Litli frændi Gylfa Sig skoraði glæsilegt mark í úrslitaleik N1-mótsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2018 13:00 Lárus Orri skorar markið glæsilega. Lárus Orri Ólafsson, tólf ára gamall frændi Gylfa Þórs Sigurðssonar, sonur Ólafs Más Sigurðssonar, bróður Gylfa, og Lilju Karítasar Lárusardóttur, var hetja FH á N1-mótinu í fótbolta sem lauk á Akureyri um helgina. Þetta risavaxna fótboltamót sem KA-menn halda fyrir drengi í fimmta flokki á ellefu og tólf ára aldri fór vel fram að vanda en í úrslitaleiknum mættust FH 1 og HK 1. FH-ingar fögnuðu sigri, 3-0. FH komst í 2-0 og lagði Lárus Orri upp annað markið en hann rak svo smiðshöggið á sigurinn með marki sem stóri frændi væri sjálfur stoltur að skora. Að sjálfsögðu var það beint úr aukaspyrnu eins og Gylfi Þór hefur gert að listgrein. Lárus Orri tók spyrnu vinstra megin við teiginn og skoraði með þrumuskot í fjærhornið og innsiglaði glæsilegan sigur FH á mótinu. HK-ingar, sem eru vanir því að keppa til úrslita og vinna N1-mótið, þurftu að lúta í gras að þessu sinni. Lárus Orri kom ekki bara við sögu í úrslitaleiknum því hann kom FH bæði í undanúrslitin og úrslitaleikinn með því að skora úr síðustu spyrnu í vítaspyrnukeppni. Lárus tók 22. vítaspyrnuna í ótrúlegri vítaspyrnukeppni FH og KA í undanúrslitum og skilaði sínum mönnum í úrslitin. Fleiri synir landsliðsfólks tóku þátt í úrslitaleiknum en með Lárusi í liði voru bæði synir Rakelar Ögmundsdóttur og Arnars Þórs Viðarssonar. Daniel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára, var í tapliði HK. Frábært mark Lárusar má sjá í spilaranum hér að neðan en það kemur á 9:58:36. KA TV sýndi beint frá öllum leikdögum mótsins en þáttur Sumaramótanna um N1-mótið verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 á fimmtudagskvöldið. Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira
Lárus Orri Ólafsson, tólf ára gamall frændi Gylfa Þórs Sigurðssonar, sonur Ólafs Más Sigurðssonar, bróður Gylfa, og Lilju Karítasar Lárusardóttur, var hetja FH á N1-mótinu í fótbolta sem lauk á Akureyri um helgina. Þetta risavaxna fótboltamót sem KA-menn halda fyrir drengi í fimmta flokki á ellefu og tólf ára aldri fór vel fram að vanda en í úrslitaleiknum mættust FH 1 og HK 1. FH-ingar fögnuðu sigri, 3-0. FH komst í 2-0 og lagði Lárus Orri upp annað markið en hann rak svo smiðshöggið á sigurinn með marki sem stóri frændi væri sjálfur stoltur að skora. Að sjálfsögðu var það beint úr aukaspyrnu eins og Gylfi Þór hefur gert að listgrein. Lárus Orri tók spyrnu vinstra megin við teiginn og skoraði með þrumuskot í fjærhornið og innsiglaði glæsilegan sigur FH á mótinu. HK-ingar, sem eru vanir því að keppa til úrslita og vinna N1-mótið, þurftu að lúta í gras að þessu sinni. Lárus Orri kom ekki bara við sögu í úrslitaleiknum því hann kom FH bæði í undanúrslitin og úrslitaleikinn með því að skora úr síðustu spyrnu í vítaspyrnukeppni. Lárus tók 22. vítaspyrnuna í ótrúlegri vítaspyrnukeppni FH og KA í undanúrslitum og skilaði sínum mönnum í úrslitin. Fleiri synir landsliðsfólks tóku þátt í úrslitaleiknum en með Lárusi í liði voru bæði synir Rakelar Ögmundsdóttur og Arnars Þórs Viðarssonar. Daniel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára, var í tapliði HK. Frábært mark Lárusar má sjá í spilaranum hér að neðan en það kemur á 9:58:36. KA TV sýndi beint frá öllum leikdögum mótsins en þáttur Sumaramótanna um N1-mótið verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 á fimmtudagskvöldið.
Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira