Erdogan lýsir yfir sigri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2018 22:35 Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, og flokkur hans Réttlætis-og þróunarflokkurinn, hefur lýst yfir sigri í þing- og forsetakosningunum sem fóru fram í dag. Kjörstaðir lokuðu klukkan fimm að staðartíma. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, hefur aftur á móti ekki viðurkennt ósigur því enn hafa ekki öll atkvæði verið talin. Hann bindur vonir sínar við að Erdogan muni ekki ná yfir fimmtíu prósent atkvæða. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin, sem sýndu að Erdogan hefði hlotið 53% talinna atkvæða, lýsti hann yfir sigri og ávarpaði tyrknesku þjóðina: „Þjóðin hefur falið mér að gegna embætti forseta Tyrklands. Ég vona að enginn reyni að varpa skugga á úrslit kosninganna og skaða lýðræðið til að breiða yfir eigin ósigur.“ Ef þetta verður niðurstaðan mun Erdogan halda embætti sínu án þess að til komi önnur umferð til að skera úr á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna. Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa næsta forseta Tyrklands mun meiri völd. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Þá hafa 100.000 opinberir starfsmenn verið reknir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 99 prósent atkvæða verið talin. Erdogan hefur 52,5% þeirra og Ince 31% þeirra, að því er fram kemur á vef Reuters. Tengdar fréttir Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00 Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28 Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, og flokkur hans Réttlætis-og þróunarflokkurinn, hefur lýst yfir sigri í þing- og forsetakosningunum sem fóru fram í dag. Kjörstaðir lokuðu klukkan fimm að staðartíma. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, hefur aftur á móti ekki viðurkennt ósigur því enn hafa ekki öll atkvæði verið talin. Hann bindur vonir sínar við að Erdogan muni ekki ná yfir fimmtíu prósent atkvæða. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin, sem sýndu að Erdogan hefði hlotið 53% talinna atkvæða, lýsti hann yfir sigri og ávarpaði tyrknesku þjóðina: „Þjóðin hefur falið mér að gegna embætti forseta Tyrklands. Ég vona að enginn reyni að varpa skugga á úrslit kosninganna og skaða lýðræðið til að breiða yfir eigin ósigur.“ Ef þetta verður niðurstaðan mun Erdogan halda embætti sínu án þess að til komi önnur umferð til að skera úr á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna. Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa næsta forseta Tyrklands mun meiri völd. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Þá hafa 100.000 opinberir starfsmenn verið reknir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 99 prósent atkvæða verið talin. Erdogan hefur 52,5% þeirra og Ince 31% þeirra, að því er fram kemur á vef Reuters.
Tengdar fréttir Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00 Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28 Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. 23. júní 2018 21:00
Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á mótframbjóðanda sinn Muharrem Ince. 24. júní 2018 16:28
Brugðist við hnökrum í kosningunum í Tyrklandi Myndbönd hafa birst sem virðast sýna fjölda fólks í sama kjörklefa. 24. júní 2018 11:31