Fótbolti

Sextán ára stelpurnar okkar unnu Þýskaland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í leiknum.
Byrjunarlið Íslands í leiknum. Mynd/KSÍ
Íslenska sextán ára landsliðið kvenna í fótbolta vann í dag frábæran sigur á Þýskalandi á Norðurlandamótinu sem fer fram í Noregi.

Þetta er sögulegur hjá stelpunum því þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Þýskaland í þessum aldursflokki. Stelpurnar fylgdu þar með í fótspor A-liðsins sem vann Þýskalandi í undankeppni HM á síðasta ári.

Það var Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sem skoraði bæði mörk Íslands í leiknum en hún kemur úr Val.  Ólöf Sigríður er fædd árið 2003 og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Val í Mjólkurbikar kvenna fyrr í sumar.

Stelpurnar töpuðu 2-0 á móti Svíþjóð í fyrsta leik sínum en svöruðu því tapi með frábærri frammistöðu í dag.

Þjálfari íslensku stelpnanna er hinn reynslumiklu þjálfari Jörundur Áki Sveinsson.

Ísland leikur síðasta leik sinn í riðlakeppninni á föstudaginn þegar liðið mætir Englandi og hefst sá leikur klukkan 16:30 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands á móti Þýskalandi:

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Markvörður)

Kristín Erla Ó. Johnson

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Andrea Marý Sigurjónsdóttir

Hrefna Steinunn Aradóttir

Arna Eiríksdóttir (Fyrirliði)

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Bryndís Arna Níelsdóttir

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir

Tinna Harðardóttir

Sigrún Eva Sigurðardóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×