Uppgjör: Vettel sigraði magnaðan kappakstur Bragi Þórðarson skrifar 8. júlí 2018 17:00 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. getty 140 þúsund breskir áhorfendur á Silverstone brautinni í dag voru hreint út sagt ekki sáttir eftir að Kimi Raikkonen keyrði á hetjuna þeirra, Lewis Hamilton á fyrsta hring breska kappakstursins. Alls voru 340 þúsund áhorfendur mættir á þessa sögufrægu braut sem byggð er á gömlum flugvelli úr seinni heimsstyrjöldinni. Öll pressan á HamiltonLewis Hamilton, eini Bretinn í keppninni, ræsti fyrstur með væntingar heillar þjóðar á herðunum. Með sigri gat Hamilton jafnað met Ayrton Senna yfir fjölda sigra á heimavelli, sem og gat hann orðið sigursælasti Bretinn á brautinni. Strax í þriðju beygju var draumurinn úti er Kimi Raikkonen á Ferrari keyrði aftan á bíl Hamiltons. Fyrir vikið datt Bretinn niður í síðasta sætið en Kimi fékk tíu sekúndna refsingu. Annar á ráspól var Sebastian Vettel á Ferrari sem leiddi heimsmeistaramótið með einu stigi fyrir kappaksturinn. Vettel fór frábærlega af stað og var kominn á undan Lewis strax í fyrstu beygju og hélt þeirri forustu örugglega í byrjun kappakstursins. Á sama tíma var Raikkonen í miklu basli eftir samstuðið við Hamilton og var Finninn dottinn alla leið niður í fimmta sætið. ,,Má ég ekkert hugsa lengur‘‘ mátti heyra Kimi seigja í talstöðinni til liðsins er liðstjóri Finnans var að reyna stappa í honum stálið. Þá byrjaði mögnuð endurkoma Lewis Hamilton og var Bretinn kominn upp í sjöunda sætið eftir aðeins tólf hringi. Akstur heimamannsins minnti helst á einhvern tölvuleik, svo auðveldir voru framúrakstrar hans. Allt getur gerst í Formúlu 1Draumur Lewis Hamilton um sigur var úti strax í þriðju beygju akstursins í dag.gettyEftir fyrstu þjónustuhléin var Vettel enn fyrstur á undan Valtteri Bottas á Mercedes. Max Verstappen á Red Bull var þriðji og Raikkonen fjórði á undan Hamilton. Á 33. hring breyttist kappaksturinn algjörlega er Marcus Ericsson missti stjórn á Sauber bíl sínum og klessti harkalega á dekkjavegg. Fyrir vikið var öryggisbíllinn kallaður út og drifu flestir sig inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti. Mercedes ákvað þó að halda sínum mönnum úti á brautinni og var staðan því þannig að Bottas leiddi á undan Vettel, Hamilton og Raikkonen. Ferrari hafði þá misst stöðu sína á brautinni en var á ferskari dekkjum og því með hraðari bíl. Þá þurfti Ferrari að treysta á hæfni ökumanna sinna til framúraksturs ef liðið ætlaði heim með fleiri stig en Mercedes. Öryggisbíllinn fór inn þegar aðeins 15 hringir voru eftir, hann stoppaði þó stutt þar sem annar árekstur varð á brautinni nokkrum sekúndum eftir endurræsinguna. Þar voru það Romain Grosjean og Carlos Sainz sem skullu saman og þurfti öryggisbíllinn því aftur að fara út. Gríðarleg spenna á lokahringjunumMjúku dekk Ferrari bílanna reyndust þeim Vettel og Raikkonen vel.gettyÞegar öryggisbíllinn fór inn í annað skiptið voru aðeins 10 hringir eftir af kappakstrinum. Það var alveg ljóst að Ferrari bílarnir voru hraðari enda á nýjum mjúkum (e. soft) dekkjum á meðan að Mercedes þurftu að berjast á notuðum meðalmjúkum (e. medium) dekkjum. Spennan var heiftarleg á lokahringjunum og þrátt fyrir að hvert einasta stykki í þessum tveimur bílum er mismunandi munaði ekki nema nokkrum sekúndubrotum á þeim. Raikkonen ógnaði Hamilton í þriðja sætinu, Hamilton elti Vettel sem ógnaði Bottas. Svona gekk þetta hring eftir hring. Valtteri varðist af hörku og reyndi að gera Mercedes bíl sinn eins breiðan og mögulega hægt var. En á endanum komst Vettel framúr með hjálp DRS búnaðsins sem minnkar vindmótstöðu á beinu köflunum. Afturdekk Bottas voru algjörlega búin og einum hring seinna komust bæði Hamilton og Raikkonen framúr. Vettel stóð uppi sem sigurvegariSebastian Vettel stóð uppi sem sigurvegari.gettySebastian Vettel kom sá og sigraði á heimavelli Lewis og jók því forskotið úr einu stigi í átta. Ferrari er þá komið með 20 stiga forskot í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan árið 2012 sem að Mercedes nær ekki sigri á Silverstone brautinni. Það er í kortunum að taka Breska kappaksturinn af dagatalinu fyrir árið 2020, en eftir þennan magnaða kappakstur munu mótshaldarar alveg örugglega hugsa sig tvisvar um. Næsta keppni fer fram á heimavelli Vettels, á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Þar ætlar Hamilton svo sannarlega að svara fyrir sig og stela heimasigrinum af keppinauti sýnum líkt og Vettel gerði um helgina. Formúla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
140 þúsund breskir áhorfendur á Silverstone brautinni í dag voru hreint út sagt ekki sáttir eftir að Kimi Raikkonen keyrði á hetjuna þeirra, Lewis Hamilton á fyrsta hring breska kappakstursins. Alls voru 340 þúsund áhorfendur mættir á þessa sögufrægu braut sem byggð er á gömlum flugvelli úr seinni heimsstyrjöldinni. Öll pressan á HamiltonLewis Hamilton, eini Bretinn í keppninni, ræsti fyrstur með væntingar heillar þjóðar á herðunum. Með sigri gat Hamilton jafnað met Ayrton Senna yfir fjölda sigra á heimavelli, sem og gat hann orðið sigursælasti Bretinn á brautinni. Strax í þriðju beygju var draumurinn úti er Kimi Raikkonen á Ferrari keyrði aftan á bíl Hamiltons. Fyrir vikið datt Bretinn niður í síðasta sætið en Kimi fékk tíu sekúndna refsingu. Annar á ráspól var Sebastian Vettel á Ferrari sem leiddi heimsmeistaramótið með einu stigi fyrir kappaksturinn. Vettel fór frábærlega af stað og var kominn á undan Lewis strax í fyrstu beygju og hélt þeirri forustu örugglega í byrjun kappakstursins. Á sama tíma var Raikkonen í miklu basli eftir samstuðið við Hamilton og var Finninn dottinn alla leið niður í fimmta sætið. ,,Má ég ekkert hugsa lengur‘‘ mátti heyra Kimi seigja í talstöðinni til liðsins er liðstjóri Finnans var að reyna stappa í honum stálið. Þá byrjaði mögnuð endurkoma Lewis Hamilton og var Bretinn kominn upp í sjöunda sætið eftir aðeins tólf hringi. Akstur heimamannsins minnti helst á einhvern tölvuleik, svo auðveldir voru framúrakstrar hans. Allt getur gerst í Formúlu 1Draumur Lewis Hamilton um sigur var úti strax í þriðju beygju akstursins í dag.gettyEftir fyrstu þjónustuhléin var Vettel enn fyrstur á undan Valtteri Bottas á Mercedes. Max Verstappen á Red Bull var þriðji og Raikkonen fjórði á undan Hamilton. Á 33. hring breyttist kappaksturinn algjörlega er Marcus Ericsson missti stjórn á Sauber bíl sínum og klessti harkalega á dekkjavegg. Fyrir vikið var öryggisbíllinn kallaður út og drifu flestir sig inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti. Mercedes ákvað þó að halda sínum mönnum úti á brautinni og var staðan því þannig að Bottas leiddi á undan Vettel, Hamilton og Raikkonen. Ferrari hafði þá misst stöðu sína á brautinni en var á ferskari dekkjum og því með hraðari bíl. Þá þurfti Ferrari að treysta á hæfni ökumanna sinna til framúraksturs ef liðið ætlaði heim með fleiri stig en Mercedes. Öryggisbíllinn fór inn þegar aðeins 15 hringir voru eftir, hann stoppaði þó stutt þar sem annar árekstur varð á brautinni nokkrum sekúndum eftir endurræsinguna. Þar voru það Romain Grosjean og Carlos Sainz sem skullu saman og þurfti öryggisbíllinn því aftur að fara út. Gríðarleg spenna á lokahringjunumMjúku dekk Ferrari bílanna reyndust þeim Vettel og Raikkonen vel.gettyÞegar öryggisbíllinn fór inn í annað skiptið voru aðeins 10 hringir eftir af kappakstrinum. Það var alveg ljóst að Ferrari bílarnir voru hraðari enda á nýjum mjúkum (e. soft) dekkjum á meðan að Mercedes þurftu að berjast á notuðum meðalmjúkum (e. medium) dekkjum. Spennan var heiftarleg á lokahringjunum og þrátt fyrir að hvert einasta stykki í þessum tveimur bílum er mismunandi munaði ekki nema nokkrum sekúndubrotum á þeim. Raikkonen ógnaði Hamilton í þriðja sætinu, Hamilton elti Vettel sem ógnaði Bottas. Svona gekk þetta hring eftir hring. Valtteri varðist af hörku og reyndi að gera Mercedes bíl sinn eins breiðan og mögulega hægt var. En á endanum komst Vettel framúr með hjálp DRS búnaðsins sem minnkar vindmótstöðu á beinu köflunum. Afturdekk Bottas voru algjörlega búin og einum hring seinna komust bæði Hamilton og Raikkonen framúr. Vettel stóð uppi sem sigurvegariSebastian Vettel stóð uppi sem sigurvegari.gettySebastian Vettel kom sá og sigraði á heimavelli Lewis og jók því forskotið úr einu stigi í átta. Ferrari er þá komið með 20 stiga forskot í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan árið 2012 sem að Mercedes nær ekki sigri á Silverstone brautinni. Það er í kortunum að taka Breska kappaksturinn af dagatalinu fyrir árið 2020, en eftir þennan magnaða kappakstur munu mótshaldarar alveg örugglega hugsa sig tvisvar um. Næsta keppni fer fram á heimavelli Vettels, á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Þar ætlar Hamilton svo sannarlega að svara fyrir sig og stela heimasigrinum af keppinauti sýnum líkt og Vettel gerði um helgina.
Formúla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira