Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 22:00 Heine, Guðmundur og Markús. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson hefur búið í Færeyjum í 28 ár eða frá árinu 1990. Hann fylgir samt íslenskum landsliðum eftir sem mest hann má og er að sjálfsögðu mættur til Rússlands. Með í för er sonur hans Markús Justinussen Guðmundsson og Heine Justinussen. „Við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum, líka með Færeyingum, og svo í Þýskalandi á sínum tíma,“ segir Guðmundur. Hann á við leikinn fræga í Hamburg þegar Ísland lék við heimamenn í lokaleiknum í riðlinum, enn í séns að komast á Evrópumótið 2004. Niðurstaðan varð 3-0 jafntefli þar sem mark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni sem hefði jafnað í 1-1. Stutt á milli hláturs og gráturs. „Ég er harður stuðningsmaður og fylgi þeim út um allt.“ Göngustígur sem liggur að stuðningsmannasvæðinu í Volgograd.Vísir/VilhelmÞremenningarnir segja stemmninguna heima í Færeyjum fyrir íslenska landsliðinu afar mikla. Þannig hafi um 1500 manns safnast saman á Tröppunum í Þórshöfn og horft saman á Argentínuleikinn. Guðmundur á von á öðru eins gegn Nígeríu á morgun. „Það er svo frábært, ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ segir Guðmundur. Verslunum verður lokað á Íslandi meðan leik stendur og á Guðmundur allt eins von á að það verði uppi á teningnum í einhverjum verslunum í Færeyjum. „Og hérna í Rússlandi! Við hittum einn verslunareiganda í Moskvu og hann ætlaði að loka á meðan Ísland léki gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en verslunin var einhvers konar túristabúð.Færeyingar hafa löngum stutt við bakið á Íslendingum.Vísir/SHStrákarnir ætla að fylgja íslenska liðinu alla leið. „Follow your team,“ segja þeir og vísa til þeirrar tegundar miða þar sem maður tryggir sér miða á leiki eins langt og liðið manns nær í keppninni. „Alla leið í úrslitaleikinn. Ef strákarnir ætla að gera þetta þá gerum við það líka,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg æðislegt. Algjört ævintýri.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hefur búið í Færeyjum í 28 ár eða frá árinu 1990. Hann fylgir samt íslenskum landsliðum eftir sem mest hann má og er að sjálfsögðu mættur til Rússlands. Með í för er sonur hans Markús Justinussen Guðmundsson og Heine Justinussen. „Við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum, líka með Færeyingum, og svo í Þýskalandi á sínum tíma,“ segir Guðmundur. Hann á við leikinn fræga í Hamburg þegar Ísland lék við heimamenn í lokaleiknum í riðlinum, enn í séns að komast á Evrópumótið 2004. Niðurstaðan varð 3-0 jafntefli þar sem mark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni sem hefði jafnað í 1-1. Stutt á milli hláturs og gráturs. „Ég er harður stuðningsmaður og fylgi þeim út um allt.“ Göngustígur sem liggur að stuðningsmannasvæðinu í Volgograd.Vísir/VilhelmÞremenningarnir segja stemmninguna heima í Færeyjum fyrir íslenska landsliðinu afar mikla. Þannig hafi um 1500 manns safnast saman á Tröppunum í Þórshöfn og horft saman á Argentínuleikinn. Guðmundur á von á öðru eins gegn Nígeríu á morgun. „Það er svo frábært, ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ segir Guðmundur. Verslunum verður lokað á Íslandi meðan leik stendur og á Guðmundur allt eins von á að það verði uppi á teningnum í einhverjum verslunum í Færeyjum. „Og hérna í Rússlandi! Við hittum einn verslunareiganda í Moskvu og hann ætlaði að loka á meðan Ísland léki gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en verslunin var einhvers konar túristabúð.Færeyingar hafa löngum stutt við bakið á Íslendingum.Vísir/SHStrákarnir ætla að fylgja íslenska liðinu alla leið. „Follow your team,“ segja þeir og vísa til þeirrar tegundar miða þar sem maður tryggir sér miða á leiki eins langt og liðið manns nær í keppninni. „Alla leið í úrslitaleikinn. Ef strákarnir ætla að gera þetta þá gerum við það líka,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg æðislegt. Algjört ævintýri.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira