Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Strákarnir láta ekki nokkrar flugur, ekki frekar en Messi, stoppa sig. VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag en það flýgur til hinnar sögufrægu borgar Volgograd í dag þar sem það mætir Nígeríu í öðrum leik liðsins í D-riðli heimsmeistaramótsins á föstudaginn. Líkt og fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu á dögunum mun landsliðið taka æfingu á æfingasvæði liðsins í Kabardinka fyrr um daginn og síðan munu Hannes Halldórsson og Alfreð Finnbogason sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Áætlað er að landsliðið fari í loftið klukkan 17.00 að staðartíma, um 14.00 að íslenskum tíma, en flugið er ekki langt og á vélin að lenda um klukkustund síðar í Volgograd. Það er von á miklum hita í borginni, við lendingu er spáð 32 gráðu hita en á meðan strákarnir okkar dvelja í borginni er spáð um þrjátíu stiga hita. Aðeins á næturnar mun hitinn fara nær tuttugu gráðunum. Munu þeir taka æfingu á keppnisvellinum, Volgograd Arena, sem rúmar 45.000 manns, í hádeginu á morgun, áður en Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson mæta á blaðamannafund. Fyrsti leikur mótsins á Volgograd-vellinum fór fram í fyrrakvöld þegar England vann 2-1 sigur á Túnis en það var annað en úrslit leiksins sem vakti mikla athygli. Þar sem Volgograd-völlurinn stendur á bakka Volgu voru skordýr að trufla liðin við undirbúning og á meðan á leik stóð. Sást til leikmanna, stuðningsmanna og starfsmanna slá frá sér moskítóflugur á meðan leikurinn stóð yfir þrátt fyrir að þeir hefðu borið á sig skordýrafælu. Harry Kane, fyrirliði Englands, sagði að það hefði litlu skilað er hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Þetta var mun verra en við bjuggumst við, við settum á okkur fælu fyrir leik og í hálfleik en samt fékk ég flugur í augun, nefið og upp í mig á meðan leikurinn stóð yfir.“ Starfsteymi KSÍ var búið að huga að þessu og tók nóg af fælu með sér til Rússlands en það er spurning hvort það bjargi íslenska landsliðinu þegar á hólminn er komið. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30 Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00 Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag en það flýgur til hinnar sögufrægu borgar Volgograd í dag þar sem það mætir Nígeríu í öðrum leik liðsins í D-riðli heimsmeistaramótsins á föstudaginn. Líkt og fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu á dögunum mun landsliðið taka æfingu á æfingasvæði liðsins í Kabardinka fyrr um daginn og síðan munu Hannes Halldórsson og Alfreð Finnbogason sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Áætlað er að landsliðið fari í loftið klukkan 17.00 að staðartíma, um 14.00 að íslenskum tíma, en flugið er ekki langt og á vélin að lenda um klukkustund síðar í Volgograd. Það er von á miklum hita í borginni, við lendingu er spáð 32 gráðu hita en á meðan strákarnir okkar dvelja í borginni er spáð um þrjátíu stiga hita. Aðeins á næturnar mun hitinn fara nær tuttugu gráðunum. Munu þeir taka æfingu á keppnisvellinum, Volgograd Arena, sem rúmar 45.000 manns, í hádeginu á morgun, áður en Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson mæta á blaðamannafund. Fyrsti leikur mótsins á Volgograd-vellinum fór fram í fyrrakvöld þegar England vann 2-1 sigur á Túnis en það var annað en úrslit leiksins sem vakti mikla athygli. Þar sem Volgograd-völlurinn stendur á bakka Volgu voru skordýr að trufla liðin við undirbúning og á meðan á leik stóð. Sást til leikmanna, stuðningsmanna og starfsmanna slá frá sér moskítóflugur á meðan leikurinn stóð yfir þrátt fyrir að þeir hefðu borið á sig skordýrafælu. Harry Kane, fyrirliði Englands, sagði að það hefði litlu skilað er hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Þetta var mun verra en við bjuggumst við, við settum á okkur fælu fyrir leik og í hálfleik en samt fékk ég flugur í augun, nefið og upp í mig á meðan leikurinn stóð yfir.“ Starfsteymi KSÍ var búið að huga að þessu og tók nóg af fælu með sér til Rússlands en það er spurning hvort það bjargi íslenska landsliðinu þegar á hólminn er komið.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30 Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00 Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00
Vanur mýflugunum á Þingvallavatni Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 19:30
Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis. 19. júní 2018 07:00
Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu. 19. júní 2018 11:00