Svandís segir brýnt að semja við sérgreinalækna Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2018 13:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, vonast til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Vísir//Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna. Það getur væntanlega ekki dregist úr hófi að endurskoða það kerfi vegna þess að fólk er að heimsækja þessa sérfræðinga upp á hvern einasta dag? „Já það er sannarlega þannig og það er hárrétt ábending að við getum ekki látið það hjá líða að endurskoða þessa stöðu sem upp er komin. Þessum rammasamningi við sérgreinalækna var í raun og veru lokað í tíð fyrri ráðherra á síðasta ári. Á árinu 2017. Það er ástand sem getur ekki varað inn í lengri framtíð,“ segir Svandís. Hún vænti þess að eiga samráð við sérfræðilækna, bæði þá sem vinni í einkageiranum og líka við þá sem vinni í opinbera kerfinu. „Til þess að við getum stillt saman strengi undir faglegu flaggi. Af því að ég held að það skipti máli að við reynum að setja fjárhagslega hagsmuni til hliðar um sinn og horfa til þess hverjar eru skyldur lækna eins og annarra heilbrigðisstétta við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Í gær var kynnt úttekt Sjúkratrygginga Íslands á framkvæmd á nýju greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem almennt hefur leitt til þess að kostnaður sjúklinga hefur lækkað mikið, eða úr að hámarki allt að 400 þúsund krónum á ári í 71 þúsund krónur. Í eldra kerfi gat kostnaðarþátttaka eldri borgara farið allt upp í 267 þúsund á ári og öryrkja upp í 285 þúsund en í nýja kerfinu verður kostnaður þessara hópa aldrei meiri en tæpar 47 þúsund krónur. Heilbrigðisráðherra vill engu að síður skoða greiðsluþátttöku þessara hópa betur. „Því að sumu leyti hefur kostnaður þeirra aukist. En þó ekki er varðar þjálfunina. Sem er kannski það almikilvægasta fyrir þá hópa, að njóta betra aðgengis að sjúkraþjálfun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna. Það getur væntanlega ekki dregist úr hófi að endurskoða það kerfi vegna þess að fólk er að heimsækja þessa sérfræðinga upp á hvern einasta dag? „Já það er sannarlega þannig og það er hárrétt ábending að við getum ekki látið það hjá líða að endurskoða þessa stöðu sem upp er komin. Þessum rammasamningi við sérgreinalækna var í raun og veru lokað í tíð fyrri ráðherra á síðasta ári. Á árinu 2017. Það er ástand sem getur ekki varað inn í lengri framtíð,“ segir Svandís. Hún vænti þess að eiga samráð við sérfræðilækna, bæði þá sem vinni í einkageiranum og líka við þá sem vinni í opinbera kerfinu. „Til þess að við getum stillt saman strengi undir faglegu flaggi. Af því að ég held að það skipti máli að við reynum að setja fjárhagslega hagsmuni til hliðar um sinn og horfa til þess hverjar eru skyldur lækna eins og annarra heilbrigðisstétta við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Í gær var kynnt úttekt Sjúkratrygginga Íslands á framkvæmd á nýju greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem almennt hefur leitt til þess að kostnaður sjúklinga hefur lækkað mikið, eða úr að hámarki allt að 400 þúsund krónum á ári í 71 þúsund krónur. Í eldra kerfi gat kostnaðarþátttaka eldri borgara farið allt upp í 267 þúsund á ári og öryrkja upp í 285 þúsund en í nýja kerfinu verður kostnaður þessara hópa aldrei meiri en tæpar 47 þúsund krónur. Heilbrigðisráðherra vill engu að síður skoða greiðsluþátttöku þessara hópa betur. „Því að sumu leyti hefur kostnaður þeirra aukist. En þó ekki er varðar þjálfunina. Sem er kannski það almikilvægasta fyrir þá hópa, að njóta betra aðgengis að sjúkraþjálfun,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30