Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 18:45 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. fréttablaðið/anton brink Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. Ástæðan er aukið álaga á bráðamóttöku frá og með morgundeginum þegar Hjartagátt Landspítala lokar. Þeim sjúklingum sem leita vanalega til Hjartagáttar verður nú beint á bráðamóttöku í Fossvogi en Hjartagáttin verður lokuð í fjórar vikur; opnar aftur föstudaginn 3. ágúst. „Þetta hefur þau áhrif að þeir 25 sjúklingar, að meðaltali á sólarhring, sem leitað hafa á Hjartagáttina koma þá til okkar í staðinn og bætast við þá 85 sjúklinga sem koma hingað með bráð veikindi á hverjum degi. Þannig að þetta er töluvert mikil aukning á sjúklingum með bráð veikindi. Það verður mikil áskorun að ná að sinna öllum sjúklingum eins fljótt og vel og við viljum,“ segir Jón Magnús og bætir við að undanfarið hafi verið unnið að því með hjartalæknum og öðrum innan spítalans að setja upp áætlun til að gera þetta mögulegt og tryggja öryggi sjúklinga. Jón Magnús bendir á að undanfarin ár hafi heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu verið að auka sína þjónustu. Þær séu því allar með opna bráðatíma svo einstaklingum með minna alvarlega sjúkdóma eða slys er bent á að leita á sína heilsugæslu á þeim tíma sem hún er opin, auk þess sem hægt sé að leita á Læknavaktina. „Við hvetjum alla þá sem telja sig geta nýtt þá þjónustu að nýta sér hana. Við komum til með að herða á því verklagi að vísa fólki í sinn rétta farveg sem leitar til okkar og það getur vel þýtt að fólki verði vísað á heilsugæslu eða læknavakt,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. Ástæðan er aukið álaga á bráðamóttöku frá og með morgundeginum þegar Hjartagátt Landspítala lokar. Þeim sjúklingum sem leita vanalega til Hjartagáttar verður nú beint á bráðamóttöku í Fossvogi en Hjartagáttin verður lokuð í fjórar vikur; opnar aftur föstudaginn 3. ágúst. „Þetta hefur þau áhrif að þeir 25 sjúklingar, að meðaltali á sólarhring, sem leitað hafa á Hjartagáttina koma þá til okkar í staðinn og bætast við þá 85 sjúklinga sem koma hingað með bráð veikindi á hverjum degi. Þannig að þetta er töluvert mikil aukning á sjúklingum með bráð veikindi. Það verður mikil áskorun að ná að sinna öllum sjúklingum eins fljótt og vel og við viljum,“ segir Jón Magnús og bætir við að undanfarið hafi verið unnið að því með hjartalæknum og öðrum innan spítalans að setja upp áætlun til að gera þetta mögulegt og tryggja öryggi sjúklinga. Jón Magnús bendir á að undanfarin ár hafi heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu verið að auka sína þjónustu. Þær séu því allar með opna bráðatíma svo einstaklingum með minna alvarlega sjúkdóma eða slys er bent á að leita á sína heilsugæslu á þeim tíma sem hún er opin, auk þess sem hægt sé að leita á Læknavaktina. „Við hvetjum alla þá sem telja sig geta nýtt þá þjónustu að nýta sér hana. Við komum til með að herða á því verklagi að vísa fólki í sinn rétta farveg sem leitar til okkar og það getur vel þýtt að fólki verði vísað á heilsugæslu eða læknavakt,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira