Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 11:30 Maður grípur um fréttakonu í beinni útsendingu frá Rússlandi á dögunum DW/Skjáskot Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. Hún segir að konur sem starfi sem íþróttafréttamenn verði oft fyrir hræðilegum svívirðingum. Franks segir að heimur íþróttafréttamanna hafi ekki enn aðlagast þeirri vitundarvakningu sem hafi orðið í flestum öðrum starfsgreinum hvað varðar kynbundna áreitni og mismunun. Franks hefur varið síðustu árum í rannsóknir á starfsaðstæðum kvenna sem flytja fréttir af íþróttum. Hún segir að þrátt fyrir að konur hafi orðið sýnilegri á þeim vettvangi á allra síðustu árum sé enn langt í land hvað jafnrétti varðar. Vísir/Getty Sem dæmi megi nefna einelti sem konur verði fyrir á netinu þegar þær tjái sig um íþróttir, jafnvel þó að þær hafi atvinnu af. Þá séu tíð dæmi um að íþróttafréttakonur séu áreittar kynferðislega, bæði með orðum og gjörðum. Hún nefnir meðal annars mál Erin Andrews sem varð fyrir því árið 2008 að eltihrellir tók af henni nektarmyndband með leynilegri myndavél þegar hún var á hótelherbergi. Hún starfaði fyrir íþróttastöðina ESPN. Margar aðrar konur í stéttinni stigu fram og sögðu frá áreitni eftir að hennar mál komst í fjölmiðla. Áreitni, sem beinist gegn íþróttafréttakonum, hefur meðal annars vakið athygli á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem karlmenn áreittu fréttakonur í beinni útsendingu. Þeirra á meðal er brasilíska fréttakonan Julia Guimarães en hún vakti athygli fyrir kröftug mótmæli þegar maður vatt sér að henni og kyssti hana óboðinn. „Aldrei gera svona við konu, sýndu virðingu!“ sagði hún meðal annars. Spænska fréttakonan Julieth González Therán varð fyrir svipaðri áreitni í beinni útsendingu Deutsche Welle frá Rússlandi. Íslensku fréttakonurnar á HM fóru ekki varhluta af umhverfinu. Birta Björnsdóttir lýsti því í Síðdegisútvarpinu á dögunum hvernig það gerðist tvisvar að menn gripu hana úti á götu og reyndu að kyssa hana þegar hún var að reyna að sinna starfi sínu. Myndband af öðru atvikinu má sjá á vef RÚV. Maðurinn segir það falsfrétt að hann hafi verið að áreita fréttakonuna á myndinniCNN/Skjáskot Athygli vakti þegar Edda Sif Pálsdóttir varð fyrir áreiti kollega síns, Hjartar Hjartarsonar, sem var í kjölfarið sendur heim frá Rússlandi og sagði upp störfum hjá Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Hann hafði áður veist að henni með ofbeldi opinberlega og verið kærður fyrir, þó að sú kæra hafi verið látin niður falla eftir samkomulag. Á annað hundrað fjölmiðlakvenna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að öryggi þeirra yrði tryggt á vinnustað. Þá vakti athygli að í umfjöllun CNN um áreitni á HM í Rússlandi var meðal annars birt mynd af stuðningsmanni íslenska landsliðsins. Í samtali við fréttastofu sagði maðurinn það falsfréttir að hann hafi verið að áreita fréttakonuna. Kyn hennar hafi ekki skipt máli, þetta hafi bara verið tilraun til að fá athygli með uppgerð og sprelli. HM 2018 í Rússlandi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. Hún segir að konur sem starfi sem íþróttafréttamenn verði oft fyrir hræðilegum svívirðingum. Franks segir að heimur íþróttafréttamanna hafi ekki enn aðlagast þeirri vitundarvakningu sem hafi orðið í flestum öðrum starfsgreinum hvað varðar kynbundna áreitni og mismunun. Franks hefur varið síðustu árum í rannsóknir á starfsaðstæðum kvenna sem flytja fréttir af íþróttum. Hún segir að þrátt fyrir að konur hafi orðið sýnilegri á þeim vettvangi á allra síðustu árum sé enn langt í land hvað jafnrétti varðar. Vísir/Getty Sem dæmi megi nefna einelti sem konur verði fyrir á netinu þegar þær tjái sig um íþróttir, jafnvel þó að þær hafi atvinnu af. Þá séu tíð dæmi um að íþróttafréttakonur séu áreittar kynferðislega, bæði með orðum og gjörðum. Hún nefnir meðal annars mál Erin Andrews sem varð fyrir því árið 2008 að eltihrellir tók af henni nektarmyndband með leynilegri myndavél þegar hún var á hótelherbergi. Hún starfaði fyrir íþróttastöðina ESPN. Margar aðrar konur í stéttinni stigu fram og sögðu frá áreitni eftir að hennar mál komst í fjölmiðla. Áreitni, sem beinist gegn íþróttafréttakonum, hefur meðal annars vakið athygli á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem karlmenn áreittu fréttakonur í beinni útsendingu. Þeirra á meðal er brasilíska fréttakonan Julia Guimarães en hún vakti athygli fyrir kröftug mótmæli þegar maður vatt sér að henni og kyssti hana óboðinn. „Aldrei gera svona við konu, sýndu virðingu!“ sagði hún meðal annars. Spænska fréttakonan Julieth González Therán varð fyrir svipaðri áreitni í beinni útsendingu Deutsche Welle frá Rússlandi. Íslensku fréttakonurnar á HM fóru ekki varhluta af umhverfinu. Birta Björnsdóttir lýsti því í Síðdegisútvarpinu á dögunum hvernig það gerðist tvisvar að menn gripu hana úti á götu og reyndu að kyssa hana þegar hún var að reyna að sinna starfi sínu. Myndband af öðru atvikinu má sjá á vef RÚV. Maðurinn segir það falsfrétt að hann hafi verið að áreita fréttakonuna á myndinniCNN/Skjáskot Athygli vakti þegar Edda Sif Pálsdóttir varð fyrir áreiti kollega síns, Hjartar Hjartarsonar, sem var í kjölfarið sendur heim frá Rússlandi og sagði upp störfum hjá Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Hann hafði áður veist að henni með ofbeldi opinberlega og verið kærður fyrir, þó að sú kæra hafi verið látin niður falla eftir samkomulag. Á annað hundrað fjölmiðlakvenna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að öryggi þeirra yrði tryggt á vinnustað. Þá vakti athygli að í umfjöllun CNN um áreitni á HM í Rússlandi var meðal annars birt mynd af stuðningsmanni íslenska landsliðsins. Í samtali við fréttastofu sagði maðurinn það falsfréttir að hann hafi verið að áreita fréttakonuna. Kyn hennar hafi ekki skipt máli, þetta hafi bara verið tilraun til að fá athygli með uppgerð og sprelli.
HM 2018 í Rússlandi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira