynst umdeild. Donald Trump yngri, sonur forsetans, og Meghan McCain, sjónvarpskona og tengdadóttir þingmanns Repúblikana John McCain, hafa gagnrýnt tillögur Waters og túlka skilaboðin á þann veg að hún hvetji til ofbeldisverka.Throwing Sarah Sanders' family out wasn't enough, the owner then stalked her to harass her at another spot! Does anyone reasonably believe other Democrats won't escalate this further to actual violence? After hearing Waters and Booker one would have to wonder if they even care? https://t.co/dhcAwgXgVk— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) June 25, 2018 This is absolutely insane - and extremely dangerous. My father in law works in the administration, does this mean when we go out to dinner we should be ambushed?!? Don't ever again give me any of the “when they go low, we go high” lip service. https://t.co/UF1feYT0Pm— Meghan McCain (@MeghanMcCain) June 24, 2018 Öðrum þykir Waters einmitt ekki hafa ýjað að því að stuðningsmenn sínir beiti Repúblikana ofbeldi. Þá hafa margir gagnrýnt forsetann og telja hann með skrifum sínum hafa hótað þingkonunni.Maxine Waters DID NOT call for violence. This is irresponsible. We can debate the wisdom of her call to heckle and protest Administration officials in public, but let's call it what it is. https://t.co/AlaLKRVpae— Anthony Michael Kreis (@AnthonyMKreis) June 25, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Slæm vika fyrir starfsfólk Trump: „Ekki séns maður, ég hata hvað þú ert að gera Bandaríkjunum“ Seth Rogen fer ófögrum orðum um Paul Ryan í spjalli við Stephen Colbert. 24. júní 2018 20:55 Donald Trump lastar Jimmy Fallon Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, lét spjallþáttarstjórnandann Jimmy Fallon heyra það á Twitter. 25. júní 2018 10:53 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn og aftur vakið athygli fyrir ummæli á Twitter en hann þykir hafa gengið nokkuð hart að þingkonu Demókrataflokksins, Maxine Waters, í kjölfar þess að Söruh Sanders, talskonu Hvíta hússins, var sagt að yfirgefa veitingastað í vikunni. Waters hvatti til sambærilegra aðgerða í garð annarra meðlima ríkisstjórnar Trumps er hún ávarpaði stuðningsmenn sína á fjöldafundi á laugardag. „Segið þeim að þau séu ekki velkomin neins staðar,“ var m.a. haft eftir Waters á fundinum en tilefnið er stefna ríkisstjórnar Trumps í innflytjendamálum, þar sem fjölskyldur ólöglegra innflytjenda hafa verið aðskildar við komuna yfir suðurlandamæri Bandaríkjanna. Í viðtali, sem Waters veitti sjónvarpsstöðinni MSNBC eftir fundinn, beindi hún því einnig til Bandaríkjamanna að þeir skyldu „áreita“ embættismenn Trumpstjórnarinnar þangað til að þeir segðu skilið við forsetann.Trump gagnrýndi þessar tillögur Waters harðlega á Twitter í gær og sagði henni að stíga varlega til jarðar. „Gættu þín á því hvers þú óskar þér, Max,“ skrifaði Trump. Þá kallaði forsetinn þingkonuna „einstakling með ótrúlega lága greindarvísitölu“ og sakaði hana um að kalla eftir því að stuðningsmönnum sínum yrði gert mein.Congresswoman Maxine Waters, an extraordinarily low IQ person, has become, together with Nancy Pelosi, the Face of the Democrat Party. She has just called for harm to supporters, of which there are many, of the Make America Great Again movement. Be careful what you wish for Max!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018 Ummæli bæði Trumps og Waters hafa reynst umdeild. Donald Trump yngri, sonur forsetans, og Meghan McCain, sjónvarpskona og tengdadóttir þingmanns Repúblikana John McCain, hafa gagnrýnt tillögur Waters og túlka skilaboðin á þann veg að hún hvetji til ofbeldisverka.Throwing Sarah Sanders' family out wasn't enough, the owner then stalked her to harass her at another spot! Does anyone reasonably believe other Democrats won't escalate this further to actual violence? After hearing Waters and Booker one would have to wonder if they even care? https://t.co/dhcAwgXgVk— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) June 25, 2018 This is absolutely insane - and extremely dangerous. My father in law works in the administration, does this mean when we go out to dinner we should be ambushed?!? Don't ever again give me any of the “when they go low, we go high” lip service. https://t.co/UF1feYT0Pm— Meghan McCain (@MeghanMcCain) June 24, 2018 Öðrum þykir Waters einmitt ekki hafa ýjað að því að stuðningsmenn sínir beiti Repúblikana ofbeldi. Þá hafa margir gagnrýnt forsetann og telja hann með skrifum sínum hafa hótað þingkonunni.Maxine Waters DID NOT call for violence. This is irresponsible. We can debate the wisdom of her call to heckle and protest Administration officials in public, but let's call it what it is. https://t.co/AlaLKRVpae— Anthony Michael Kreis (@AnthonyMKreis) June 25, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Slæm vika fyrir starfsfólk Trump: „Ekki séns maður, ég hata hvað þú ert að gera Bandaríkjunum“ Seth Rogen fer ófögrum orðum um Paul Ryan í spjalli við Stephen Colbert. 24. júní 2018 20:55 Donald Trump lastar Jimmy Fallon Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, lét spjallþáttarstjórnandann Jimmy Fallon heyra það á Twitter. 25. júní 2018 10:53 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Slæm vika fyrir starfsfólk Trump: „Ekki séns maður, ég hata hvað þú ert að gera Bandaríkjunum“ Seth Rogen fer ófögrum orðum um Paul Ryan í spjalli við Stephen Colbert. 24. júní 2018 20:55
Donald Trump lastar Jimmy Fallon Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, lét spjallþáttarstjórnandann Jimmy Fallon heyra það á Twitter. 25. júní 2018 10:53
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35