Svekktir Sjallar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Það er sérstök list að kunna að tapa og mörgum reynist um megn að leyna vonbrigðum sínum lúti þeir í lægra haldi. Í stað þess að bera harm sinn í hljóði fara hinir tapsáru hamförum, kvarta undan svindli og svikum og kenna öðrum um. Ekki hvarflar að þeim að líta í eigin barm og leggjast í ítarlega sjálfsskoðun eins og þeim væri hollast. Þetta opinberaðist á sláandi hátt í Vestmannaeyjum eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og vitanlega fannst Sjálfstæðismönnum að þannig ætti það að vera um ókomna tíð. Kannski er skiljanlegt að þeir hafi verið blindaðir af velgengni. Flokkurinn hlaut um 75 prósent atkvæða í kosningunum 2014 og forsvarsmenn hans virðast hafa ályktað sem svo að yfirburðirnir væru svo miklir að þeir gætu verið einráðir. Forsvarsmenn flokksins gleymdu að huga að lýðræðislegum vinnubrögðum því hugmynd hóps Sjálfstæðismanna um prófkjör var felld af fulltrúaráði flokksins. Það hefði verið fyrsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum í 28 ár. Sú staðreynd ein og sér hefði átt að vekja þá spurningu hjá fulltrúaráði flokksins hvort ekki væri kominn tími til að breyta. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að fagna prófkjöri en ekki hindra það. Meirihluti fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum ber ábyrgð á því að hafa tekið ákvörðun sem varð til þess að flokkurinn klofnaði og til varð sérframboð sem hlaut brautargengi í kosningunum og situr nú að völdum. Kosningaúrslit voru ekki fyrr ljós en grátkór hins fallna meirihluta hóf upp raust sína og kærði ekki bara kosningarnar heldur ákvað að þefa uppi svikara innan eigin raða, enda miklu betra að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. „Leitið og þér munuð finna“ stendur í góðri bók og þeir sem svekktastir voru vegna úrslitanna fundu skúrkinn sem bera átti ábyrgð á tapinu. Sá reynist vera þingmaður flokksins Páll Magnússon. Hann virðist reyndar stundum vera stoltari af því að vera Vestmannaeyingur en Sjálfstæðismaður, en sú áhersla ætti engan veginn að kosta sérstaka fordæmingu í Eyjum. Ekki skal vanmeta Pál Magnússon, sem má sín alveg örugglega mikils, en það er samt nokkur ofrausn að ætla honum að hafa af eigin rammleik snúið fjölda Vestmannaeyinga frá Sjálfstæðisflokknum og í átt að nýju afli. Talsmenn hins fallna meirihluta tala eins og það hafi alfarið verið á ábyrgð Páls að ná í hús þeim örfáu atkvæðum sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að halda völdum. Fjölmargir aðrir áhrifamenn innan flokksins hefðu örugglega mátt leggja harðar að sér við atkvæðasmölun. En fyrst og fremst hefði meirihlutinn átt að temja sér hógværð og samningslipurð á valdatíma sínum í stað þess að vaða áfram í sjálfhverfu og hroka. Hinn fallni meirihluti í Eyjum getur engum kennt um örlög sín nema sjálfum sér. Hann stundaði vinnubrögð sem klufu Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér má flokka það sem vissan árangur, en varla telst hann sérlega lofsverður og síst er hann til eftirbreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það er sérstök list að kunna að tapa og mörgum reynist um megn að leyna vonbrigðum sínum lúti þeir í lægra haldi. Í stað þess að bera harm sinn í hljóði fara hinir tapsáru hamförum, kvarta undan svindli og svikum og kenna öðrum um. Ekki hvarflar að þeim að líta í eigin barm og leggjast í ítarlega sjálfsskoðun eins og þeim væri hollast. Þetta opinberaðist á sláandi hátt í Vestmannaeyjum eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og vitanlega fannst Sjálfstæðismönnum að þannig ætti það að vera um ókomna tíð. Kannski er skiljanlegt að þeir hafi verið blindaðir af velgengni. Flokkurinn hlaut um 75 prósent atkvæða í kosningunum 2014 og forsvarsmenn hans virðast hafa ályktað sem svo að yfirburðirnir væru svo miklir að þeir gætu verið einráðir. Forsvarsmenn flokksins gleymdu að huga að lýðræðislegum vinnubrögðum því hugmynd hóps Sjálfstæðismanna um prófkjör var felld af fulltrúaráði flokksins. Það hefði verið fyrsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum í 28 ár. Sú staðreynd ein og sér hefði átt að vekja þá spurningu hjá fulltrúaráði flokksins hvort ekki væri kominn tími til að breyta. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að fagna prófkjöri en ekki hindra það. Meirihluti fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum ber ábyrgð á því að hafa tekið ákvörðun sem varð til þess að flokkurinn klofnaði og til varð sérframboð sem hlaut brautargengi í kosningunum og situr nú að völdum. Kosningaúrslit voru ekki fyrr ljós en grátkór hins fallna meirihluta hóf upp raust sína og kærði ekki bara kosningarnar heldur ákvað að þefa uppi svikara innan eigin raða, enda miklu betra að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. „Leitið og þér munuð finna“ stendur í góðri bók og þeir sem svekktastir voru vegna úrslitanna fundu skúrkinn sem bera átti ábyrgð á tapinu. Sá reynist vera þingmaður flokksins Páll Magnússon. Hann virðist reyndar stundum vera stoltari af því að vera Vestmannaeyingur en Sjálfstæðismaður, en sú áhersla ætti engan veginn að kosta sérstaka fordæmingu í Eyjum. Ekki skal vanmeta Pál Magnússon, sem má sín alveg örugglega mikils, en það er samt nokkur ofrausn að ætla honum að hafa af eigin rammleik snúið fjölda Vestmannaeyinga frá Sjálfstæðisflokknum og í átt að nýju afli. Talsmenn hins fallna meirihluta tala eins og það hafi alfarið verið á ábyrgð Páls að ná í hús þeim örfáu atkvæðum sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að halda völdum. Fjölmargir aðrir áhrifamenn innan flokksins hefðu örugglega mátt leggja harðar að sér við atkvæðasmölun. En fyrst og fremst hefði meirihlutinn átt að temja sér hógværð og samningslipurð á valdatíma sínum í stað þess að vaða áfram í sjálfhverfu og hroka. Hinn fallni meirihluti í Eyjum getur engum kennt um örlög sín nema sjálfum sér. Hann stundaði vinnubrögð sem klufu Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér má flokka það sem vissan árangur, en varla telst hann sérlega lofsverður og síst er hann til eftirbreytni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun