Airbus varar Breta við hörðu Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 08:59 Þrátt við viðvörunarorð um Brexit telja sérfræðingar ólíklegt að Airbus dragi sig skyndilega frá Bretlandi. Vísir/EPA Flugvélaframleiðandinn Airbus segist þurfa að endurskoða veru sína á Bretlandi ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um viðskiptasamband þeirra áður. Airbus framleiðir vængi fyrir allar farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að gangi Bretar bæði úr innri markaði ESB og tollabandalaginu án samkomulags um framhaldið leiði það til „verulegrar röskunar og truflunar“ á framleiðslu þess á Bretlandi. „Í einföldu máli, sviðsmynd með engum samningi ógnar framtíð Airbus á Bretlandi með beinum hætti,“ segir Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus. Fyrirtækið hafi þegar gripið til aðgerða til að reyna að draga úr áhættu sinni vegna útgöngu Breta úr ESB, að því er segir í frétt Reuters. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum breskra stjórnvalda og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig viðskiptum þeirra verður háttað eftir útgönguna á næsta ári. Fjöldi fyrirtækja hefur kvartað undan því að óvissan geri þeim erfitt að skipuleggja sig fram í tímann. Klofningur hefur verið innan minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins um viðræðurnar. Hugmyndir hafa meðal annars komið fram um að framlengja aðlögunartíma eftir viðskilnaðinn á næsta ári til að auka svigrúmið til að ná langtímasamkomulagi. Airbus segir að jafnvel þó að aðlögunartíminn yrði framlengdur til ársloka 2020 væri það of skammur fyrirvari fyrir fyrirtækið að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum. Brexit Tengdar fréttir Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus segist þurfa að endurskoða veru sína á Bretlandi ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um viðskiptasamband þeirra áður. Airbus framleiðir vængi fyrir allar farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að gangi Bretar bæði úr innri markaði ESB og tollabandalaginu án samkomulags um framhaldið leiði það til „verulegrar röskunar og truflunar“ á framleiðslu þess á Bretlandi. „Í einföldu máli, sviðsmynd með engum samningi ógnar framtíð Airbus á Bretlandi með beinum hætti,“ segir Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus. Fyrirtækið hafi þegar gripið til aðgerða til að reyna að draga úr áhættu sinni vegna útgöngu Breta úr ESB, að því er segir í frétt Reuters. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum breskra stjórnvalda og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig viðskiptum þeirra verður háttað eftir útgönguna á næsta ári. Fjöldi fyrirtækja hefur kvartað undan því að óvissan geri þeim erfitt að skipuleggja sig fram í tímann. Klofningur hefur verið innan minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins um viðræðurnar. Hugmyndir hafa meðal annars komið fram um að framlengja aðlögunartíma eftir viðskilnaðinn á næsta ári til að auka svigrúmið til að ná langtímasamkomulagi. Airbus segir að jafnvel þó að aðlögunartíminn yrði framlengdur til ársloka 2020 væri það of skammur fyrirvari fyrir fyrirtækið að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum.
Brexit Tengdar fréttir Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57