Frelsi fyrir þig Hildur Björnsdóttir skrifar 20. júní 2018 07:00 Í liðnum borgarstjórnarkosningum fengu kjósendur valið. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar og forgangsröðun í þágu grunnþjónustu hlutu 62% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni. Gamla meirihlutanum var hafnað. Kjósendur völdu breytingar. Það vakti því undrun þegar myndaður var meirihluti um óbreytta stefnu. Meirihluti sem hefur að baki færri atkvæði en þeir flokkar sem eftir standa í stjórnarandstöðu. Gamli meirihlutinn hlaut viðreisn frá Viðreisn. Hvað sem stjórnarmyndun líður er Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn í borginni. Hlutverk okkar í sterkri stjórnarandstöðu verður ærið. Við munum veita meirihlutanum virkt málefnalegt aðhald og sofum sannarlega ekki á verðinum. Ábyrg fjármálastjórn, traust grunnþjónusta og frjálslynd gildi verða í forgrunni. Við leggjum áherslu á niðurgreiðslu skulda í tekjugóðæri. Við teljum ótímabært að ráðast í stórtækar fjárfestingar sem kalla á stóraukna skuldsetningu. Við munum leggja fram marktækar leiðir til skuldaniðurgreiðslu. Við viljum minnka báknið, einfalda stjórnkerfið og lækka álögur á íbúa. Við vitum að traustur fjárhagur er grunnur að góðri þjónustu. Við leggjum áherslu á lausn leikskólavandans. Það er mikilvægt jafnréttismál sem skiptir sköpum fyrir bæði fjölskyldur og atvinnulíf. Enn vantar 200 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólaplássum er úthlutað með fyrirvara um mannaráðningar. Fyrirséður er áframhaldandi stórtækur vandi næsta haust. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Undir þessu verður ekki setið. Við munum þrýsta á mælanleg markmið í húsnæðismálum, aukið lóðaframboð og stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við viljum tryggja að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Hvort heldur sem er – í stjórnarandstöðu eða meirihluta – stendur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf fyrir frelsi og val. Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum banna minna og leyfa meira. Borg sem skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Við viljum fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Greiðar og vistvænar samgöngur. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Frelsi fyrir alla – frelsi fyrir þig.Höfundur er borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í liðnum borgarstjórnarkosningum fengu kjósendur valið. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar og forgangsröðun í þágu grunnþjónustu hlutu 62% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni. Gamla meirihlutanum var hafnað. Kjósendur völdu breytingar. Það vakti því undrun þegar myndaður var meirihluti um óbreytta stefnu. Meirihluti sem hefur að baki færri atkvæði en þeir flokkar sem eftir standa í stjórnarandstöðu. Gamli meirihlutinn hlaut viðreisn frá Viðreisn. Hvað sem stjórnarmyndun líður er Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn í borginni. Hlutverk okkar í sterkri stjórnarandstöðu verður ærið. Við munum veita meirihlutanum virkt málefnalegt aðhald og sofum sannarlega ekki á verðinum. Ábyrg fjármálastjórn, traust grunnþjónusta og frjálslynd gildi verða í forgrunni. Við leggjum áherslu á niðurgreiðslu skulda í tekjugóðæri. Við teljum ótímabært að ráðast í stórtækar fjárfestingar sem kalla á stóraukna skuldsetningu. Við munum leggja fram marktækar leiðir til skuldaniðurgreiðslu. Við viljum minnka báknið, einfalda stjórnkerfið og lækka álögur á íbúa. Við vitum að traustur fjárhagur er grunnur að góðri þjónustu. Við leggjum áherslu á lausn leikskólavandans. Það er mikilvægt jafnréttismál sem skiptir sköpum fyrir bæði fjölskyldur og atvinnulíf. Enn vantar 200 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólaplássum er úthlutað með fyrirvara um mannaráðningar. Fyrirséður er áframhaldandi stórtækur vandi næsta haust. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Undir þessu verður ekki setið. Við munum þrýsta á mælanleg markmið í húsnæðismálum, aukið lóðaframboð og stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við viljum tryggja að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Hvort heldur sem er – í stjórnarandstöðu eða meirihluta – stendur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf fyrir frelsi og val. Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum banna minna og leyfa meira. Borg sem skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Við viljum fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Greiðar og vistvænar samgöngur. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Frelsi fyrir alla – frelsi fyrir þig.Höfundur er borgarfulltrúi
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun