Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 08:00 Þakkar Heimir fyrir sig eftir tvær vikur? vísir/getty Hvort sem að Ísland vinnur eða tapar á móti Króatíu í lokaumferð D-riðils á HM 2018 í fótbolta í kvöld gæti svo farið að þetta verði síðasti leikur liðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Strákarnir okkar þurfa að vinna Króatíu í kvöld til að eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslitin en það gæti ekki dugað. Ísland þarf ekki bara að vinna í kvöld heldur einnig treysta á hagstæð úrslit í viðureign Argentínu og Nígeríu. Það hefur verið vitað í langan tíma að Heimir ætlar sér að nýta tækifærið núna og athuga hvort einhverjir spennandi kostir eru í boði fyrir Eyjamanninn sem hefur náð ævintýralegum árangri undanfarin ár.Hann fór frá því að þjálfa sjötta flokk ÍBV á Shellmótinu 2006 í það að stýra Íslandi á tveimur stórmótum rétt ríflega áratug síðar og hefur eðlilega vakið mikla athygli. Þetta er hans tækifæri til að koma sér eitthvað út, ef þannig má að orði komast. Heimir, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn, hefur algjörlega breytt landslagi íslenska fótboltans með frábærum árangri karlalandsliðsins sem hefur unnið sig frá lægstu lægðum heimslistans upp í topp 20, í A-deild Þjóðadeildarinnar, á tvö stórmót og nokkuð greiða leið á það þriðja.Heimir stekkur yfir auglýsingaskilti eftir jafnteflið á móti Argentínu.vísir/vilhelmTvær vikur til að ákveða sig „Ef góðir hlutir gerast leiða þeir þig kannski að einhverju stærra. Kannski einhverju miklu stærra. Alheimurinn sér svo um restina. Ég er í einu besta starfi heims akkurat núna,“ segir Heimir í ítarlegu viðtali við The Guardian fyrir heimsmeistaramótið. Þar kemur fram það sem að áður var vitað að Heimir er með samkomulag við Guðna Bergsson, formann KSÍ, um að hann taki sér tvær vikur í að ákveða hvort að hann semji aftur við Knattspyrnusambandið og stýri Íslandi í Þjóðadeildinni í haust og vonandi þá á EM 2020. „Ég sagði þeim bara að ég vildi sjá hvort það væri einhverjir möguleikar í boði. Það er vissulega svolítið eigingjarnt en ég er ekki nafn í bransanum eins og Eiður Guðjohnsen eða einhver. Ég hef meira og minna þjálfað áhugamannalið þannig ef ég nýti ekki þetta tækifæri býðst mér kannski ekki annað,“ segir Heimir. Eyjamaðurinn er ekki byrjaður að hugsa um næstu skref og hefur ekkert pælt í framtíð sinni á meðan HM stendur. Gylliboðin hafa ekki einu sinni getað borist til hans ef einhver standa honum til boða. „Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í Rostov í gær.Eyjamaðurinn steig svo sannarlega út úr skugga Lars LagerbäckVísir/VilhelmSinn eigin herra „Þú breytir ekki því sem að virkar,“ sagði Heimir einnig í gær. Svarið tengdist rútínu landsliðsins daginn fyrir leik á stórmótum að æfa alltaf í hádeginu þó svo að hitinn sé meiri en Íslendingar eiga að venjast. Þetta er samt líka eitthvað sem átti við landsliðið lengi vel þegar kom að leikaðferð og leikmannavali. Lagerbäck spilaði alltaf 4-4-2 og það breyttist ekkert þegar að Heimir fór úr því að vera aðstoðarþjálfari í aðalþjálfara samhliða Lars. Ekki var vikið frá kerfinu enda engin ástæða til í raun og veru. Árangurinn skilaði sér með sæti á EM þar sem áfram var spilað 4-4-2 og sama liðið notað í öllum leikjum. Það brotlenti svo í átta liða úrslitum á móti Frakklandi eftir mikið ævintýri. Heimir hélt áfram að spila 4-4-2 enda með lið byggt á góðum grunni. Þá var auðvelt fyrir neikvæða í garð Heimis, ef slíkt fólk er til, að segja að Eyjamaðurinn væri „bara að halda áfram með liðð hans Lars.“ En það breyttist í júní 2017 þegar að Heimir gafst upp á að tapa alltaf fyrir Króatíu. Farið var í 4-5-1, miðjan þétt og glæsilegur sigur vannst. Heimir hefur svo verið mun sveigjanlegri með leikkerfið og bæði haldið áfram að spila 4-4-2 og rústa Tyrklandi á útivelli, skellt í 4-5-1 eða 4-4-1-1 á móti Úkraínu og Argentínu og náð frábærum úrslitum. Það fer ekkert á milli mála lengur að þetta er liðið hans Heimis og það ætti svo sannarlega að hjálpa honum í atvinnuleitinni.Aron Jóhannsson er að reyna að vinna sig aftur inn í lið Bandaríkjanna.vísir/gettyBandaríkin möguleiki? Fyrir utan að vera gríðarlega fær þjálfari kemur Heimir einstaklega vel fram og reykspólar í gegnum hvert viðtalið á fætur öðru hjá öllum stærstu miðlum heims. Og viðtölin hafa verið ansi mörg! Hann hefur ekkert minnkað athyglina á sér og er nafn hans vafalítið á borði hjá mörgum liðum og löndum í þjálfaraleit. En, hversu mörg lið eða landslið eru í þjálfaraleit í byrjun júlí? Það eru ekki mörg. Félagsliðin flest öll löngu búin að ganga frá sínum málum. Leikmenn eru kannski keyptir allt fram í byrjun september en þjálfarar taka vanalega ekki síðar við en í byrjun júní. Þá eru það landsliðin og eitt landslið er án þjálfara. Það er bandaríska landsliðið. Bruce Arena var rekinn eftir þjóðarskömmina að koma Bandaríkjunum ekki á HM í gegnum hinn dapra Mið-Ameríkuriðil (Panama fór áfram á kostnað BNA) og ákvað bandaríska knattspyrnusambandið að ráða Dave Sarachan til að stýra einum vináttulandsleik. Bandaríkjamenn vildu bíða fram yfir HM því oft losna þjálfarar eftir stórmót, bæði í góðu og illu. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, verður til dæmis atvinnulaus í mótslok og Heimir Hallgrímsson er sömuleiðis laus allra mála í tvær vikur og frjáls ferða sinna.Þetta verðar langar tvær vikur.vísr/gettySvipaðar aðstæður Bandaríkjamenn vita vel af Heimi enda fór hann í nokkur stór viðtöl þar í landsliðsferðinni í mars. Hann fór meira að segja nokkrum dögum á undan landsliðinu út til að sinna kynningarstörfum. Eyjamaðurinn hefur gert vel í að koma nafni sínu á framfæri og nýta tækifærið eins og hann er heiðarlegur með. Bandaríska landsliðið gæti svo sannarlega ráðið verri mann en Heimi Hallgrímsson. Það er á breytingarskeiðinu með unga menn að koma inn og í mikilli lægð. Það þarf að vinna með nýja kynslóð, koma trú í mannskapinn og hífa þessa 350 milljóna manna þjóð upp úr lægðinni. Þetta eru ekki ósvipaðar aðstæður og íslenska landsliðið var í þegar að Heimir tók við því með Lars Lagerbäck. Hann hefur gert svipaða hluti fyrir 350 þúsund manna þjóð. Roger Bennett, annar Men in Blazers tvíeykisins, er mikill aðdáandi Heimis og aðspurður í stuttu samtali við Vísi um þennan möguleika sagði hann: „Bandaríkin ættu klárlega að skoða Heimi. Hann er ótrúlegur maður. Það er samt erfitt að þjálfa bandaríska liðið.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Hvort sem að Ísland vinnur eða tapar á móti Króatíu í lokaumferð D-riðils á HM 2018 í fótbolta í kvöld gæti svo farið að þetta verði síðasti leikur liðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Strákarnir okkar þurfa að vinna Króatíu í kvöld til að eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslitin en það gæti ekki dugað. Ísland þarf ekki bara að vinna í kvöld heldur einnig treysta á hagstæð úrslit í viðureign Argentínu og Nígeríu. Það hefur verið vitað í langan tíma að Heimir ætlar sér að nýta tækifærið núna og athuga hvort einhverjir spennandi kostir eru í boði fyrir Eyjamanninn sem hefur náð ævintýralegum árangri undanfarin ár.Hann fór frá því að þjálfa sjötta flokk ÍBV á Shellmótinu 2006 í það að stýra Íslandi á tveimur stórmótum rétt ríflega áratug síðar og hefur eðlilega vakið mikla athygli. Þetta er hans tækifæri til að koma sér eitthvað út, ef þannig má að orði komast. Heimir, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn, hefur algjörlega breytt landslagi íslenska fótboltans með frábærum árangri karlalandsliðsins sem hefur unnið sig frá lægstu lægðum heimslistans upp í topp 20, í A-deild Þjóðadeildarinnar, á tvö stórmót og nokkuð greiða leið á það þriðja.Heimir stekkur yfir auglýsingaskilti eftir jafnteflið á móti Argentínu.vísir/vilhelmTvær vikur til að ákveða sig „Ef góðir hlutir gerast leiða þeir þig kannski að einhverju stærra. Kannski einhverju miklu stærra. Alheimurinn sér svo um restina. Ég er í einu besta starfi heims akkurat núna,“ segir Heimir í ítarlegu viðtali við The Guardian fyrir heimsmeistaramótið. Þar kemur fram það sem að áður var vitað að Heimir er með samkomulag við Guðna Bergsson, formann KSÍ, um að hann taki sér tvær vikur í að ákveða hvort að hann semji aftur við Knattspyrnusambandið og stýri Íslandi í Þjóðadeildinni í haust og vonandi þá á EM 2020. „Ég sagði þeim bara að ég vildi sjá hvort það væri einhverjir möguleikar í boði. Það er vissulega svolítið eigingjarnt en ég er ekki nafn í bransanum eins og Eiður Guðjohnsen eða einhver. Ég hef meira og minna þjálfað áhugamannalið þannig ef ég nýti ekki þetta tækifæri býðst mér kannski ekki annað,“ segir Heimir. Eyjamaðurinn er ekki byrjaður að hugsa um næstu skref og hefur ekkert pælt í framtíð sinni á meðan HM stendur. Gylliboðin hafa ekki einu sinni getað borist til hans ef einhver standa honum til boða. „Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í Rostov í gær.Eyjamaðurinn steig svo sannarlega út úr skugga Lars LagerbäckVísir/VilhelmSinn eigin herra „Þú breytir ekki því sem að virkar,“ sagði Heimir einnig í gær. Svarið tengdist rútínu landsliðsins daginn fyrir leik á stórmótum að æfa alltaf í hádeginu þó svo að hitinn sé meiri en Íslendingar eiga að venjast. Þetta er samt líka eitthvað sem átti við landsliðið lengi vel þegar kom að leikaðferð og leikmannavali. Lagerbäck spilaði alltaf 4-4-2 og það breyttist ekkert þegar að Heimir fór úr því að vera aðstoðarþjálfari í aðalþjálfara samhliða Lars. Ekki var vikið frá kerfinu enda engin ástæða til í raun og veru. Árangurinn skilaði sér með sæti á EM þar sem áfram var spilað 4-4-2 og sama liðið notað í öllum leikjum. Það brotlenti svo í átta liða úrslitum á móti Frakklandi eftir mikið ævintýri. Heimir hélt áfram að spila 4-4-2 enda með lið byggt á góðum grunni. Þá var auðvelt fyrir neikvæða í garð Heimis, ef slíkt fólk er til, að segja að Eyjamaðurinn væri „bara að halda áfram með liðð hans Lars.“ En það breyttist í júní 2017 þegar að Heimir gafst upp á að tapa alltaf fyrir Króatíu. Farið var í 4-5-1, miðjan þétt og glæsilegur sigur vannst. Heimir hefur svo verið mun sveigjanlegri með leikkerfið og bæði haldið áfram að spila 4-4-2 og rústa Tyrklandi á útivelli, skellt í 4-5-1 eða 4-4-1-1 á móti Úkraínu og Argentínu og náð frábærum úrslitum. Það fer ekkert á milli mála lengur að þetta er liðið hans Heimis og það ætti svo sannarlega að hjálpa honum í atvinnuleitinni.Aron Jóhannsson er að reyna að vinna sig aftur inn í lið Bandaríkjanna.vísir/gettyBandaríkin möguleiki? Fyrir utan að vera gríðarlega fær þjálfari kemur Heimir einstaklega vel fram og reykspólar í gegnum hvert viðtalið á fætur öðru hjá öllum stærstu miðlum heims. Og viðtölin hafa verið ansi mörg! Hann hefur ekkert minnkað athyglina á sér og er nafn hans vafalítið á borði hjá mörgum liðum og löndum í þjálfaraleit. En, hversu mörg lið eða landslið eru í þjálfaraleit í byrjun júlí? Það eru ekki mörg. Félagsliðin flest öll löngu búin að ganga frá sínum málum. Leikmenn eru kannski keyptir allt fram í byrjun september en þjálfarar taka vanalega ekki síðar við en í byrjun júní. Þá eru það landsliðin og eitt landslið er án þjálfara. Það er bandaríska landsliðið. Bruce Arena var rekinn eftir þjóðarskömmina að koma Bandaríkjunum ekki á HM í gegnum hinn dapra Mið-Ameríkuriðil (Panama fór áfram á kostnað BNA) og ákvað bandaríska knattspyrnusambandið að ráða Dave Sarachan til að stýra einum vináttulandsleik. Bandaríkjamenn vildu bíða fram yfir HM því oft losna þjálfarar eftir stórmót, bæði í góðu og illu. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, verður til dæmis atvinnulaus í mótslok og Heimir Hallgrímsson er sömuleiðis laus allra mála í tvær vikur og frjáls ferða sinna.Þetta verðar langar tvær vikur.vísr/gettySvipaðar aðstæður Bandaríkjamenn vita vel af Heimi enda fór hann í nokkur stór viðtöl þar í landsliðsferðinni í mars. Hann fór meira að segja nokkrum dögum á undan landsliðinu út til að sinna kynningarstörfum. Eyjamaðurinn hefur gert vel í að koma nafni sínu á framfæri og nýta tækifærið eins og hann er heiðarlegur með. Bandaríska landsliðið gæti svo sannarlega ráðið verri mann en Heimi Hallgrímsson. Það er á breytingarskeiðinu með unga menn að koma inn og í mikilli lægð. Það þarf að vinna með nýja kynslóð, koma trú í mannskapinn og hífa þessa 350 milljóna manna þjóð upp úr lægðinni. Þetta eru ekki ósvipaðar aðstæður og íslenska landsliðið var í þegar að Heimir tók við því með Lars Lagerbäck. Hann hefur gert svipaða hluti fyrir 350 þúsund manna þjóð. Roger Bennett, annar Men in Blazers tvíeykisins, er mikill aðdáandi Heimis og aðspurður í stuttu samtali við Vísi um þennan möguleika sagði hann: „Bandaríkin ættu klárlega að skoða Heimi. Hann er ótrúlegur maður. Það er samt erfitt að þjálfa bandaríska liðið.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti