Ég kann alveg á blautarann Þórlindur Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Næstum því öll börn eiga það eflaust sammerkt að þau misskilja fyrst á ævinni hvað felst í því að keyra bíl. Þegar þau setjast sjálf undir stýri, eða herma eftir akstri í leik, þá hamast þau á stýrinu og rykkja því af offorsi fram og til baka. Ef þau eru alin upp við beinskipta bíla þá djöflast þau líka á gírstönginni. Allir vita að eftir því sem maður keyrir hraðar, þeim mun meiri tilþrif þarf við að snúa stýrinu. Auðvitað veit fullorðna fólkið að þessi krúttlega sannfæring barnanna er reist á sandi rétt eins og sannfæring miðaldra karlmanna um að þeir gætu léttilega skrúfað aukaspyrnur upp í samskeytin þegar þeir horfa á Gylfa, Messi og Ronaldo gera það í sjónvarpinu.Sjálfstraust, hroki, heimska Einn ókosturinn við að eldast og þroskast er að það fjarar smám saman undan þessu óraunhæfa og sandbyggða sjálfstrausti. Það tekur þó mismikinn tíma. Ég og skólafélagar mínir áttum til dæmis nóg eftir af þess lags innihaldslitlu sjálfsöryggi langt fram eftir þrítugsaldrinum. Auðvitað heitir það ekki lengur sjálfstraust þegar fullorðið fólk þykist geta allt—það heitir ýmist hroki eða heimska. En það er samt sem áður hægt að njóta þess að vera heimskur og hrokafullur þegar maður er ungur. Vinir mínir og ég stofnuðum til að mynda fyrirtæki sem hafði engan tilgang, engar vörur, enga fjármögnun og engar áætlanir—heldur var einvörðungu stofnað af þeirri sannfæringu að við félagarnir gætum allt; og flest betur en nokkur annar. Við vorum uppfullir af alls konar stórum hugmyndum, þó einkum um sjálfa okkur. En sem betur fer reyndumst við vera þeir einu sem trúðu þessum órum, og engum datt í hug að treysta okkur fyrir neins konar ábyrgð. Fljótlega komumst við að því að þegar maður kafar ofan í hitt og þetta sem á yfirborðinu virðist fáránlegt eða vitlaust þá kemst maður að því að að baki liggja góðar ákvarðanir gáfaðs fólks sem skilur hlutina hundrað sinnum betur en hrokafull ungmenni. Það er svo þroski sem flestir taka út með tíð og tíma, að ná að bera virðingu fyrir því að flest fólk er býsna klárt í því sem það tekur sér fyrir hendur, og leggur metnað og stolt í að gera hlutina vel. Það sem á yfirborðinu gæti virkað einfalt, eins og að snúa stýrinu í bíl hratt, er oftast miklu flóknara en maður gerði sér í hugarlund. Miðdepillinn Í vikunni vakti þingmaðurinn Brynjar Níelsson athygli fyrir að lýsa því yfir að íslenskir fjölmiðlar væru „í ruslflokki“—að minnsta kosti allir nema hinn eini sanni fjölmiðill þar sem réttar skoðanir eru varðar af aðdáunarverðum heiðarleika. Það er svo sannarlega ekki ný saga á Íslandi eða annars staðar að stjórnmálamönnum finnist fjölmiðlamenn vera villtir bjánar, og að fjölmiðlafólki finnist stjórnmálamenn vera spilltir kjánar. Ætli hvorri stéttinni sýnist ekki á yfirborðinu að fremur lítið komi til starfa hinnar. Blaðamenn gætu auðveldlega séð sig standa í pontu á þingi og stjórnmálamenn telja sig eflaust geta skrifað betri og gáfulegri fréttir og leiðara heldur en blaðasnáparnir. Blaðamenn og stjórnmálamenn eiga það reyndar að einhverju leyti sammerkt að þeir halda lengi í þá hugmynd um sjálfa sig að þeir geti auðveldlega dembt sér inn í umræðu um hvaða sérhæfða og flókna viðfangsefni sem er og vitað svörin betur en nokkur annar. Það er reyndar nauðsynlegt fyrir báðar stéttir að geta sett sig hratt og vel inn í ýmiss konar málefni, en það er hollt að temja sér að setja hæfilegan fyrirvara við eigin getu til þess að segja fólki fyrir verkum eða til syndanna fyrir að kunna ekki sitt fag. Það er fáránlegt hjá Brynjari Níelssyni að gefa sér að blaðamenn séu meira og minna allir að reka erindi sín eða hugsjónir í störfum sínum. Þótt enginn skilji persónuleika sinn, metnað eða lífsviðhorf eftir heima þegar þeir mæta í vinnuna þá held ég að langflestir blaðamenn séu einfaldlega að hugsa um að skrifa og segja góðar, áhugaverðar og sannar fréttir. Vitleysa Brynjars á líklega rætur sínar í þeirri rótföstu hugmynd stjórnmálamanna að samfélagið snúist fyrst og fremst um þá sjálfa og það sem þeir eru að gera. Sorrí, það er misskilningur. Blautarinn Ein lítil stúlka sem hafði lært svo óskaplega vel á heimilistækin var ekki bara með það á hreinu hvernig ætti að setja þurrkarann í gang. Hún kunni líka á tækið sem stendur við hliðina á þurrkaranum og hefur það hlutverk í tilverunni að gera fötin blaut svo það sé hægt að þurrka þau—sem sagt, blautarann. Stundum getur það nefnilega hent mann að misskilja ekki bara hvernig hlutirnir virka, heldur vaða líka í eintómri villu um raunverulegan tilgang þeirra og eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Næstum því öll börn eiga það eflaust sammerkt að þau misskilja fyrst á ævinni hvað felst í því að keyra bíl. Þegar þau setjast sjálf undir stýri, eða herma eftir akstri í leik, þá hamast þau á stýrinu og rykkja því af offorsi fram og til baka. Ef þau eru alin upp við beinskipta bíla þá djöflast þau líka á gírstönginni. Allir vita að eftir því sem maður keyrir hraðar, þeim mun meiri tilþrif þarf við að snúa stýrinu. Auðvitað veit fullorðna fólkið að þessi krúttlega sannfæring barnanna er reist á sandi rétt eins og sannfæring miðaldra karlmanna um að þeir gætu léttilega skrúfað aukaspyrnur upp í samskeytin þegar þeir horfa á Gylfa, Messi og Ronaldo gera það í sjónvarpinu.Sjálfstraust, hroki, heimska Einn ókosturinn við að eldast og þroskast er að það fjarar smám saman undan þessu óraunhæfa og sandbyggða sjálfstrausti. Það tekur þó mismikinn tíma. Ég og skólafélagar mínir áttum til dæmis nóg eftir af þess lags innihaldslitlu sjálfsöryggi langt fram eftir þrítugsaldrinum. Auðvitað heitir það ekki lengur sjálfstraust þegar fullorðið fólk þykist geta allt—það heitir ýmist hroki eða heimska. En það er samt sem áður hægt að njóta þess að vera heimskur og hrokafullur þegar maður er ungur. Vinir mínir og ég stofnuðum til að mynda fyrirtæki sem hafði engan tilgang, engar vörur, enga fjármögnun og engar áætlanir—heldur var einvörðungu stofnað af þeirri sannfæringu að við félagarnir gætum allt; og flest betur en nokkur annar. Við vorum uppfullir af alls konar stórum hugmyndum, þó einkum um sjálfa okkur. En sem betur fer reyndumst við vera þeir einu sem trúðu þessum órum, og engum datt í hug að treysta okkur fyrir neins konar ábyrgð. Fljótlega komumst við að því að þegar maður kafar ofan í hitt og þetta sem á yfirborðinu virðist fáránlegt eða vitlaust þá kemst maður að því að að baki liggja góðar ákvarðanir gáfaðs fólks sem skilur hlutina hundrað sinnum betur en hrokafull ungmenni. Það er svo þroski sem flestir taka út með tíð og tíma, að ná að bera virðingu fyrir því að flest fólk er býsna klárt í því sem það tekur sér fyrir hendur, og leggur metnað og stolt í að gera hlutina vel. Það sem á yfirborðinu gæti virkað einfalt, eins og að snúa stýrinu í bíl hratt, er oftast miklu flóknara en maður gerði sér í hugarlund. Miðdepillinn Í vikunni vakti þingmaðurinn Brynjar Níelsson athygli fyrir að lýsa því yfir að íslenskir fjölmiðlar væru „í ruslflokki“—að minnsta kosti allir nema hinn eini sanni fjölmiðill þar sem réttar skoðanir eru varðar af aðdáunarverðum heiðarleika. Það er svo sannarlega ekki ný saga á Íslandi eða annars staðar að stjórnmálamönnum finnist fjölmiðlamenn vera villtir bjánar, og að fjölmiðlafólki finnist stjórnmálamenn vera spilltir kjánar. Ætli hvorri stéttinni sýnist ekki á yfirborðinu að fremur lítið komi til starfa hinnar. Blaðamenn gætu auðveldlega séð sig standa í pontu á þingi og stjórnmálamenn telja sig eflaust geta skrifað betri og gáfulegri fréttir og leiðara heldur en blaðasnáparnir. Blaðamenn og stjórnmálamenn eiga það reyndar að einhverju leyti sammerkt að þeir halda lengi í þá hugmynd um sjálfa sig að þeir geti auðveldlega dembt sér inn í umræðu um hvaða sérhæfða og flókna viðfangsefni sem er og vitað svörin betur en nokkur annar. Það er reyndar nauðsynlegt fyrir báðar stéttir að geta sett sig hratt og vel inn í ýmiss konar málefni, en það er hollt að temja sér að setja hæfilegan fyrirvara við eigin getu til þess að segja fólki fyrir verkum eða til syndanna fyrir að kunna ekki sitt fag. Það er fáránlegt hjá Brynjari Níelssyni að gefa sér að blaðamenn séu meira og minna allir að reka erindi sín eða hugsjónir í störfum sínum. Þótt enginn skilji persónuleika sinn, metnað eða lífsviðhorf eftir heima þegar þeir mæta í vinnuna þá held ég að langflestir blaðamenn séu einfaldlega að hugsa um að skrifa og segja góðar, áhugaverðar og sannar fréttir. Vitleysa Brynjars á líklega rætur sínar í þeirri rótföstu hugmynd stjórnmálamanna að samfélagið snúist fyrst og fremst um þá sjálfa og það sem þeir eru að gera. Sorrí, það er misskilningur. Blautarinn Ein lítil stúlka sem hafði lært svo óskaplega vel á heimilistækin var ekki bara með það á hreinu hvernig ætti að setja þurrkarann í gang. Hún kunni líka á tækið sem stendur við hliðina á þurrkaranum og hefur það hlutverk í tilverunni að gera fötin blaut svo það sé hægt að þurrka þau—sem sagt, blautarann. Stundum getur það nefnilega hent mann að misskilja ekki bara hvernig hlutirnir virka, heldur vaða líka í eintómri villu um raunverulegan tilgang þeirra og eðli.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun