Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 19:11 Veðurfar og afbókarnir hafa bitnað á félaginu. Fréttablaðið/Pjetur Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað.Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar þar sem segir að miðað við fyrirliggjandi forsendur verði afkoma fyrirtækisins áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta verði á bilinu 120-140 milljónir dollara, um þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að afkoman yrði á bilinu 170-190 milljónir dollara, um átján til tuttugu milljarða króna. „Talsvert rask hefur átt sér stað í flugáætlun Icelandair undanfarnar vikur, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar o.fl. hafa valdið auknum kostnaði auk þess sem tekjur hafa tapast,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að samhliða frumvinnu við drög að uppgjöri annars ársfjórðungs hafi félagið greint forsendur afkomuspár fyrir síðari hluta ársins. Spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi hingað til ekki gengið eftir, þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað að meðaltali um fimmtíu prósent síðustu tólf mánuði. Því hafi félagið ákveðið að lækka tekjuspá fyrir síðari hluta ársins.Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.Talsverð vonbrigði að sögn forstjórans „Töluverðar afbókanir hafa verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem mun valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. Þá hefur mikil framboðsaukning yfir Atlantshafið á nokkrum lykilmörkuðum félagsins haft áhrif á verðþróun á háönn,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi félagið einnig verið að fjárfesta í nýjum áfangastöðum sem styrkja eigi leiðakerfi Icelandair til lengri tíma en bókanir fari hægar af stað á þessum stöðum en gert var ráð fyrir. Þó segir í tilkynningunni að til lengri tíma séu horfur í rekstri félagsins góðar, vöxtur sé á flestum mörkuðum félagsins, það sé fjárhagslega sterkt og með góða stöðu á mörkuðum. „Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okkur talsverð vonbrigði. Sú þróun meðalverða sem við gerðum ráð fyrir á síðari hluta ársins virðist ekki vera að ganga eftir og því lækkum við tekjuspá félagsins,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins, í tilkynningunni. Icelandair Group á og rekur meðal annars Icelandair, Air Iceland Connect, Iceland Travel og Loftleidir Icelandic. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað.Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar þar sem segir að miðað við fyrirliggjandi forsendur verði afkoma fyrirtækisins áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta verði á bilinu 120-140 milljónir dollara, um þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að afkoman yrði á bilinu 170-190 milljónir dollara, um átján til tuttugu milljarða króna. „Talsvert rask hefur átt sér stað í flugáætlun Icelandair undanfarnar vikur, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar o.fl. hafa valdið auknum kostnaði auk þess sem tekjur hafa tapast,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að samhliða frumvinnu við drög að uppgjöri annars ársfjórðungs hafi félagið greint forsendur afkomuspár fyrir síðari hluta ársins. Spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi hingað til ekki gengið eftir, þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað að meðaltali um fimmtíu prósent síðustu tólf mánuði. Því hafi félagið ákveðið að lækka tekjuspá fyrir síðari hluta ársins.Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.Talsverð vonbrigði að sögn forstjórans „Töluverðar afbókanir hafa verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem mun valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. Þá hefur mikil framboðsaukning yfir Atlantshafið á nokkrum lykilmörkuðum félagsins haft áhrif á verðþróun á háönn,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi félagið einnig verið að fjárfesta í nýjum áfangastöðum sem styrkja eigi leiðakerfi Icelandair til lengri tíma en bókanir fari hægar af stað á þessum stöðum en gert var ráð fyrir. Þó segir í tilkynningunni að til lengri tíma séu horfur í rekstri félagsins góðar, vöxtur sé á flestum mörkuðum félagsins, það sé fjárhagslega sterkt og með góða stöðu á mörkuðum. „Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okkur talsverð vonbrigði. Sú þróun meðalverða sem við gerðum ráð fyrir á síðari hluta ársins virðist ekki vera að ganga eftir og því lækkum við tekjuspá félagsins,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins, í tilkynningunni. Icelandair Group á og rekur meðal annars Icelandair, Air Iceland Connect, Iceland Travel og Loftleidir Icelandic.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira