Borga hálfa milljón á mánuði fyrir neysluna Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. júlí 2018 20:30 Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík segir stöðu þeirra sem háðir eru morfínskyldum lyfjum hafa stórversnað samhliða átaki yfirvalda um að koma efnunum af svörtum markaði. Kostnaður við neysluna nemi oft um hálfri milljón á mánuði og notendur leiðist í auknum mæli út í glæpi og kynlífsvinnu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum fyrir helgi hefur tollgæslan undanfarna mánuði fundið fyrir sprengingu í innflutningi lyfseðilss kyldra ávana- og fíknilyfja frá Spáni. Sjá einnig: Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, verkefnis Rauða krossins sem aðstoðar fólk á jaðri samfélagsins, kveðst þó ekki finna fyrir fjölgun í hópi þeirra sem nota morfínskyld lyf í æð samhliða innflutningnum – heldur skýrist hann einfaldlega af minna framboði.„Fyrir um tveimur árum síðan fer embætti landlæknis í mikið átak til að reyna að draga úr að lyfseðilsskyld lyf, sérstaklega morfínskyld lyf, detti inn á ólöglegan markað í sölu. Þegar það fer í gegn þá verður smá þurrkur og minna framboð af þessum lyfjum,“ segir Svala.Úr fjögur þúsund krónum í átta þúsundÞessi þurrkur hafi ekki leitt til minnkandi eftirspurnar, heldur nálgist fólk lyfin einfaldlega eftir öðrum leiðum – meðal annars frá Spáni. Þetta hafi hins vegar orðið til þess að hækka verðið umtalsvert.„Hundrað milligramma Contalgin var áður á fjögur til fimm þúsund kall. Í dag kostar þessi tafla á ólöglegum markaði um átta þúsund. Það er mikið inngrip í líf einstaklinganna sem eru háðir þessum lyfjum."Samhliða þessu borgi fólk himinháar fjárhæðir til að lifa af mánuðinn.„Að meðaltali er skjólstæðingur sem er að nota morfín í æð að eyða um hálfri milljón á mánuði, bara í að fjármagna morfínnotkunina. Þá á eftir að fjármagna allt annað.“Eðli málsins samkvæmt séu slík útgjöld ekki á færi hvers sem er og þurfi því að leita ýmissa leiða til að fjármagna neysluna.Mikil aukning í kynlífsþjónustu„Það eru t.d. innbrot í bíla og fyrirtæki og svo sjáum við rosalega mikla aukningu á svona kynlífsþjónustu, sem við köllum „sex work“, þetta er vont og skaðlegt fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild“ segir Svala.Skjólstæðingar þeirra séu í mun verra ásigkomulagi í dag en fyrir örfáum árum. Svala segir nauðsynlegt að nálgast hópinn með mannúðlegum aðferðum og bjóða skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, t.d. með innlögn á göngudeild fíknimeðferðar undir handleiðslu sérhæfðis teymis heilbrigðisstarfsfólks, á borð við lækna, geðhjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Þannig geti einstaklingarnir náð ákveðnu jafnvægi og ró í líf sitt meðan unnið er í rót vandans.„Með því markmiði að láta þau fá morfínskyldu lyfin sem þau eru háð út frá læknisfræðilegum tilgangi og reyna að aðstoða þau með þann undirliggjandi vanda sem veldur því að þau eru háð lyfjunum,“ segir Svala að lokum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík segir stöðu þeirra sem háðir eru morfínskyldum lyfjum hafa stórversnað samhliða átaki yfirvalda um að koma efnunum af svörtum markaði. Kostnaður við neysluna nemi oft um hálfri milljón á mánuði og notendur leiðist í auknum mæli út í glæpi og kynlífsvinnu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum fyrir helgi hefur tollgæslan undanfarna mánuði fundið fyrir sprengingu í innflutningi lyfseðilss kyldra ávana- og fíknilyfja frá Spáni. Sjá einnig: Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, verkefnis Rauða krossins sem aðstoðar fólk á jaðri samfélagsins, kveðst þó ekki finna fyrir fjölgun í hópi þeirra sem nota morfínskyld lyf í æð samhliða innflutningnum – heldur skýrist hann einfaldlega af minna framboði.„Fyrir um tveimur árum síðan fer embætti landlæknis í mikið átak til að reyna að draga úr að lyfseðilsskyld lyf, sérstaklega morfínskyld lyf, detti inn á ólöglegan markað í sölu. Þegar það fer í gegn þá verður smá þurrkur og minna framboð af þessum lyfjum,“ segir Svala.Úr fjögur þúsund krónum í átta þúsundÞessi þurrkur hafi ekki leitt til minnkandi eftirspurnar, heldur nálgist fólk lyfin einfaldlega eftir öðrum leiðum – meðal annars frá Spáni. Þetta hafi hins vegar orðið til þess að hækka verðið umtalsvert.„Hundrað milligramma Contalgin var áður á fjögur til fimm þúsund kall. Í dag kostar þessi tafla á ólöglegum markaði um átta þúsund. Það er mikið inngrip í líf einstaklinganna sem eru háðir þessum lyfjum."Samhliða þessu borgi fólk himinháar fjárhæðir til að lifa af mánuðinn.„Að meðaltali er skjólstæðingur sem er að nota morfín í æð að eyða um hálfri milljón á mánuði, bara í að fjármagna morfínnotkunina. Þá á eftir að fjármagna allt annað.“Eðli málsins samkvæmt séu slík útgjöld ekki á færi hvers sem er og þurfi því að leita ýmissa leiða til að fjármagna neysluna.Mikil aukning í kynlífsþjónustu„Það eru t.d. innbrot í bíla og fyrirtæki og svo sjáum við rosalega mikla aukningu á svona kynlífsþjónustu, sem við köllum „sex work“, þetta er vont og skaðlegt fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild“ segir Svala.Skjólstæðingar þeirra séu í mun verra ásigkomulagi í dag en fyrir örfáum árum. Svala segir nauðsynlegt að nálgast hópinn með mannúðlegum aðferðum og bjóða skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, t.d. með innlögn á göngudeild fíknimeðferðar undir handleiðslu sérhæfðis teymis heilbrigðisstarfsfólks, á borð við lækna, geðhjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Þannig geti einstaklingarnir náð ákveðnu jafnvægi og ró í líf sitt meðan unnið er í rót vandans.„Með því markmiði að láta þau fá morfínskyldu lyfin sem þau eru háð út frá læknisfræðilegum tilgangi og reyna að aðstoða þau með þann undirliggjandi vanda sem veldur því að þau eru háð lyfjunum,“ segir Svala að lokum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00
Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00
Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00