ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. júní 2018 07:15 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Anton Brink „Ef Hvalur kemst upp með þetta, að skikka starfsmenn til að sniðganga tiltekið stéttarfélag, þá er um svo gróft brot að ræða að annað eins hefur ekki sést,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþýðusamband Íslands steig í gær fram og fordæmdi það sem sambandið kallar hefndaraðgerðir Hvals hf. gegn Verkalýðsfélagi Akraness. Eins og komið hefur fram tapaði Hvalur nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann. Þar voru honum dæmdar, með dráttarvöxtum, 700 þúsund krónur vegna brota á ráðningarsamningi. Vilhjálmur bendir á að allir samningar starfsmanna Hvals séu nákvæmlega eins og félagið telji því fordæmisgildi dómsins algert og geta numið 300 milljónum króna, þegar tillit er tekið til fjölda starfsmanna og þriggja vertíða. Við upphaf hvalvertíðar á dögunum bárust síðan þau tíðindi að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, krefði starfsmenn sína um að þeir ættu ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness, heldur væru í Stéttarfélagi Vesturlands. ASÍ segir þetta klárt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið sé á um að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á, meðal annars, félagsaðild starfsmanna sinna. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekenda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur segir að félagið hafi mótmælt framgöngu Hvals harðlega bæði við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur kveðst ekkert hafa heyrt frá þeim. „Það á greinilega að svæfa málið, en fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki aðeins um félagið hér, einhver félagsgjöld eða félagssvæði, heldur allt launafólk. Að atvinnurekandi sé að refsa stéttarfélagi sem uppfyllir lagalega skyldu sína til að sækja réttindi félagsmanna sinna.“ Vilhjálmur bendir einnig á að svo virðist sem Kristján Loftsson sé fljótur að gleyma hvaða félag hafi staðið með honum í baráttunni fyrir því að hefja hvalveiðar á ný árið 2009 þegar til stóð að afturkalla veiðiheimildir. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjaramál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ef Hvalur kemst upp með þetta, að skikka starfsmenn til að sniðganga tiltekið stéttarfélag, þá er um svo gróft brot að ræða að annað eins hefur ekki sést,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþýðusamband Íslands steig í gær fram og fordæmdi það sem sambandið kallar hefndaraðgerðir Hvals hf. gegn Verkalýðsfélagi Akraness. Eins og komið hefur fram tapaði Hvalur nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann. Þar voru honum dæmdar, með dráttarvöxtum, 700 þúsund krónur vegna brota á ráðningarsamningi. Vilhjálmur bendir á að allir samningar starfsmanna Hvals séu nákvæmlega eins og félagið telji því fordæmisgildi dómsins algert og geta numið 300 milljónum króna, þegar tillit er tekið til fjölda starfsmanna og þriggja vertíða. Við upphaf hvalvertíðar á dögunum bárust síðan þau tíðindi að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, krefði starfsmenn sína um að þeir ættu ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness, heldur væru í Stéttarfélagi Vesturlands. ASÍ segir þetta klárt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið sé á um að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á, meðal annars, félagsaðild starfsmanna sinna. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekenda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur segir að félagið hafi mótmælt framgöngu Hvals harðlega bæði við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur kveðst ekkert hafa heyrt frá þeim. „Það á greinilega að svæfa málið, en fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki aðeins um félagið hér, einhver félagsgjöld eða félagssvæði, heldur allt launafólk. Að atvinnurekandi sé að refsa stéttarfélagi sem uppfyllir lagalega skyldu sína til að sækja réttindi félagsmanna sinna.“ Vilhjálmur bendir einnig á að svo virðist sem Kristján Loftsson sé fljótur að gleyma hvaða félag hafi staðið með honum í baráttunni fyrir því að hefja hvalveiðar á ný árið 2009 þegar til stóð að afturkalla veiðiheimildir. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjaramál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira