Fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 15:42 Erfiðlega hefur gengið að fá sérfræðilækna til starfa við sjúkrahúsið á Ísafirði og hafa sjúklingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur sem hefur tilheyrandi kostnað í för með sér. Framkvæmdastjóri lækninga við heilbrigðisstofnun Vestfjarða fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra og segir hans bíða ærin verkefni. Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi sem er Vestfirðingur hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, unnið við nýsköpun og var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina, fagnar ráðningu Gylfa. „Við erum búin að bíða eftir að fá nýjan forstjóra og þessi niðurstaða, við erum mjög nægð með hana. Það er álit allra hérna að þetta sé góður kostur fyrir okkur,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms bíða hans ærin verkefni þegar hann tekur til starfa. Mikil starfsmannavelta hefur verið við stofnunina undanfarna mánuði, einkum í röðum stjórnenda, og þá hefur gengið brösuglega að fá sérfræðilækna vestur. „Það hefur einungis verið hjartalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir sem hafa komið reglulega til okkar undanfarið. Það vantar mjög tilfinnanlega augnlækni og einnig kvensjúkdómalækna og barnalækna og geðlækna. Það hefur ekki tekist að koma því í kring að það komi sérfræðingar eins og best gæti orðið,“ segir Hallgrímur. Sökum þessa hafi Vestfirðingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu suður. „Þeir hafa þurft að gera það með ærnum kostnaði. Þannig að það er bæði bætt þjónusta og ódýrari ef að þetta verður gert,“ segir Hallgrímur. Athygli ráðuneytisins hafi margoft verið vakin á málinu að sögn Hallgríms sem bindur vonir við að nú horfi til betri vegar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá sérfræðilækna til starfa við sjúkrahúsið á Ísafirði og hafa sjúklingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur sem hefur tilheyrandi kostnað í för með sér. Framkvæmdastjóri lækninga við heilbrigðisstofnun Vestfjarða fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra og segir hans bíða ærin verkefni. Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi sem er Vestfirðingur hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, unnið við nýsköpun og var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina, fagnar ráðningu Gylfa. „Við erum búin að bíða eftir að fá nýjan forstjóra og þessi niðurstaða, við erum mjög nægð með hana. Það er álit allra hérna að þetta sé góður kostur fyrir okkur,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms bíða hans ærin verkefni þegar hann tekur til starfa. Mikil starfsmannavelta hefur verið við stofnunina undanfarna mánuði, einkum í röðum stjórnenda, og þá hefur gengið brösuglega að fá sérfræðilækna vestur. „Það hefur einungis verið hjartalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir sem hafa komið reglulega til okkar undanfarið. Það vantar mjög tilfinnanlega augnlækni og einnig kvensjúkdómalækna og barnalækna og geðlækna. Það hefur ekki tekist að koma því í kring að það komi sérfræðingar eins og best gæti orðið,“ segir Hallgrímur. Sökum þessa hafi Vestfirðingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu suður. „Þeir hafa þurft að gera það með ærnum kostnaði. Þannig að það er bæði bætt þjónusta og ódýrari ef að þetta verður gert,“ segir Hallgrímur. Athygli ráðuneytisins hafi margoft verið vakin á málinu að sögn Hallgríms sem bindur vonir við að nú horfi til betri vegar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16