Sigurbergur hættir í fótbolta: Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50 prósent Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. júlí 2018 18:26 Sigurbergur í leik með Keflavík vísir/vilhelm Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi deild karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur, sem er 26 ára gamall, segir þrálát hnémeiðsli ástæðu þess að hann kjósi að hætta. Hann hefur lengi glímt við meiðsli á hné og meiddist að nýju í leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar. „Ástæðan fyrir tímasetningunni er sú að ég lenti í leiðinlegum meiðslum fyrir mánuði síðan gegn ÍBV, tognaði illa á liðbandi, og endurhæfingin hefur gengið hægt,“ sagði Sigurbergur við Vísi í dag. „Ég fór í sjöttu aðgerðina mína fyrir þar síðasta tímabil og þá sagði ég við mig að ein meiðsli í viðbót og þá væri þetta komið gott. Miðað við hvað þetta hefur gengið hægt, endurhæfingin á þessum meiðslum, þá fannst mér tímapunkturinn vera sá að þetta er bara búið.“ „Það er hægara sagt en gert að vera alltaf að rífa sig upp úr meiðslum og það fylgir því andlegt og líkamlegt erfiði. Klúbburinn stóð með mér í þessu og skildi mig fullkomlega.“ Sigurbergur á að baki 101 leik í meistaraflokki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 17 mörk. Þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að hafa spilað í efsti deild á þeim tíma. Keflavík er nýliði í Pepsi deild karla á þessu tímabili og hefur sumarið verið erfitt fyrir Keflvíkinga. Þeir eru eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni og sitja á botninum með þrjú stig. Átta stig eru upp í Fylki í 10. sætinu. „Það er erfitt að vera meiddur þegar þú ert í liði sem gengur vel en það er ennþá erfiðara að vera meiddur í liði sem gengur illa. Það er leiðinlegt að geta ekki gert eitthvað, en Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50-70 prósent. Þeir græða ekkert á því.“ Sigurbergur sagðist ætla að draga sig í hlé „allavega tímabundið“ og útilokar ekki endurkomu í fótbolta. Hann átti þó ekki von á því að spila aftur í efstu deild. „Ef ég vakna upp einn daginn og mig langar að spila knattspyrnu þá er ég tilbúinn. En ég er ekki tilbúinn að vera áfram á því leveli sem Keflavík og fleiri lið í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni eru á. Hnéð á mér höndlar það ekki. Ég myndi þá líklegast fara í eitthvað lið í jafnvel 3. og 4. deildinni,“ sagði Sigurbergur Elísson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Sjá meira
Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi deild karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur, sem er 26 ára gamall, segir þrálát hnémeiðsli ástæðu þess að hann kjósi að hætta. Hann hefur lengi glímt við meiðsli á hné og meiddist að nýju í leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar. „Ástæðan fyrir tímasetningunni er sú að ég lenti í leiðinlegum meiðslum fyrir mánuði síðan gegn ÍBV, tognaði illa á liðbandi, og endurhæfingin hefur gengið hægt,“ sagði Sigurbergur við Vísi í dag. „Ég fór í sjöttu aðgerðina mína fyrir þar síðasta tímabil og þá sagði ég við mig að ein meiðsli í viðbót og þá væri þetta komið gott. Miðað við hvað þetta hefur gengið hægt, endurhæfingin á þessum meiðslum, þá fannst mér tímapunkturinn vera sá að þetta er bara búið.“ „Það er hægara sagt en gert að vera alltaf að rífa sig upp úr meiðslum og það fylgir því andlegt og líkamlegt erfiði. Klúbburinn stóð með mér í þessu og skildi mig fullkomlega.“ Sigurbergur á að baki 101 leik í meistaraflokki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 17 mörk. Þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að hafa spilað í efsti deild á þeim tíma. Keflavík er nýliði í Pepsi deild karla á þessu tímabili og hefur sumarið verið erfitt fyrir Keflvíkinga. Þeir eru eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni og sitja á botninum með þrjú stig. Átta stig eru upp í Fylki í 10. sætinu. „Það er erfitt að vera meiddur þegar þú ert í liði sem gengur vel en það er ennþá erfiðara að vera meiddur í liði sem gengur illa. Það er leiðinlegt að geta ekki gert eitthvað, en Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50-70 prósent. Þeir græða ekkert á því.“ Sigurbergur sagðist ætla að draga sig í hlé „allavega tímabundið“ og útilokar ekki endurkomu í fótbolta. Hann átti þó ekki von á því að spila aftur í efstu deild. „Ef ég vakna upp einn daginn og mig langar að spila knattspyrnu þá er ég tilbúinn. En ég er ekki tilbúinn að vera áfram á því leveli sem Keflavík og fleiri lið í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni eru á. Hnéð á mér höndlar það ekki. Ég myndi þá líklegast fara í eitthvað lið í jafnvel 3. og 4. deildinni,“ sagði Sigurbergur Elísson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Sjá meira