Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 15:22 Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. Vísir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landsspítalanum, er einn af þeim sjö sem rektor Karólínska háskólasjúkrahússins hefur sagt ábyrga fyrir vísindalegu misferli í plastbarkamálinu svokallaða. Úrskurðurinn var birtur á vef Karolínska sjúkrahússins í dag. Peter Andréasson, fjölmiðlafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson.Tómas Guðbjartsson og Andamarian Beyene sumarið 2012.Vísir/VilhelmAð mati Ole Petter Ottersen, rektors Karolínska sjúkrahússins, eigi þrjátíu og einn höfundur sök í málinu fyrir framlag sitt til vísindagreinanna en þeir séu aftur á móti ekki ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til alvarlegra ágalla í þeim upplýsingum sem voru lagðar fram. Þær hafi bæði verði ónákvæmar og villandi. Í vísindagreinum læknanna hefðu verið settar fram afbakaðar og falsaðar lýsingar á ástandi sjúklinganna fyrir og eftir aðgerð. Þá kemur það auk þess fram í rannsókninni að skortur hafi verið á læknisfræðilegum rökstuðningi fyrir því að láta sjúklinga gangast undir aðgerðina. Þessi úrskurður, sem er byggður á nýrri rannsókn á sex vísindagreinum, snýr við ákvörðun rektors frá árinu 2015. Ákveðið var að hefja rannsókn að nýju í febrúar 2016. Stofnunin krefst þess að sex fræðigreinar verði afturkallaðar hið fyrsta. „Þetta er niðurstaða sem byggð er á vandlegri rannsókn á máli sem hefur haft víðtækar afleiðingar fyrir Karolínska sjúkrahúsið, fræðasamfélagið í heild og þá hefur það einnig skert trú almennings á rannsóknir í læknavísindum. Þetta hefur þó sérstaklega haft skelfilegar afleiðingar fyrir sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra og það harma ég. Karólínska sjúkrahúsið mun áfram gera ráðstafanir, sem eru nauðsynlegar, til að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti komið fyrir aftur,“ segir Ole Petter Ottersen, rektor Karolínska sjúkrahússins. Heilbrigðismál Plastbarkamálið Tengdar fréttir Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landsspítalanum, er einn af þeim sjö sem rektor Karólínska háskólasjúkrahússins hefur sagt ábyrga fyrir vísindalegu misferli í plastbarkamálinu svokallaða. Úrskurðurinn var birtur á vef Karolínska sjúkrahússins í dag. Peter Andréasson, fjölmiðlafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson.Tómas Guðbjartsson og Andamarian Beyene sumarið 2012.Vísir/VilhelmAð mati Ole Petter Ottersen, rektors Karolínska sjúkrahússins, eigi þrjátíu og einn höfundur sök í málinu fyrir framlag sitt til vísindagreinanna en þeir séu aftur á móti ekki ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til alvarlegra ágalla í þeim upplýsingum sem voru lagðar fram. Þær hafi bæði verði ónákvæmar og villandi. Í vísindagreinum læknanna hefðu verið settar fram afbakaðar og falsaðar lýsingar á ástandi sjúklinganna fyrir og eftir aðgerð. Þá kemur það auk þess fram í rannsókninni að skortur hafi verið á læknisfræðilegum rökstuðningi fyrir því að láta sjúklinga gangast undir aðgerðina. Þessi úrskurður, sem er byggður á nýrri rannsókn á sex vísindagreinum, snýr við ákvörðun rektors frá árinu 2015. Ákveðið var að hefja rannsókn að nýju í febrúar 2016. Stofnunin krefst þess að sex fræðigreinar verði afturkallaðar hið fyrsta. „Þetta er niðurstaða sem byggð er á vandlegri rannsókn á máli sem hefur haft víðtækar afleiðingar fyrir Karolínska sjúkrahúsið, fræðasamfélagið í heild og þá hefur það einnig skert trú almennings á rannsóknir í læknavísindum. Þetta hefur þó sérstaklega haft skelfilegar afleiðingar fyrir sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra og það harma ég. Karólínska sjúkrahúsið mun áfram gera ráðstafanir, sem eru nauðsynlegar, til að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti komið fyrir aftur,“ segir Ole Petter Ottersen, rektor Karolínska sjúkrahússins.
Heilbrigðismál Plastbarkamálið Tengdar fréttir Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30
Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30