Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2018 20:30 Björn Halldórsson, bóndi í Vopnafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. Rætt var við Björn Halldórsson, bónda á Akri í Vopnafirði, í fréttum Stöðvar 2. Einn ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, hefur eignast fjórar laxveiðijarðir í Vopnafirði, við Hofsá og Sunnudalsá. Hann keypti einnig Grímsstaði á Fjöllum, jarðaparta við Hafralónsá í Þistilfirði og þar úr sveit heyrist að hann sé núna að reyna að kaupa þar fleiri jarðir.Grumman Gulfstream einkaþota Jim Ratcliffes á Egilsstaðaflugvelli. Auðjöfurinn hefur sagst í viðtali kaupa jarðirnar af umhyggju fyrir íslenskri náttúru.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að þetta sé ágætis maður. En það að samfélagið og stjórnkerfið á Íslandi skuli leyfa þetta, - að það skuli ekki taka í taumana og hugsa fram í tímann. Þessi maður var hérna dálítið í fyrrasumar, maður sá að þotan var að fljúga hér yfir. Hann er alltaf á einkaþotu hérna. Hann hefur svo sem ekkert, held ég, verið að gera neitt annað en kannski eitthvað að veiða fisk.“ Björn hefur um áraraðir verið í forystusveit bænda, bæði á Austurlandi og á landsvísu, og setið í sveitarstjórn Vopnafjarðar. Hann kveðst hafa skilning á því að fólk vilji selja. „Þú myndir ekki neita því ef þú fengir tvöfalt verð fyrir íbúðina þína í Reykjavík, eða húsið þitt. En það gildir bara annað, finnst mér, um land.“Björn bendir inn í Vopnafjörð þar sem jarðir Ratcliffes eru. Sú næsta er þrjá kílómetra frá jörð Björns.Stöð 2/Arnar Halldósson.Björn segir full rök fyrir því að stjórnvöld grípi í taumana með sama hætti og komið sé í veg fyrir að útlendingar eignist fiskimiðin. „Fiskveiðiauðlindina. En það eru engin ákvæði um það að auðlind á landi sé með nokkrum hætti hægt að hefta, nema þá hugsanlega aðila sem ekki eru innan EES-svæðisins.“ -Er þetta að skaða sveitirnar nú þegar? „Það er engin spurning. Það er algerlega undir eigendum jarðanna komið hvort þær eru setnar, hvort þær eru nýttar, hvort það er einhver rekstur.“Séð yfir Hofsárdal í átt til Sunnudals. Veiðihús Hofsár fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar HalldórssonBjörn segir tekjur sveitarfélagsins skerðast þegar starfsemi hætti á jörðum. „Þá er ekkert annað en fasteignagjöld. Það eru engar aðrar tekjur af þessu fyrir samfélögin, þessi litlu samfélög.“Séð inn Hofsárdal. Bærinn Bustarfell fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki í veg fyrir að verðmæti í formi lands færist í hendur útlendinga. „Að þau skuli ekki vera tryggð í eigu þjóðarinnar með einhverjum hætti. Mér finnst það. Mér finnst það bara aumingjaskapur dauðans,“ segir Björn Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. Rætt var við Björn Halldórsson, bónda á Akri í Vopnafirði, í fréttum Stöðvar 2. Einn ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, hefur eignast fjórar laxveiðijarðir í Vopnafirði, við Hofsá og Sunnudalsá. Hann keypti einnig Grímsstaði á Fjöllum, jarðaparta við Hafralónsá í Þistilfirði og þar úr sveit heyrist að hann sé núna að reyna að kaupa þar fleiri jarðir.Grumman Gulfstream einkaþota Jim Ratcliffes á Egilsstaðaflugvelli. Auðjöfurinn hefur sagst í viðtali kaupa jarðirnar af umhyggju fyrir íslenskri náttúru.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að þetta sé ágætis maður. En það að samfélagið og stjórnkerfið á Íslandi skuli leyfa þetta, - að það skuli ekki taka í taumana og hugsa fram í tímann. Þessi maður var hérna dálítið í fyrrasumar, maður sá að þotan var að fljúga hér yfir. Hann er alltaf á einkaþotu hérna. Hann hefur svo sem ekkert, held ég, verið að gera neitt annað en kannski eitthvað að veiða fisk.“ Björn hefur um áraraðir verið í forystusveit bænda, bæði á Austurlandi og á landsvísu, og setið í sveitarstjórn Vopnafjarðar. Hann kveðst hafa skilning á því að fólk vilji selja. „Þú myndir ekki neita því ef þú fengir tvöfalt verð fyrir íbúðina þína í Reykjavík, eða húsið þitt. En það gildir bara annað, finnst mér, um land.“Björn bendir inn í Vopnafjörð þar sem jarðir Ratcliffes eru. Sú næsta er þrjá kílómetra frá jörð Björns.Stöð 2/Arnar Halldósson.Björn segir full rök fyrir því að stjórnvöld grípi í taumana með sama hætti og komið sé í veg fyrir að útlendingar eignist fiskimiðin. „Fiskveiðiauðlindina. En það eru engin ákvæði um það að auðlind á landi sé með nokkrum hætti hægt að hefta, nema þá hugsanlega aðila sem ekki eru innan EES-svæðisins.“ -Er þetta að skaða sveitirnar nú þegar? „Það er engin spurning. Það er algerlega undir eigendum jarðanna komið hvort þær eru setnar, hvort þær eru nýttar, hvort það er einhver rekstur.“Séð yfir Hofsárdal í átt til Sunnudals. Veiðihús Hofsár fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar HalldórssonBjörn segir tekjur sveitarfélagsins skerðast þegar starfsemi hætti á jörðum. „Þá er ekkert annað en fasteignagjöld. Það eru engar aðrar tekjur af þessu fyrir samfélögin, þessi litlu samfélög.“Séð inn Hofsárdal. Bærinn Bustarfell fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki í veg fyrir að verðmæti í formi lands færist í hendur útlendinga. „Að þau skuli ekki vera tryggð í eigu þjóðarinnar með einhverjum hætti. Mér finnst það. Mér finnst það bara aumingjaskapur dauðans,“ segir Björn Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00
Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45