Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2018 20:15 Eigendur Hótels Svartaskógar, Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. Þau segja Ísland orðið of dýrt en einnig hafi heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregið úr ferðalögum. Rætt var við eigendur Hótels Svartaskógar í fréttum Stöðvar 2. Hótelið finnum við í skógarrjóðri í Jökulsárhlíð, ekki fjarri hringveginum, um 30 kílómetra norðan við Egilsstaði. Bændurnir á Hallgeirsstöðum, þau Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, reka þar lítið 20 herbergja sveitahótel en þau hófu ferðaþjónustu fyrir um aldarfjórðungi. „Þetta er öðruvísi sumar. Það virðist vera að dragast saman,“ segir Helga og segir þau greinilega finna fyrir samdrætti. „Það eru komnir gríðarlega margir í þetta. Airbnb er orðinn stór hluti og eðlilega kemur það einhversstaðar niður,“ segir Benedikt. Þau hafa brugðist við með því að fækka starfsmönnum frá því í fyrrasumar úr tíu niður í sjö, eða um 30 prósent. Helga segir það hlutfall einnig samsvara fækkun bókana. Þau áttu þó von á áttunda starfsmanninum, nú þegar drægi að háannatíma.Hótel Svartiskógur eru í rjóðri í Jökulsárhlíð, um 30 kílómetrum norðan við Egilsstaði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mestu segja þau muna um afbókanir rútuhópa. Þannig hafi 17 af 77 rútuhópum hætt við auk þess sem færri ferðamenn séu í hverjum hópi. „Og svo er náttúrlega HM líka og þá eru menn fyrir framan sjónvarpið að horfa, - og heimur allur. Og það bara hefur áhrif,“ segir Benedikt. Þau segja að gestir hótelsins séu nær eingöngu útlendingar. „Það er greinilegt að Ísland er orðið of dýrt. Gengið er orðið of hátt og við erum komin yfir verðið í samkeppnislöndum, við eru ekki samkeppnisfær við önnur lönd sennilega. Það er bara stór hluti af þessu, held ég,“ segir Benedikt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. Þau segja Ísland orðið of dýrt en einnig hafi heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregið úr ferðalögum. Rætt var við eigendur Hótels Svartaskógar í fréttum Stöðvar 2. Hótelið finnum við í skógarrjóðri í Jökulsárhlíð, ekki fjarri hringveginum, um 30 kílómetra norðan við Egilsstaði. Bændurnir á Hallgeirsstöðum, þau Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, reka þar lítið 20 herbergja sveitahótel en þau hófu ferðaþjónustu fyrir um aldarfjórðungi. „Þetta er öðruvísi sumar. Það virðist vera að dragast saman,“ segir Helga og segir þau greinilega finna fyrir samdrætti. „Það eru komnir gríðarlega margir í þetta. Airbnb er orðinn stór hluti og eðlilega kemur það einhversstaðar niður,“ segir Benedikt. Þau hafa brugðist við með því að fækka starfsmönnum frá því í fyrrasumar úr tíu niður í sjö, eða um 30 prósent. Helga segir það hlutfall einnig samsvara fækkun bókana. Þau áttu þó von á áttunda starfsmanninum, nú þegar drægi að háannatíma.Hótel Svartiskógur eru í rjóðri í Jökulsárhlíð, um 30 kílómetrum norðan við Egilsstaði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mestu segja þau muna um afbókanir rútuhópa. Þannig hafi 17 af 77 rútuhópum hætt við auk þess sem færri ferðamenn séu í hverjum hópi. „Og svo er náttúrlega HM líka og þá eru menn fyrir framan sjónvarpið að horfa, - og heimur allur. Og það bara hefur áhrif,“ segir Benedikt. Þau segja að gestir hótelsins séu nær eingöngu útlendingar. „Það er greinilegt að Ísland er orðið of dýrt. Gengið er orðið of hátt og við erum komin yfir verðið í samkeppnislöndum, við eru ekki samkeppnisfær við önnur lönd sennilega. Það er bara stór hluti af þessu, held ég,“ segir Benedikt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00
Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30